Aftur með veiruna eftir að hafa smitast á Everest Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. janúar 2022 21:00 Óhætt er að segja að það fari betur um Heimi í einangruninni nú en það gerði á Everest. Myndina til vinstri tók Heimir í fjallinu í maí, þegar hann var orðinn smitaður, en myndin til hægri er tekin í huggulegheitum á Íslandi - á jafnsléttu, eða því sem næst. Samsett Heimir Fannar Hallgrímsson, lögfræðingur og fasteignasali sem kleif Everest með félaga sínum í fyrra, er kominn með kórónuveiruna – sem væri kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að Heimir er smitaður í annað sinn. Hann var í hlíðum Everest þegar hann sýktist í fyrra skiptið og aðstæður í einangruninni nú þess vegna nokkuð frábrugðnar því sem áður var. „Þetta eru klárlega miklu betri aðstæður núna,“ segir Heimir léttur í bragði þegar fréttastofa náði tali af honum í dag. Hann kveðst einkennalítill, enda þegar búinn að fá veiruna auk þess sem hann er tvíbólusettur. Fengu einkenni áður en toppnum var náð Heimir og Sigurður B. Sveinsson klifu tind Everest í maí síðastliðnum til styrktar Umhyggju, félagi langveikra barna. Þeir byrjuðu að finna fyrir Covid-einkennum strax í búðum þrjú og fjögur, áður en þeir komu á toppinn. Það var svo ekki fyrr en þeir komust niður í grunnbúðir að þeir fengu sýkinguna staðfesta með prófi, eftir talsverðar hrakfarir á niðurleiðinni. „Maður veit náttúrlega ekkert almennilega, því þetta eru svo klikkaðar aðstæður í fjallinu. Við höfðum í raun ekki hugmynd um hvort væri, maður hafði ekki samanburðinn af þetta háu fjalli. Ég var algjörlega búinn á því á niðurleiðinni en erfitt að segja hvort það var út af Covidinu. En Siggi var mjög veikur þegar við vorum komnir niður í búðir tvö,“ rifjar Heimir upp. Miklu ferskari en síðast Einangrunin er öllu þægilegri í þetta sinn en Heimir er nýkominn heim til Íslands frá Barcelona á Spáni og telur líklegt að hann hafi smitast þar. Margir í vinahóp sem hann var með úti eru einnig smitaðir. „Ef maður getur fengið þetta á Everest þá getur varla verið mikið mál að fá þetta í milljónastórborg,“ segir hann og hlær. Hann sé með leiðinlegan hósta í þetta sinn en annars hress. „Ég er með bragðskyn og lyktarskyn og er bara að reyna að þrífa heima hjá mér. Annars bara ferskur og miklu ferskari en síðast,“ segir Heimir. Líklegt verður að teljast að Heimir hafi nælt sér í hið bráðsmitandi ómíkron-afbrigði veirunnar úti í Barcelona en það er víða orðið ráðandi meðal nýsmitaðra í Evrópu og öðrum heimsálfum. Dæmi eru um það síðustu vikur að fólk sem áður greindist með veiruna fái hana aftur; til að mynda Kolfinna Frigg Sigurðardóttir, sem greindist með ómíkron í desember mánuði eftir að hún lauk einangrun vegna fyrstu sýkingar. Þegar viðtalið við Kolfinnu var birt höfðu aðeins um tuttugu til þrjátíu manns greinst tvisvar með veiruna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Everest Tengdar fréttir Fullbólusettur einstaklingur með ómíkron á gjörgæslu Fullbólusettur einstaklingur sem greindist smitaður af ómíkron afbrigði kórónuveirunnar er meðal þeirra sjö einstaklinga sem liggja nú á gjörgæslu með Covid-19 samkvæmt upplýsingum frá Landspítala. 6. janúar 2022 13:51 Íslendingar að koma heim eftir hátíðirnar skýri metfjölda smitaðra Þriðja daginn í röð greindust yfir þúsund manns með kórónuveirunna innanlands í gær en metfjöldi greindist á landamærunum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að um hálfgert einsdæmi hafi verið að ræða þar sem Íslendingar eru í miklum mæli að koma aftur heim eftir frí erlendis. 6. janúar 2022 13:01 Greindist með omíkron innan við mánuði eftir fyrra smit Fullbólusett íslensk kona greindist tvisvar með kórónuveiruna á einum mánuði og er nú í einangrun með omíkron afbrigðið. Hún segir nokkurn mun á einkennum og veit ekki hvernig hún smitaðist. 6. desember 2021 19:03 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Sjá meira
