Fréttamaður

Magnús Hlynur Hreiðarsson

Magnús Hlynur er fréttamaður á fréttastofu Sýnar. Hann er staðsettur á Selfossi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Pósturinn lokar á Hellu og Hvolsvelli

Íbúar á Hellu og Hvolsvelli og sveitunum þar í kring eru ekki sáttir þessa dagana því Pósturinn hefur ákveðið að loka afgreiðslum sínum á stöðunum í vor. „Afleitt“, segir sveitarstjóri Rangárþings eystra.

Eyrugla stoppuð upp á Selfossi og fer í Grímsnes

Eyrugla, sem fannst dauð við sumarbústað í Grímsnesi síðasta sumar fær nú nýtt hlutverk því hún hefur verið stoppuð upp og fer aftur í Grímsnesið. Hamskeri, sem sá um verkið, segir mjög vandasamt að stoppa upp uglur.

Börn skila sér illa til tannlækna

Tannlæknar hafa verulegar áhyggjur af því að þúsundir barna skili sér ekki í reglulegt eftirlit til tannlækna. Á sama tíma eru tannlækningar barna ókeypis fyrir utan árlegt 2.500 krónu komugjald sem greitt er einu sinni á 12 mánaða tímabili.

Skör í Hvammi mjólkaði um fjórtán þúsund lítra 2021

Kýrin Skör á bænum Hvammi í Ölfusi er engin venjuleg kýr því hún mjólkar mest allra kúa á Íslandi, eða tæplega 14 þúsund lítra á nýliðinu ári. Skör er gæf og góð kýr, sem á von á sínum fjórða kálfi í vor.

Stranda­menn fagna hækkandi sól

Strandamenn ætla að fagna því um helgina að þeir séu farnir að sjá sólina rísa með vaxandi ljósi. Það gera þeir með söng, kveðskap, sögum, spjalli og almennu æðruleysi alla helgina.

Tískuljósmyndir teknar í fallegu vetrarveðri

Hundar, hestar, eldstæði og fyrirsætur klæddar í endurunnin íslensk föt hafa verið viðfangsefna hjá tískuljósmyndara í uppsveitum Árnessýslu. Myndirnar verða notaðar í virktum tískutímaritum og á tískupalli í London.

Íbúum fjölgar og fjölgar í Bláskógabyggð

Íbúum fjölgar ört í Bláskógabyggð eins og á Laugarvatni og í Reykholti. Þá hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikill uppgangur í garðyrkjunni eins og nú í sveitarfélaginu.

Dýrin svíkja þig ekki og þau kjafta ekki frá

Hundurinn Sólon og hestarnir hennar Elísabetar Sveinsdóttur á Selfossi hafa reynst henni stórkostlega í veikindum hennar því hún segir að samvera með dýrum geti haft úrslita áhrif, ekki síst fyrir andlega þáttinn, við að komast í gegnum veikindi. Það sé alltaf hægt að treysta dýrunum og þau kjafti ekki frá.

Sjá meira