Verkhönnun 2+1 vegar um Kjalarnes boðin út Vegagerðin hefur boðið út verkhönnun vegna breikkunar Vesturlandsvegar um Kjalarnes. Vonast er til að nýr tveir plús einn vegur með aðskildum akreinum verði tilbúinn eftir þrjú ár. 15.4.2019 20:30
Þrenn jarðgöng grafin samtímis í Færeyjum Færeyingar eru að hefjast handa við enn ein jarðgöngin, Hvalbiargöngin. Þessi jarðgangagerð bætist við tvær aðrar risaframkvæmdir; gerð tveggja neðansjávarganga. 15.4.2019 10:30
Segir Kárahnjúkavirkjun verða hryggjarstykki auðlindasjóðs Kárahnjúkavirkjun á eftir að skila geysilegum arði og verða hryggjarstykkið í auðlindasjóði þjóðarinnar, að mati Ketils Sigurjónssonar, sérfræðings um orkumál. 14.4.2019 21:00
Norðausturhornið ráði við að vaxa með Finnafjarðarhöfn Stórskipahöfn í Finnafirði myndi hafa gríðarleg áhrif á norðausturhorni landsins en er jafnframt ávísun á átök, jafnt heima í héraði sem og í landsmálaumræðunni. 12.4.2019 23:30
Hafnargerð í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar Stórskipahöfn í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar, að mati sveitarstjóra Langanesbyggðar. Samningar um stofnun þróunarfélags um risahöfnina voru undirritaðir á Þórshöfn í dag. 11.4.2019 19:45
Segir þörf á viðræðum um hvað býðst með sæstreng Þriðji orkupakkinn liðkar ekki fyrir lagningu sæstrengs milli Íslands og Evrópu, að mati sérfræðings um orkumál, sem telur mikilvægt að horfa til þess að arður þjóðarinnar af orkuauðlindinni aukist. 10.4.2019 22:30
Færeyskir fjárbændur sporna gegn átroðningi ferðamanna Bændur á einu vinsælasta göngusvæði Færeyja eru búnir að fá sig fullsadda af gróðurskemmdum sem fylgja átroðningi ferðamanna. Þeir hafa ákveðið að innheimta hátt göngugjald. 10.4.2019 20:45
Vegagerðin hafnar lægsta tilboði í Reykjanesbraut Vegagerðin hefur hafnað tilboði lægstbjóðanda í breikkun 3,2 kílómetra kafla Reykjanesbrautar í Hafnarfirði þar sem bjóðandinn stóðst ekki kröfur útboðsins. Í staðinn verður rætt við þann verktaka sem átti næstlægsta boð. 9.4.2019 18:45
Kostar 8.000 krónur að ganga á Þrælanípuna Landeigendur einnar vinsælustu gönguleiðar Færeyja hafa ákveðið að hefja gjaldtöku af göngufólki í sumar. Athygli vekur hve gjaldið verður hátt, eða 450 danskar krónur. 9.4.2019 12:30
Boðið upp í lengstu lyftuferð á landinu Hæsta lyfta Íslands, sem ætluð er til fólksflutninga milli hæða, er ekki í Hallgrímskirkjuturni. Nei, í Húnavatnssýslum er lyfta sem er fjórfalt hærri en sú á Skólavörðuholtinu. 8.4.2019 21:00