Fréttamaður

Lillý Valgerður Pétursdóttir

Lillý er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Willum segir foreldra ráða

Heilbrigðisráðherra segir það alltaf val foreldra að ákveða hvort börn þeirra verði bólusett gegn kórónuveirunni. Mikilvægt sé að vanda til verka þegar komi að framkvæmd bólusetningarinnar.

Skoða að fella niður skólahald á meðan að börnin verða bólusett

Í skoðun er að fella niður skólahald í einn dag í kringum bólusetningar barna á aldrinum 5 til 11 ára en bólusetningin mun fara fram í skólum. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu telur að töluverður fjöldi barna muni ekki mæta í bólusetningu annað hvort samkvæmt vali eða vegna þess að þau hafa þegar fengið Covid.

Grind­víkingar orðnir þreyttir á skjálfta­hrinunni

Jarðskjálftavirkni er enn mikil á Reykjanesi þó hafa jarðskjálftarnir í dag mælst minni að stærð en síðustu daga. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir segir íbúa ýmsu vana en margir séu þó þreyttir á ástandinu.

Kári segir Willum hafa orðið á mikil mistök

Heilbrigðisráðherra varð á mikil mistök með því að veita undaþágur til vínveitingastaða í aðdraganda jólanna að mati Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Í morgun fékk Íslensk erfðagreining send 518 sýni til raðgreiningar.

Ó­míkron geti markað upp­hafið að enda far­aldursins

Ómíkron er að verða ráðandi afbrigði kórónuveirunnar hér á landi en sjötíu prósent af þeim sem greindust í gær voru með það. Einn hefur þurft að leggjast inn á sjúkrahús með ómíkron en svo virðist sem yngra fólk sé líklegra til að fá það en fyrri afbrigði.

Aldrei hafa jafn margir greinst kórónuveiruna á landamærum

Aldrei hafa jafn margir greinst kórónuveiruna á landamærum en í gær en um helmingur þeirra sem greindist með veiruna í gær var fullbólusettur. Sóttvarnalæknir telur viðbúið að fleiri fullbólusettir greinist með kórónuveiruna samhliða útbreiðslu ómíkrónafbrigðis veirunnar. Aðeins einn hefur þurft að leggjast inn á sjúkrahús hér á landi með ómíkronafbrigðið.

„Eins og beljurnar þegar þær fara út á vorin“

Skíðasvæðið í Bláfjöllum var opnað í gær fremur skyndilega eftir mikla snjókomu aðfaranótt miðvikudags og fjölmennti skíðafólk í brekkurnar í dag. Nokkur ár eru síðan það tókst síðast að opna svæðið fyrir jól.

Sjá meira