Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Meiri skjálfta­virkni en í fyrri gosum

Síðustu sólarhringa hefur virknin í eldgosinu haldist nokkuð stöðug. Enn eru tveir meginstrókar virkir og eru enn nokkuð kröftugir samkvæmt tilkynningu Veðurstofunnar. Hraun flæðir að mestu til norðvesturs en einnig til austurs. Meginstraumurinn er til norðvesturs en framrásin er mjög hæg.

Einn slasaður í al­var­legu vinnu­slysi í Urriðaholti

Einn var fluttur á slysadeild síðdegis í dag vegna alvarlegs vinnuslyss í Urriðaholti í Garðabæ. Í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að tilkynning um slysið hafi borist lögreglu um klukkan fjögur. Viðbragðsaðilar hafi farið beint á vettvang.

Vilja koma í veg fyrir að börnin taki lögin í eigin hendur

Elísabet Ósk Maríusdóttir hefur verið lögreglumaður í fjögur ár og þar af þrjú sinnt svokallaðri samfélagslöggæslu. Hún sinnir því meðfram almennum löggæslustörfum einn dag í viku. Samfélagslögreglan vinnur markvisst að því að stytta boðleiðir og efla traust í nærsamfélaginu.

„Ég horfði á stykkið og sólina baka það“

Birgir Þór Júlíusson kom að bandaríska manninum sem lést í slysi á Breiðamerkurjökli á sunnudag. Hann reyndi endurlífgun en án árangurs. Birgir Þór er einn eigenda ferðaþjónustufyrirtækisins Niflheima sem skipuleggur íshellaskoðun í jöklinum. Birgir var í hellinum rétt áður en hann hrundi og varaði annan leiðsögumanninn sem var á leið inn við því að stykki í hellinum gæti hrunið.

Betra að blása eða skola nornahárin af til að koma í veg fyrir skemmdir

Bergrún Arna Óladóttir, gjóskulagafræðingur á Veðurstofu Íslands, segir nornahár ekki ný af nálinni. Það þurfi ekki að óttast þau en hún hvetur þó fólk frekar til að skola eða blása þau burt en að bursta þau eða nudda þau burt liggi þau á bíl eða trampólíni. Bergrún ræddi nornahárin í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.

Treystir því að Ís­lendingar geti klæðst öðru en svörtu

Hin árlega FO-herferð UN Women á Íslandi fer formlega af stað föstudaginn 30. ágúst. FO-húfan 2024 var hönnuð í samstarfi við fatahönnuðinn Helgu Lilju Magnúsdóttur sem hannar undir merkjunum Helicopter og BAHNS og tekur hún einnig þátt í herferðinni. 

Hafnar því að nokkuð sak­næmt sé í greininni um MAST

Ester Hilmarsdóttir hafnar því alfarið að nokkuð saknæmt sé að finna í skrifum hennar um „glyðrugang eftirlitsstofnana“ en forstjóri Matvælastofnunar og tveir starfsmenn hennar hafa kært ummælin til Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. Greint var frá því fyrr í dag.

Hagnaður Skaga fyrstu sex mánuði ársins 273 milljónir

Kraftmikill viðsnúningur er í tryggingastarfsemi en á sama tíma litar krefjandi markaðsumhverfi afkomu Skaga, sem er samstæða Vátryggingafélags Íslands, áður VÍS. Hagnaður samstæðunnar fyrstu sex mánuði ársins eftir skatta voru 273 milljónir króna sem er töluvert lægri en á sama tíma í fyrra þegar hagnaður var rúmur milljarður. Þetta kemur fram í sex mánaða uppgjöri samstæðunnar fyrir árið í ár.

Sjá meira