Óvissan það allra erfiðasta Íbúi á Seyðisfirði, sem yfirgefa þurfti heimili sitt í gær vegna skriðuhættu í annað sinn segir óvissu um næstu daga afar þungbæra. Þá segir hún upplýsingaflæði yfirvalda til íbúa ábótavant. Veðurstofan fundar um stöðu skriðumála á Norðurlandi og Seyðisfirði nú síðdegis. 5.10.2021 13:25
Fylgist vel með hömlulausri Danmörku Sóttvarnalæknir telur að fara þurfi hægt í afléttingar en núverandi reglugerð um innanlandsaðgerðir gildir til miðvikudags. Það sé miður að viðburðahaldarar virðist sumir ekki framfylgja reglum um grímuskyldu og fjöldamörk. Þá fylgist hann vel með stöðunni í Danmörku, þar sem um þrjár vikur eru síðan öllum kórónuveiruaðgerðum var aflétt. 4.10.2021 13:07
Þórólfur skilaði minnisblaði í morgun Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum um áframhaldandi kórónuveiruaðgerðir innanlands í morgun. Hann vill ekkert upplýsa um tillögur sínar en ítrekar það sem komið hefur fram í máli hans síðustu daga; að honum þyki skynsamlegt að fara hægt í afléttingar. 4.10.2021 11:19
Hlutabréf útgerðarfélaga ruku upp eftir tímamótaloðnuráðgjöf Hlutabréf útgerðarfélaga tóku stökk í dag eftir að Hafrannsóknarstofnun ráðlagði veiðar á allt að 904 þúsund tonnum af loðnu fyrir komandi vertíð. Kvótinn sjöfaldast milli ára og hefur ekki verið meiri síðan 2003. 1.10.2021 19:01
„Ég held að hákarl hafi bitið hann“ Ekki hefur fengist úr því skorið hvað það var sem grandaði hrefnunni sem rak á land á Álftanesi í gær. Leikskólakrakkar sem virtu hvalinn fyrir sér í morgun vörpuðu þó fram ýmsum tilgátum í þeim efnum. 30.9.2021 21:00
Um fimmtíu sekúndna ganga frá nýja kvennaklefanum upp í innilaugina Gestir Sundhallarinnar eru sammála gagnrýni þess efnis að gönguleið frá nýjum kvennaklefa og í innilaugina sé of löng. Laugin standi þrátt fyrir það alltaf fyrir sínu og sé stórkostleg sem fyrr. 30.9.2021 20:35
Hræið af stærðarinnar hrefnutarfi Fjöldi fólks hefur lagt leið sína niður í fjöru á Álftanesi það sem af er morgni til að virða fyrir sér hvalhræ sem þar liggur. Hræið er af hrefnutarfi en óljóst er hvað varð honum að bana. 30.9.2021 13:38
Deildar meiningar um niðurstöður kosninganna Skiptar skoðanir eru um niðurstöður kosninganna meðal fólks sem fréttastofa ræddi við í dag. Sumir eru himinlifandi með að ríkisstjórnin hafi haldið velli á meðan aðrir hefðu viljað sterkari vinstri slagsíðu. 26.9.2021 21:31
Enginn hasar á Bessastöðum í dag Engir leiðtogar verða boðaðir á fund forseta Íslands í dag þar sem ríkisstjórnin missti ekki meirihluta sinn. Forsetinn metur það svo að með tilliti til niðurstaðna sé hægt að stimpla Framsókn og Flokk fólksins sem sigurvegara kosninganna. 26.9.2021 11:50
Fetti sig fyrir agndofa áhorfendur á Höfn Rostungurinn Valli mætti enn og aftur á bryggjuna á Höfn í Hornafirði í morgun. Börn í bænum hafa tekið við hann ástfóstri - og gárungar velta því upp hvort hann sé kominn að taka út alþingiskosningarnar. 25.9.2021 20:03