Allt að gerast á Skagaströnd - Tveggja daga ljósalistahátíð Það stendur mikið til á Skagaströnd á morgun og á mánudaginn því þá stendur Nes listamiðstöð fyrir ljósalistahátíðinni “Light up” í samvinnu við níu erlenda listamenn. Alls konar listaverk verða lýst upp með LED ljósum til að varpa birtu, búa til skugga, endurskin og fleira víða um Skagaströnd þessa tvo daga. 22.1.2022 15:01
Sviðahausapizzur í Hveragerði á bóndadaginn Veitingamaður í Hveragerði ætlar að fara alla leið á bóndadaginn, sem er í dag því hann verður með sviðahausapizzur fyrir þá sem þora. 21.1.2022 07:36
Katrín Jakobsdóttir ekki forsætisráðherra Það getur verið flókið að heita Katrín Jakobsdóttir og það þekkir Katrín sjálf best. 19.1.2022 20:04
Sexhyrndur athyglissjúkur hrútur Hrúturinn Sexi er engin venjulegur hrútur því hann er sexhyrndur og þrílitur. Sexi elskar athygli enda stendur hann alltaf upp í stíunni sinni með framfæturna upp í garðanum þegar gestir koma í fjárhúsið á Ósabakka í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. 17.1.2022 21:03
Dansandi 16 ára snillingur í Þorlákshöfn Dugnaður og þrautsegja einkennir Auði Helgu Halldórsdóttur í Þorlákshöfn, sem er ekki nema 16 ára gömul en samt búin að afreka svo margt í lífinu. Hún er margfaldur Íslandsmeistari í frjálsíþróttum og fimleikum, spilar fótbolta, leikur á þverflautu og dansar ballett og samkvæmisdansa svo eitthvað sé nefnt. 16.1.2022 21:00
Mikil bjartsýni fyrir ferðasumrinu 2022 Mikill hugur er í þeim sem stunda ferðaþjónustu í Mýrdalshreppi fyrir sumrinu enda verið að skipuleggja sumarið á fullum krafti með fjölbreyttri dagskrá. Oddviti sveitarfélagsins spáir góðu sumri í ferðaþjónustu. 16.1.2022 15:30
Fjórir kiðlingar fæddir: Fyrstu vorboðarnir í sveitinni Fyrstu vorboðarnir hafa nú litið dagsins ljós á sveitabæ á Suðurlandi því fjórir kiðlingar voru að koma í heiminn þar við mikla ánægju heimilisfólksins. 15.1.2022 21:00
Hinseginvika í Árborg Hinseginvika verður haldin í fyrsta skipti í Sveitarfélaginu Árborg í næstu viku. Tilgangur vikunnar er að auka fræðslu og skapa umræður, sem tengjast hinseginmálum. Sérstakar hinseginkökur verða bakaðar. 15.1.2022 14:06
Lögreglan á Suðurlandi liggur undir feldi með Facebook Eins og kunnugt er þá hefur Lögreglan á Suðurnesjum ákveðið að hætta á Facebook en á sama tíma hefur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ákveðið að halda áfram á Facebook. En hvað ætlar Lögreglan á Suðurlandi að gera? 12.1.2022 09:15
Ekkert brunavarnarkerfi og engir reykskynjarar hjá slökkviliðinu í Vík Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur gert fjölmargar athugasemdir við aðbúnað slökkviliðsins í Vík í Mýrdal, meðal annars að það sé ekkert brunavarnarkerfi á slökkvistöðinni og engir reykskynjarar. Oddviti Mýrdalshrepps hefur ekki áhyggjur af athugasemdum og segir að þeim verði öllum kippt í liðinn. 9.1.2022 13:03