fréttamaður

Kristján Már Unnarsson

Kristján Már er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fimmta manndrápið á Grænlandi frá áramótum

Einn maður hefur verið handtekinn í bænum Tasiilaq á Austur-Grænlandi eftir að karlmaður fannst látinn þar í nótt. Grænlenska lögreglan rannsakar málið sem manndráp.

Grænlenskir foreldrar leigðu flugvél frá Íslandi svo börnin kæmust á fótboltamót

Foreldrar ellefu fótboltakrakka í bænum Qaqortoq á Suður-Grænlandi dóu ekki ráðalausir þegar flugfélagið Air Greenland tilkynnti þeim að ekki væru nógu mörg sæti til að flytja allan hópinn til Tasiilaq á Austur-Grænlandi. Þeir tóku sig saman og leigðu flugvél frá Íslandi. Kostnaðurinn við flugið: 600 þúsund krónur á hvert barn.

Stysta grásleppuvertíð sögunnar komin á fullt

Grásleppuveiðar eru nú komnar á fullt, á stystu vertíð sögunnar í fjölda leyfðra veiðidaga. Dæmi eru um mjög góð aflabrögð og verðið fyrir grásleppuna hefur þokast upp.

Leitar eftir aðilum til að reisa, fjármagna og reka Ölfusárbrú

Vegagerðin hefur hafið útboðsferli nýrrar Ölfusárbrúar í einkaframkvæmd með auglýsingu eftir upplýsingum um áhugasama bjóðendur. Leitað er eftir aðilum sem hafa áhuga á að semja við Vegagerðina, í kjölfar útboðs, um hönnun, framkvæmd, fjármögnun, rekstur og viðhald mannvirkjanna til allt að þrjátíu ára.

Sjá meira