„Þetta eru klárlega miklu betri aðstæður núna,“ segir Heimir léttur í bragði þegar fréttastofa náði tali af honum í dag. Hann kveðst einkennalítill, enda þegar búinn að fá veiruna auk þess sem hann er tvíbólusettur. Fengu einkenni áður en toppnum var náð Heimir og Sigurður B. Sveinsson klifu tind Everest í maí síðastliðnum til styrktar Umhyggju, félagi langveikra barna. Þeir byrjuðu að finna fyrir Covid-einkennum strax í búðum þrjú og fjögur, áður en þeir komu á toppinn. Það var svo ekki fyrr en þeir komust niður í grunnbúðir að þeir fengu sýkinguna staðfesta með prófi, eftir talsverðar hrakfarir á niðurleiðinni. „Maður veit náttúrlega ekkert almennilega, því þetta eru svo klikkaðar aðstæður í fjallinu. Við höfðum í raun ekki hugmynd um hvort væri, maður hafði ekki samanburðinn af þetta háu fjalli. Ég var algjörlega búinn á því á niðurleiðinni en erfitt að segja hvort það var út af Covidinu. En Siggi var mjög veikur þegar við vorum komnir niður í búðir tvö,“ rifjar Heimir upp. Miklu ferskari en síðast Einangrunin er öllu þægilegri í þetta sinn en Heimir er nýkominn heim til Íslands frá Barcelona á Spáni og telur líklegt að hann hafi smitast þar. Margir í vinahóp sem hann var með úti eru einnig smitaðir. „Ef maður getur fengið þetta á Everest þá getur varla verið mikið mál að fá þetta í milljónastórborg,“ segir hann og hlær. Hann sé með leiðinlegan hósta í þetta sinn en annars hress. „Ég er með bragðskyn og lyktarskyn og er bara að reyna að þrífa heima hjá mér. Annars bara ferskur og miklu ferskari en síðast,“ segir Heimir. Líklegt verður að teljast að Heimir hafi nælt sér í hið bráðsmitandi ómíkron-afbrigði veirunnar úti í Barcelona en það er víða orðið ráðandi meðal nýsmitaðra í Evrópu og öðrum heimsálfum. Dæmi eru um það síðustu vikur að fólk sem áður greindist með veiruna fái hana aftur; til að mynda Kolfinna Frigg Sigurðardóttir, sem greindist með ómíkron í desember mánuði eftir að hún lauk einangrun vegna fyrstu sýkingar. Þegar viðtalið við Kolfinnu var birt höfðu aðeins um tuttugu til þrjátíu manns greinst tvisvar með veiruna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Everest Tengdar fréttir Fullbólusettur einstaklingur með ómíkron á gjörgæslu Fullbólusettur einstaklingur sem greindist smitaður af ómíkron afbrigði kórónuveirunnar er meðal þeirra sjö einstaklinga sem liggja nú á gjörgæslu með Covid-19 samkvæmt upplýsingum frá Landspítala. 6. janúar 2022 13:51 Íslendingar að koma heim eftir hátíðirnar skýri metfjölda smitaðra Þriðja daginn í röð greindust yfir þúsund manns með kórónuveirunna innanlands í gær en metfjöldi greindist á landamærunum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að um hálfgert einsdæmi hafi verið að ræða þar sem Íslendingar eru í miklum mæli að koma aftur heim eftir frí erlendis. 6. janúar 2022 13:01 Greindist með omíkron innan við mánuði eftir fyrra smit Fullbólusett íslensk kona greindist tvisvar með kórónuveiruna á einum mánuði og er nú í einangrun með omíkron afbrigðið. Hún segir nokkurn mun á einkennum og veit ekki hvernig hún smitaðist. 6. desember 2021 19:03 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Sjá meira
Fullbólusettur einstaklingur með ómíkron á gjörgæslu Fullbólusettur einstaklingur sem greindist smitaður af ómíkron afbrigði kórónuveirunnar er meðal þeirra sjö einstaklinga sem liggja nú á gjörgæslu með Covid-19 samkvæmt upplýsingum frá Landspítala. 6. janúar 2022 13:51
Íslendingar að koma heim eftir hátíðirnar skýri metfjölda smitaðra Þriðja daginn í röð greindust yfir þúsund manns með kórónuveirunna innanlands í gær en metfjöldi greindist á landamærunum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að um hálfgert einsdæmi hafi verið að ræða þar sem Íslendingar eru í miklum mæli að koma aftur heim eftir frí erlendis. 6. janúar 2022 13:01
Greindist með omíkron innan við mánuði eftir fyrra smit Fullbólusett íslensk kona greindist tvisvar með kórónuveiruna á einum mánuði og er nú í einangrun með omíkron afbrigðið. Hún segir nokkurn mun á einkennum og veit ekki hvernig hún smitaðist. 6. desember 2021 19:03