fréttamaður

Kristján Már Unnarsson

Kristján Már er einn reynslumesti fréttamaður landsins og hefur verið á vettvangi í þrjátíu ár. Hann er einnig með þættina Um land allt og Landnemana á Stöð 2.

Nýjustu greinar eftir höfund

Keflavíkurflugvöllur skilgreindur sem framvarðarstöð B-2 til sprengjuárása

Tvær af þremur B-2 Spirit sprengjuþotum bandaríska flughersins, sem staðsettar eru á Keflavíkurflugvelli um þessar mundir, æfðu með norska flughernum yfir Norðursjó í vikunni. Samkvæmt frétt norska hersins fóru æfingarnar fram á mánudag og miðvikudag með þátttöku F-35 orustuþotna Norðmanna sem komu frá Evenes-flugvellinum í Norður Noregi.

Árnar á Eskifirði hamdar með steyptum stokkum

Fimm ár sem renna í gegnum Eskifjarðarbæ eru að missa náttúrulega farvegi sína og flæða í framtíðinni um steypta stokka, með framkvæmdum sem kosta vel á þriðja milljarð króna. Tilgangurinn er að verja byggðina fyrir ofanflóðum.

Vill fiskflutninga með flugi frá Egilsstöðum

Forstjóri stærsta laxeldisfyrirtækis Austfjarða segir kjörin tækifæri til fiskflutninga með flugi beint frá Egilsstaðaflugvelli og hvetur til þess að nauðsynleg aðstaða til afgreiðslu fraktflugs verði byggð upp á flugvellinum.

Skaftá að komast í ham til að flæða yfir hringveginn

Rennsli í Skaftá fór hratt vaxandi við Sveinstind eftir hádegi og er verið að loka hálendisvegum á svæðinu og rýma fjallaskála. Búist er við að hlaupið nái hámarki í byggð eftir tvo sólarhringa og eru líkur taldar á að hringvegurinn í Eldhrauni geti lokast um tíma.

Flugvöllum seinkar og sá þriðji líklega styttur

Bakslag er komið í flugvallaframkvæmdirnar á Grænlandi, stærstu innviðauppbyggingu í sögu landsins. Tilkynnt hefur verið um ársseinkun á völlunum í Nuuk og Ilulissat á sama tíma og horfur eru á að þriðji flugvöllurinn, í Qaqortoq, verði minnkaður í sparnaðarskyni.

Skyndifundur í Skaftártungu af ótta við þjóðgarðsstækkun

Bændur í Skaftártungu og Álftaveri fjölmenntu til skyndifundar í gærkvöldi af ótta við að umhverfisráðherra hyggist fyrir komandi kosningar stækka Vatnajökulsþjóðgarð yfir afréttarlönd þeirra í Skaftárhreppi. Þeir krefjast þess að málinu verði frestað.

Sjá meira