Tveir á níræðisaldri létust af Covid-19 í gær Tveir karlmenn á níræðisaldri létust í gær á Landspítala af völdum Covid-19. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítala í dag. 41 hefur nú látist af völdum kórónuveirunnar hér á landi frá upphafi faraldurs. 9.1.2022 11:42
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Forstjóri Landspítala telur rétt að sett verði á viðbúnaðarstig almannavarna á landsvísu vegna sívaxandi álags á heilbrigðiskerfið. Kórónuveirusmituðum hafi fjölgað ískyggilega og að herða þurfi samkomutakmarkanir enn frekar til að sporna við frekari innlögnum. Rætt verður við forstjórann í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30. 8.1.2022 18:14
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Dæmi eru um að ekki hafi tekist að útskrifa fólk úr einangrun á réttum tíma sökum álags á Covid-göngudeild. Staðan á Landspítala hefur sjaldan verið verri. Við ræðum við yfirlögregluþjón hjá almannavörnum um stöðu faraldursins í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12. 8.1.2022 11:49
Svartsýnasta spáin myndi valda „gríðarlegum áföllum“ Þrjátíu og sjö liggja inni á Landspítala með Covid-19 og hafa ekki verið fleiri síðan í desember 2020. Sóttvarnalæknir segir ljóst að núverandi aðgerðir dugi ekki nógu vel til að draga úr faraldrinum og hefur áhyggjur af innlögnum næstu daga. Þá hefur hann skilað heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum að breytingum á sóttkví fyrir þríbólusetta. 7.1.2022 12:56
Aftur með veiruna eftir að hafa smitast á Everest Heimir Fannar Hallgrímsson, lögfræðingur og fasteignasali sem kleif Everest með félaga sínum í fyrra, er kominn með kórónuveiruna – sem væri kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að Heimir er smitaður í annað sinn. Hann var í hlíðum Everest þegar hann sýktist í fyrra skiptið og aðstæður í einangruninni nú þess vegna nokkuð frábrugðnar því sem áður var. 6.1.2022 21:00
„Heilsustofnun hefur ekkert að fela“ Þórir Haraldsson forstjóri Heilsustofnunarinnar í Hveragerði segir stofnunina ekkert hafa að fela eftir að Kjarninn greindi frá úttekt eftirlitsdeildar Sjúkratrygginga Íslands, þar sem fram kom að Náttúrulækningafélag Íslands, eigandi stofnunarinnar, hefði með ólögmætum hætti tekið um 600 milljónir úr starfsemi Heilsustofnunarinnar. Þórir segir hverri einustu krónu hafa verið veitt til að þjónusta sjúklinga í samræmi við þjónustusamning. 6.1.2022 14:59
600 milljóna ólögmæt úttekt úr rekstri Heilsustofnunarinnar í Hveragerði Náttúrulækningafélag Íslands (NLFÍ), eigandi Heilsustofnunarinnar í Hveragerði, tók um 600 milljónir króna út úr stofnuninni á fimmtán árum með ólögmætum hætti. Þetta er niðurstaða úttektar eftirlitsdeildar Sjúkratrygginga Íslands á Heilsutofnuninni sem Kjarninn birtir ítarlega umfjöllun um í dag. 6.1.2022 12:54
Tveir karlmenn og kona ákærð fyrir amfetamínframleiðslu í Kjós Héraðssaksóknari hefur ákært tvo karlmenn og konu fyrir amfetamínframleiðslu í sumarbústað í Kjós. Mennirnir, Jónas Árni Lúðvíksson og Steingrímur Þór Ólafsson, eru báðir með dóma á bakinu; Jónas hlaut dóm í Papeyjarmálinu svokallaða árið 2009 og Steingrímur var framseldur til Íslands frá Venesúela í tengslum við VSK-málið svokallað. 6.1.2022 10:45
Kynþokkafyllsta yfirferð ársins Flest erum við kynverur, upp að vissu marki að minnsta kosti, og þurfum útrás fyrir slíkar kenndir. Íslendingar virðast hafa beint þeirri útrás í ýmsa farvegi á árinu sem er að líða. Suma gamla og góða, en aðra nýja og talsvert djarfa. 29.12.2021 06:53
Þetta eru sigurvegarar ársins Árið sem er að líða… var svolítil rússíbanareið. Á meðan sumir koma talsvert þjakaðir undan því standa aðrir uppi sem sigurvegarar. Og það eru þeir sem verða hér í forgrunni. 27.12.2021 06:24