Tekur tíma að hita sundlaugarnar upp Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. desember 2022 20:02 Starfsfólk Laugardalslaugarinnar notaði daginn til að þrífa. Vísir/Egill Starfsfólk Laugardalslaugarinnar hefur staðið í sannkallaðri jólahreingerningu frá því að sundlaugum borgarinnar var lokað í gær. Stefnt er að því að taka aftur á móti gestum strax í fyrramáli en það getur þó tekið tíma að hita laugina á ný. Þrátt fyrir að engir gestir væru á svæðinu í dag hafði starfsfólk í nógu að snúast. „Við erum að nýta daginn í að þrífa rennur og ristar. Eitthvað sem er ekki hægt að gera þegar það er fólk í lauginni en í dag þá nýtum við tækifærið og gerum bara allt í einu,“ segir Jökull Örlygsson starfsmaður Laugardalslaugarinnar. Þannig var sett upp sérstakt plan til að hægt sé að þrífa sem mest þegar engir gestir eru á svæðinu. „„Það voru bara sett upp þrifaplön og tækifærið nýtt til þess að þrífa svæði staði og svoleiðis sem við eigum mjög erfitt með að þrífa og fara með mjög sterk efni á og svoleiðis,“ segir Árni Jónsson forstöðumaður Laugardalslaugarinnar. Árni Jónsson forstöðumaður Laugadalslaugarinnar hefur í dag notað tækifærið til að dytta að og þrífa ásamt starfsfólki sínu.Vísir/Egill Sundlaugunum í Reykjavík var lokað í gær vegna bilunar í Hellisheiðarvirkjun. Viðgerð lauk í dag en laugarnar voru áfram lokaðar þar sem tíma tekur að vinna upp vatnsforða. Í fyrramáli klukkan sjö verður Laugardalslaugin opnuð á ný en aðrar laugar borgarinnar ekki fyrr en klukkan hálf tólf. Nokkur tíma getur tekið að hita laugarnar upp á ný. „Það gæti alveg verið hálfur sólarhringur allavega eitthvað svoleiðis. Jafnvel eitthvað lengur,“ segir Árni. Hann segir það sjaldgæft að lauginni sé lokað. „Einu sinni á ári í Laugardalslaug. Það er lokað á jóladag og verður sem sagt lokað núna á jóladag. Að öðru leyti erum við bara alltaf með opið.“ Árni segir sundlaugargesti koma til með að taka eftir að búið sé að þrífa allt hátt og lágt. „Ef að fólk kemur í jólabaðið til okkar á aðfangadag þá verða allir tandurhreinir.“ Sundlaugar Reykjavík Orkumál Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Þrátt fyrir að engir gestir væru á svæðinu í dag hafði starfsfólk í nógu að snúast. „Við erum að nýta daginn í að þrífa rennur og ristar. Eitthvað sem er ekki hægt að gera þegar það er fólk í lauginni en í dag þá nýtum við tækifærið og gerum bara allt í einu,“ segir Jökull Örlygsson starfsmaður Laugardalslaugarinnar. Þannig var sett upp sérstakt plan til að hægt sé að þrífa sem mest þegar engir gestir eru á svæðinu. „„Það voru bara sett upp þrifaplön og tækifærið nýtt til þess að þrífa svæði staði og svoleiðis sem við eigum mjög erfitt með að þrífa og fara með mjög sterk efni á og svoleiðis,“ segir Árni Jónsson forstöðumaður Laugardalslaugarinnar. Árni Jónsson forstöðumaður Laugadalslaugarinnar hefur í dag notað tækifærið til að dytta að og þrífa ásamt starfsfólki sínu.Vísir/Egill Sundlaugunum í Reykjavík var lokað í gær vegna bilunar í Hellisheiðarvirkjun. Viðgerð lauk í dag en laugarnar voru áfram lokaðar þar sem tíma tekur að vinna upp vatnsforða. Í fyrramáli klukkan sjö verður Laugardalslaugin opnuð á ný en aðrar laugar borgarinnar ekki fyrr en klukkan hálf tólf. Nokkur tíma getur tekið að hita laugarnar upp á ný. „Það gæti alveg verið hálfur sólarhringur allavega eitthvað svoleiðis. Jafnvel eitthvað lengur,“ segir Árni. Hann segir það sjaldgæft að lauginni sé lokað. „Einu sinni á ári í Laugardalslaug. Það er lokað á jóladag og verður sem sagt lokað núna á jóladag. Að öðru leyti erum við bara alltaf með opið.“ Árni segir sundlaugargesti koma til með að taka eftir að búið sé að þrífa allt hátt og lágt. „Ef að fólk kemur í jólabaðið til okkar á aðfangadag þá verða allir tandurhreinir.“
Sundlaugar Reykjavík Orkumál Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira