Færeyingar þurfa að bíða með að syngja olíulagið Átján ára olíuleitarsögu Færeyja virðist lokið, að minnsta kosti um sinn, eftir að eina félagið, sem sótti um í síðasta útboði Færeyinga, dró umsókn sína til baka. 7.5.2018 11:15
Fljúga áfram beint frá Akureyri til Keflavíkur en á minni vélum Ráðamenn Air Iceland Connect hafa endurskoðað fyrri ákvörðun um að hætta beinu innanlandsflugi milli Keflavíkur og Akureyrar og verður fluginu haldið áfram í haust. 4.5.2018 20:15
Landsvirkjun fékk milljarð á mánuði frá Kárahnjúkum Sérfræðingur á sviði orkumála áætlar að Landsvirkjun hafi á síðasta ári fengið nærri tólf milljarða króna frá Alcoa-Fjarðaáli í sölutekjur af orku Kárahnjúkavirkjunar, eða um einn milljarð króna á mánuði. 19.4.2018 22:15
Rótgrónir Álftnesingar vilja brúa Skerjafjörð Rótgrónir Álftnesingar eru jákvæðir fyrir því að fá brú yfir Skerjafjörð. Tenging yfir fjörðinn styttir aksturstímann úr miðborg Reykjavíkur yfir á Álftanes úr 20 mínútum í 5 mínútur. 16.4.2018 22:15
Ístak keppir við Kínverja um gerð flugvalla á Grænlandi Ístak er eitt sex verktakafyrirtækja sem fá að bjóða í gerð þriggja flugvalla á Grænlandi. Meiri athygli hefur þó vakið að kínverskt fyrirtæki fær einnig að taka þátt í útboðinu. 16.4.2018 21:15
Konurnar á Álftanesi höfðu hver sinn Kana Stríðsminjar úr síðari heimstyrjöld má enn sjá á Álftanesi en þar var fjölmenn herstöð sem hafði það meginhlutverk að verja Reykjavíkurflugvöll gegn árásum þýskra flugvéla. 14.4.2018 22:30
Á verkstæðinu á Sauðárkróki segjast þeir geta gert við allt Skagfirðingar eiga sennilegasta fjölhæfasta verkstæði landsins, sem um leið er stærsta bílaverkstæði landsbyggðarinnar. Þar er gert við nánast alla hluti undir sama þaki. 10.4.2018 21:15
Vísindamenn í fiskvinnslu þróa heilsuvörur úr roði og beinum Fimmtíu manna samfélag háskólamanna hefur myndast í vísindagörðum á Sauðárkróki þar sem líftækni er notuð til að vinna fæðubótarefni úr fiskafurðum. 9.4.2018 21:30
Hér sjá róbótar um að gefa kúnum, mjólka þær og hreinsa undan þeim Nýjasta fjós Skagafjarðar kostaði yfir tvöhundruð milljónir króna og gæti verið það fullkomnasta á landinu. Róbótar sjá um að gefa kúnum, mjólka þær og moka flórinn. 8.4.2018 21:00
Skagfirðinga dreymir um öflugri Alexandersflugvöll Ráðamenn Sveitarfélagsins Skagafjarðar telja varaflugvöll á Sauðárkróki geta stutt við beint millilandaflug til Akureyrar. Sex mánaða tilraun Ernis til innanlandsflugs á Krókinn stendur fram á vor. 6.4.2018 20:00