Kaupa fjögur tonn af berjum af harðduglegum Vestfirðingum Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík ætlar að kaupa alls fjögur tonn af bláberjum í haust, sem Vestfirðingar hafa keppst við að tína. Sá afkastamesti hefur mætt með um 150 kíló af berjum í hvert sinn sem móttakan er opin. 17.9.2021 07:00
Niðurstöðurnar sláandi og mikilvægt að hækka lífeyri Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, segir að niðurstöður nýrrar spurningakönnunar um stöðu fatlaðs fólks á Íslandi vera sláandi. Könnunin dragi það skýrt fram að fatlað fólk lifi ekki af örorkulífeyri frá TR, mikilvægt sé að hækka hann. 13.9.2021 20:53
Oft komnir á fremsta hlunn með að hætta við Aðstandendur útsýnispallsins á Bolafjalli voru oft komnir á fremsta hlunn með að hætta við byggingu pallsins, að sögn bæjarstjóra Bolungarvíkur. En ástríðan fyrir verkefninu trompaði öll bakslög og nú er pallurinn nánast tilbúinn. 13.9.2021 20:30
„Þú gleymir aldrei“ Kona sem átti bæði föður og bróður sem sviptu sig lífi með fimm ára millibili segir enn mikla feimni við að ræða sjálfsvíg opinskátt. Þá eigi ekki að vera tabú að ræða tilfinningar og vandamál. Ungt fólk með sjálfsvígshugsanir leitar í auknum mæli til Pieta-samtakanna. 10.9.2021 20:00
Himinlifandi með boðaða breytingu Svandísar Formaður Samtakanna 78 fagnar boðuðum breytingum á lögum um blóðgjafir, sem heimila karlmönnum sem stundað hafa kynlíf með öðrum karlmönnum að gefa blóð. Breytingin gangi nógu langt að mati samtakanna, sem telja núverandi lög úrelt og ómannúðleg. 10.9.2021 11:13
Birtingin geri lítið úr Þórhildi og „drusluskammi hana í leiðinni“ Lögmaður Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur, sem kærði Kolbein Sigþórsson fyrir kynferðisofbeldi, íhugar að kæra Sigurð G. Guðjónsson hæstaréttarlögmann til lögreglu vegna birtingar á gögnum um mál hennar. 9.9.2021 20:00
Borgarfulltrúar óttaslegnir: Maðurinn sem hafði í hótunum hvorki verið handtekinn né yfirheyrður Maður, sem skaut á bíl borgarstjóra fyrr á árinu og hafði í hótunum við varaborgarfulltrúa fyrr í vikunni, hefur hvorki verið handtekinn né yfirheyrður. 9.9.2021 19:21
Hefur ekki hitt eina konu sem styður lögin Íslensk kona búsett í Texas hefur þungar áhyggjur af umdeildum lögum sem banna nær alfarið þungunarrof í ríkinu. Hún telur meirihluta Texasbúa andsnúna lögunum. 5.9.2021 21:28
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Óttast er að vatnshæð í Skaftá rísi verulega þegar hlaup úr eystri Skaftárkatli ratar niður ána á morgun. Vera kann að loka þurfi þjóðveginum við Eldhraun og bændur eru uggandi yfir langtímaafleiðingum ef til hamfarahlaups kemur. 5.9.2021 18:01
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur fest kaup á mörg hundruð þúsund hraðprófum. Þau ættu að geta byrjað að liðka fyrir 500 manna viðburðahaldi í kringum næstu helgi. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. 5.9.2021 11:52