Fjóla og Bragi bæjarstjórar í Árborg? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. maí 2022 15:30 Sjálfstæðismenn í Árborg hafa náð völdum sínum á ný því þeir náðu hreinum meirihluta með sex menn í bæjarstjórn í sveitarstjórnarkosningunum. Oddviti Samfylkingarinnar segir aldrei gott að hafa hreinan meirihluta. Oddviti Miðflokksins segir gott að fá frí frá pólitíkinni og geta sinnt börnum sínum meira. Það er ljóst að það verða miklar breytingar í Ráðhúsi Árborgar nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur aftur náð meirihluta í bæjarstjórn en flokkurinn hefur verið í minnihluta síðustu fjögur ár. „Það eru ákveðin vonbrigði að það sé einn flokkur í hreinum meirihluta í sveitarfélaginu, það hræðir mig. Það er slæmt að hafa hreinan meirihluta, það er ekki gott að vinna inn í svona bergmálshelli, það er nauðsynlegt að fleiri komi að ákvarðanatökum,“ segir Arna Ír Gunnarsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar og bætir við; „Ég bind vonir við að oddviti sjálfstæðismanna eins og hann hefur sagt að það eigi allir að vinna saman, ég hlakka til að sjá áherslurnar og hvernig hann ætlar að taka alla með.“ Arna Ír Gunnarsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson Formaður bæjarráðs, Tómas Ellert Tómasson kveður nú sveitarstjórnarmálin því hans flokkur, Miðflokkurinn náði ekki manni inn. „Þetta eru fyrst og fremst vonbrigði fyrir okkur og mig persónulega en ég óska nýrri bæjarstjórn til hamingju með kjörið og vonandi gengur þeim vel í verkefnunum, sem þau takast á við. Ég er hins vegar mjög ánægður fyrir hönd barnanna minna að þessum kafla sé lokið en auðvitað er ég ekkert allt of hress þennan morguninn,“ segir Tómas Ellert. Tómas Ellert Tómasson, oddviti Miðflokksins, sem hverfur nú af sviði sveitarstjórnarmála í Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bragi Bjarnason, nýr oddviti sjálfstæðismanna og hans fólk eru ótvíræðir sigurvegarar kosninganna, náðu sex mönnum inn í nýja bæjarstjórn og þar með hreinum meirihluta en bæjarfulltrúum verður nú fjölgað úr níu í ellefu. Rætt hefur verið um að Fjóla Kristinsdóttir, sem var í öðru sætinu verður bæjarstjóri fyrstu tvö árin og Bragi Bjarnason, oddviti flokksins tvö árin þar á eftir. Ekkert hefur þó verið ákveðið endanlega í því sambandi. „Maður er auðmjúkur og þakklátur að íbúar Árborgar treysti okkur á D listanum fyrir þessu krefjandi verkefni, sem er fram undan. Við viljum vinna með hinum flokkunum að framtíð sveitarfélagsins. Við vinnum miklu betur saman og þá náum við meiri árangri,“ segir Bragi. Bragi Bjarnason, oddviti D-listans hafði ástæðu til að brosa í morgun enda kampakátur með árangur flokksins í kosningnum í Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það verða miklar breytingar í Ráðhúsi Árborgar þegar meirihluti D-listans tekur þar við völdum eftir tvær vikur eða svo.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Sjá meira
Það er ljóst að það verða miklar breytingar í Ráðhúsi Árborgar nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur aftur náð meirihluta í bæjarstjórn en flokkurinn hefur verið í minnihluta síðustu fjögur ár. „Það eru ákveðin vonbrigði að það sé einn flokkur í hreinum meirihluta í sveitarfélaginu, það hræðir mig. Það er slæmt að hafa hreinan meirihluta, það er ekki gott að vinna inn í svona bergmálshelli, það er nauðsynlegt að fleiri komi að ákvarðanatökum,“ segir Arna Ír Gunnarsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar og bætir við; „Ég bind vonir við að oddviti sjálfstæðismanna eins og hann hefur sagt að það eigi allir að vinna saman, ég hlakka til að sjá áherslurnar og hvernig hann ætlar að taka alla með.“ Arna Ír Gunnarsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson Formaður bæjarráðs, Tómas Ellert Tómasson kveður nú sveitarstjórnarmálin því hans flokkur, Miðflokkurinn náði ekki manni inn. „Þetta eru fyrst og fremst vonbrigði fyrir okkur og mig persónulega en ég óska nýrri bæjarstjórn til hamingju með kjörið og vonandi gengur þeim vel í verkefnunum, sem þau takast á við. Ég er hins vegar mjög ánægður fyrir hönd barnanna minna að þessum kafla sé lokið en auðvitað er ég ekkert allt of hress þennan morguninn,“ segir Tómas Ellert. Tómas Ellert Tómasson, oddviti Miðflokksins, sem hverfur nú af sviði sveitarstjórnarmála í Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bragi Bjarnason, nýr oddviti sjálfstæðismanna og hans fólk eru ótvíræðir sigurvegarar kosninganna, náðu sex mönnum inn í nýja bæjarstjórn og þar með hreinum meirihluta en bæjarfulltrúum verður nú fjölgað úr níu í ellefu. Rætt hefur verið um að Fjóla Kristinsdóttir, sem var í öðru sætinu verður bæjarstjóri fyrstu tvö árin og Bragi Bjarnason, oddviti flokksins tvö árin þar á eftir. Ekkert hefur þó verið ákveðið endanlega í því sambandi. „Maður er auðmjúkur og þakklátur að íbúar Árborgar treysti okkur á D listanum fyrir þessu krefjandi verkefni, sem er fram undan. Við viljum vinna með hinum flokkunum að framtíð sveitarfélagsins. Við vinnum miklu betur saman og þá náum við meiri árangri,“ segir Bragi. Bragi Bjarnason, oddviti D-listans hafði ástæðu til að brosa í morgun enda kampakátur með árangur flokksins í kosningnum í Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það verða miklar breytingar í Ráðhúsi Árborgar þegar meirihluti D-listans tekur þar við völdum eftir tvær vikur eða svo.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Sjá meira