Nístingskuldi í kortunum: Skoða aftur á morgun hvort ástæða sé til að loka sundlaugum Kolbeinn Tumi Daðason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 14. desember 2022 14:46 Þessi gestur kalda pottsins í Sundhöll Reykjavíkur þarf reyndar ekkert heitt vatn, í það minnsta ekki á meðan hún kælir sig. Vísir/Arnar Notkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu náði sögulegu hámarki í gær. Í nótt mældist átján gráðu frost í Húsafelli og ekki er útlit fyrir að kuldakast síðustu daga nái hámarki fyrr en á föstudaginn. Staðan verður metin á morgun varðandi hvort einstaka sundlaugum verði lokað tímabundið til að spara heita vatnið. Frost og kuldi hefur gert landsmönnum erfitt fyrir síðustu daga og fátt sem bendir til að það dragi úr kuldanum alveg í bráð. Í nótt fór kuldinn niður í fimmtán gráður í Víðidalnum í Reykjavík. Daníel Þorláksson er veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Það er sem sagt búið að vera hægir vindar á landinu undanfarið. Frost hefur verið talsvert í lægðum og inn til landsins, eins og gerist þegar eru stillur að vetrarlagi. Í nótt mældist mesta frostið í Húsafelli, átján stig. Daníel Þorláksson er Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.Veðurstofa Íslands „Heilt yfir þá eru hægir vindar og fyrir vikið kólnar. Svo kemur kaldari loftmassi yfir á föstudag og áfram þessir hægu vindar. Þá kólnar líklega enn þá meira. Frost verður víða á bilinu fimm til fimmtán stig en getur orðið enn meira í grennd við stöðuvötn, í Húsafelli eða þar sem eru lægðir í landslaginu þar sem frosthörkurnar eru meiri.“ Búast má við að næstu daga verði allt að tíu stiga frost á höfuðborgarsvæðinu yfir daginn. „Svo er það akkurat þar sem frosttopparnir eru mestir. Þar getur frost farið niður í fimmtán tuttugu stig.“ Á sunnudaginn má gera ráð fyrir að aðeins taki að draga úr kuldanum. Það er áfram þetta kalda loft en það hreyfir meiri vind í næstu viku. Áfram frost um allt land en frosttölurnar sem mælast verða heldur minni. „Í byrju næstu viku er útkoma fyrir talsvert meiri éljagang og snjókomu um norðanvert landið. En það er ekki mikil úrkoma í kortunum hér sunnan heiða.“ Sólrún Kristjánsdóttir er framkvæmdastýra Veitna.Veitur Notkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu náði sögulegu hámarki í gær. Sólrún Kristjánsdóttir er framkvæmdastjóri Veitna. „Við erum með stækkandi kerfi og það hafa aldrei fleiri íbúðir verið tengdar inn á kerfið í jafnmiklum kulda eins og núna. Við vorum að ná sögulegu rennslihámarki í fyrradag og aftur í gær,“ segir Sólrún. Til skoðunar hefur verið að loka einstaka sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu. Staðan var metin í hádeginu í dag og er niðurstaðan sú að ekki þyki ástæða til að loka þeim á morgun þar sem dreifikerfið ráði við núverandi notkun. „Staðan verður metin aftur á morgun og þá tekin afstaða til þess hvort komi til tímabundinna lokana.“ Sundlaugar Reykjavík Orkumál Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira
Frost og kuldi hefur gert landsmönnum erfitt fyrir síðustu daga og fátt sem bendir til að það dragi úr kuldanum alveg í bráð. Í nótt fór kuldinn niður í fimmtán gráður í Víðidalnum í Reykjavík. Daníel Þorláksson er veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Það er sem sagt búið að vera hægir vindar á landinu undanfarið. Frost hefur verið talsvert í lægðum og inn til landsins, eins og gerist þegar eru stillur að vetrarlagi. Í nótt mældist mesta frostið í Húsafelli, átján stig. Daníel Þorláksson er Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.Veðurstofa Íslands „Heilt yfir þá eru hægir vindar og fyrir vikið kólnar. Svo kemur kaldari loftmassi yfir á föstudag og áfram þessir hægu vindar. Þá kólnar líklega enn þá meira. Frost verður víða á bilinu fimm til fimmtán stig en getur orðið enn meira í grennd við stöðuvötn, í Húsafelli eða þar sem eru lægðir í landslaginu þar sem frosthörkurnar eru meiri.“ Búast má við að næstu daga verði allt að tíu stiga frost á höfuðborgarsvæðinu yfir daginn. „Svo er það akkurat þar sem frosttopparnir eru mestir. Þar getur frost farið niður í fimmtán tuttugu stig.“ Á sunnudaginn má gera ráð fyrir að aðeins taki að draga úr kuldanum. Það er áfram þetta kalda loft en það hreyfir meiri vind í næstu viku. Áfram frost um allt land en frosttölurnar sem mælast verða heldur minni. „Í byrju næstu viku er útkoma fyrir talsvert meiri éljagang og snjókomu um norðanvert landið. En það er ekki mikil úrkoma í kortunum hér sunnan heiða.“ Sólrún Kristjánsdóttir er framkvæmdastýra Veitna.Veitur Notkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu náði sögulegu hámarki í gær. Sólrún Kristjánsdóttir er framkvæmdastjóri Veitna. „Við erum með stækkandi kerfi og það hafa aldrei fleiri íbúðir verið tengdar inn á kerfið í jafnmiklum kulda eins og núna. Við vorum að ná sögulegu rennslihámarki í fyrradag og aftur í gær,“ segir Sólrún. Til skoðunar hefur verið að loka einstaka sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu. Staðan var metin í hádeginu í dag og er niðurstaðan sú að ekki þyki ástæða til að loka þeim á morgun þar sem dreifikerfið ráði við núverandi notkun. „Staðan verður metin aftur á morgun og þá tekin afstaða til þess hvort komi til tímabundinna lokana.“
Sundlaugar Reykjavík Orkumál Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira