Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. 8.12.2020 11:50
„Eitthvað verið að rýmka“ að sögn Bjarna Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að eitthvað verði rýmkað til með nýjum sóttvarnareglum sem ræddar voru á ríkisstjórnarfundi nú í morgun. 8.12.2020 11:45
Bílstjórar kröfðust milljóna en þurfa í staðinn að borga 700 þúsund hvor Héraðsdómur Vestfjarða sýknaði í síðustu viku fyrirtæki á Vestfjörðum af kröfum tveggja fyrrverandi starfsmanna um vangoldin laun. Mennirnir kröfðust milljóna frá fyrirtækinu en sátu á endanum uppi með hundruð þúsunda í málskostnað. 7.12.2020 23:23
Flýgur til Brussel eftir að 90 mínútna símtal skilaði engu Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands mun fljúga til Brussel í vikunni til fundar við Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í von um að viðskiptasamningar náist. Johnson og von der Leyen ræddu saman í 90 mínútur í síma í kvöld en án árangurs. 7.12.2020 23:16
Reglurnar „mjög einkennilegar“ í ljósi fermetranna 22.500 Framkvæmdastjóri IKEA segir að ef ekki verði slakað á fjöldatakmörkunum á fimmtudag, þannig að unnt verði að opna verslunina á ný, sé jólasalan ónýt. Hann segir núverandi reglur, sem gera aðeins ráð fyrir tíu viðskiptavinum í gríðarstórri versluninni í einu, einkennilegar. 7.12.2020 22:06
Áætlar um 200 milljónir í bætur vegna riðunnar Áætlað er að heildarbætur til bænda vegna riðuveiki í Skagafirði nemi um 200 milljónum króna, samkvæmt frummati á kostnaðinum. Enn stendur yfir vinna við að reikna bæturnar út. 7.12.2020 21:13
Hugljúfur flutningur Jóhönnu Guðrúnar á ódauðlegu jólalagi Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona flutti hið klassíska jólalag Have Yourself a Merry Little Christmas ásamt eiginmanni sínum Davíð Sigurgeirssyni í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. 7.12.2020 20:25
Allt að 250 þúsund Íslendingar þurfa bólusetningu Tvö hundruð og tuttugu til tvö hundruð og fimmtíu þúsund Íslendingar þurfa að fara í bólusetningu gegn kórónuveirunni til að bæla faraldurinn niður að mati sóttvarnalæknis. Hann segir engan verða skyldaðan til að fara í bólusetningu þó lykilatriði sé að sem flestir mæti. 7.12.2020 19:30
Sjö þúsund flugu með Icelandair í nóvember Lítil breyting hefur orðið í farþegaflugi á vegum Icelandair á milli mánaða og voru farþegatölur í nóvember sambærilegar því sem þær voru í október. Alls flugu um sjö þúsund farþegar milli landa með Icelandair í nóvember, 97 prósent færri en í nóvember í fyrra. 7.12.2020 19:19
Kristján Danaprins smitaður af veirunni Kristján Danaprins greindist með kórónuveiruna í dag, að því er fram kemur í tilkynningu frá dönsku konungsfjölskyldunni. 7.12.2020 19:08