Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Neyðar­skýli fyrir flótta­menn ekki lausnin sem vantar

Flóttamenn í hungurverkfalli við skrifstofu Útlendingastofnunar segja neyðarskýli fyrir flóttamenn ekki lausnina sem vantar. Þeir eru réttinda- og heimilislausir á landinu og kalla eftir vernd eða búseturétti. Þeir mótmæla í tjöldum í Hafnarfirði. 

Sam­tal fyrir at­kvæða­greiðslu hefði verið á­kjósan­legt

Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, segir að betra samtal á milli hennar og utanríkisráðherra í aðdraganda atkvæðagreiðslu á Allsherjarþingi hefði verið ákjósanlegt. Málið sé þó alltaf á ábyrgð utanríkisráðherra. Hún segir vopnahlé á Gasa stóra málið. Það verði að tryggja það sem fyrst.

Heimilis­lausir flótta­menn mót­mæla í tjöldum

Þrír karlmenn mótmæla sviptingu lágmarksþjónustu og endanlegri synjun um alþjóðlega vernd í tjöldum við skrifstofu Útlendingastofnunar. Mennirnir vilja alþjóðlega vernd og að þingið bregðist við stöðu þeirra. Þeir ætla að mótmæla eins lengi og þörf er á. 

Hátt í 700 börn á bið eftir fullu plássi á frí­stunda­heimili

Alls bíða hátt í 700 börn eftir fullu plássi á frístundaheimili í Reykjavík. Hluti þessara barna er með vistun hluta dags. Flest börn bíða eftir plássi á frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð. Enn á eftir að manna 52,3 stöðugildi. Búið er að manna 82,6 prósent grunnstöðugilda. 

„Fokk feðraveldið“ komi pöbbum ekkert við

Ein skipuleggjenda kvennaverkfallsins segir miður að umræðan hafi eftir vel heppnað verkfall snúist um orðasambandið Fokk feðraveldið. Það sé of algengur misskilningur að feðraveldið snúist um pabba. Hún telur orðasambandið viðeigandi við slíkar aðstæður.

Leit að byssu­manni í Maine ekki enn borið árangur

Lögreglan í Maine leitar enn mannsins sem skaut 18 til bana í gærkvöldi í Lewiston. Leitarsvæðið er um 1.800 ferkílómetrar. Sá grunaði er fyrrverandi hermaður og er þjálfaður í notkun skotvopna. Þingmaður hefur kallað eftir banni á sjálfvirkum vopnum eins og Card notaði í gær.  

„Við erum búin að bíða lengi eftir þessu“

Ísak Sigurðsson formaður FSMA segir að hann og aðrir í félaginu séu gríðarlega ánægð með endurskoðun Lyfjastofnunar á greiðsluþátttöku á lyfinu hjá fullorðnum á lyfinu Spinraza.

Fleiri en einn leitað til Stíga­móta vegna séra Frið­riks

Fleiri en einn hafa leitað til Stígamóta vegna Sr. Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM, KFUK, Vals og Hauka. Talskona Stígamóta segir að sagan hafi kennt okkur það að gerendur leiti ekki bara á eitt barn heldur séu þau oftast fleiri sem hafi verið brotið á. 

Gekk örna sinna á fjall­stoppi í Nepal í mínus 27

Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, náði því í morgun að standa á tindi Imje Tse í Nepal. Ferðin upp gekk vel að hans sögn. Hann þurfti þó að glíma við magapest í um 5.900 metra hæð og segir það ekki hafa farið fram hjá öðrum á leið upp.

Sjá meira