Lögreglan lýsti eftir fimmtán ára gamalli stúlku Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti í morgun eftir fimmtán ára stúlku. Hún er nú fundin. 21.5.2024 10:21
Lilja fundar með RÚV um „nýlenskuna“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir það algert gáleysi að breyta málfræði tungumálsins án samtals. Hún ætlar að funda með RÚV um „nýlenskuna“ og notkun blaðamanna stofnunarinnar á henni. Sjálf sé hún ekki hrifin af þessari breytingu á tungumálinu. 21.5.2024 09:06
Konurnar hafi gert allt til að setja ekki svartan blett á starfsemina Þórey Einarsdóttir hefur síðustu tuttugu árin helgað líf sitt Konukoti. Fyrir tuttugu árum var hún ráðin til að vera húsfreyja og sinnir því starfi enn. Þórey hlaut í vikunni mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar í ár fyrir störf sín í þágu jaðarsettra einstaklinga. 19.5.2024 08:00
Fordæma brottvísun mansalsþolenda og vilja nýja stefnu Íslandsdeild Amnesty International fordæmir brottvísanir íslenskra stjórnvalda á umsækjendum um alþjóðlega vernd sem eru mansalsþolendur og hvetur stjórnvöld til að endurskoða stefnu sína er varðar umsækjendur um alþjóðlega vernd sem eru þolendur mansals. Vinna er hafin í dómsmálaráðuneytinu við nýja aðgerðaráætlun um mansal. 17.5.2024 11:59
Konráð nýr efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar Konráð S. Guðjónsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður ríkisstjórnar og mun bera starfstitilinn efnahagsráðgjafi ríkisstjórnar. Konráð hefur undanfarið unnið sem aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrún R. Gylfadóttur, utanríkisráðherra. 17.5.2024 11:27
„Nú á dögunum tók sonur minn líf sitt innan veggja fangelsisins“ Móðir sem missti son sinn nýlega þegar hann fyrirfór sér í fangelsi á Íslandi segist vona að andlát hans muni hafa áhrif á breytingar til hins betra á geðheilbrigði fanga og þjónustu fyrir þá. Hún skorar á yfirvöld að efla geðheilsuteymi fanga og styrkja betur við starf Afstöðu – félags fanga á Íslandi. 17.5.2024 09:02
Þórey í Konukoti hlaut mannréttindaverðlaun Reykjavíkur Þórey Einarsdóttir hlaut mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar 2024 fyrir störf sín í þágu jaðarsettra einstaklinga. Þórey hefur starfað í Konukoti, fyrsta og eina athvarfinu fyrir heimilislausar konur á Íslandi, frá opnun þess. 16.5.2024 14:57
Um 920 mál óafgreidd hjá kærunefnd útlendingamála Kærunefnd útlendingamála hafði í upphafi maí á þessu ári 920 óafgreidd mál á sínu borði. Vegna þessa mikla fjölda hefur meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar lagt til tímabundna breytingu á fyrirhuguðum breytingum á útlendingalögunum. 16.5.2024 13:39
Bein útsending frá svartþrastahreiðri í Hvalfjarðarsveit Elmar Snorrason, húsasmiður og veðuráhugamaður, setti nýlega upp myndavél sem horfir yfir hreiður svartþrastapars. Hreiðrið er við heimili hans í Hvalfjarðarsveit. Fjórir ungar komu úr eggjunum í fyrradag, 14. maí. 16.5.2024 11:37
Tóku niður íslenska svikasíðu með FBI Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók þátt í alþjóðlegri lögregluaðgerð á dögunum þar sem tekin var niður vefsíða, breachforums.is, sem var meðal annars notuð til að selja stolin gögn úr innbrotum í tölvukerfi. 16.5.2024 11:10