Fréttamaður

Magnús Hlynur Hreiðarsson

Magnús Hlynur er fréttamaður á fréttastofu Sýnar. Hann er staðsettur á Selfossi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Verður Sveitarfélagið Suðurland til eftir 25. september?

Íbúar í fimm sveitarfélögum í Rangárvalla og Vestur-Skaftafellssýslu munu kjósa um sameiningu sveitarfélaganna samhliða alþingiskosningunum 25. september. Verði sameiningin samþykkti verður til víðfeðmasta sveitarfélag landsins, sem myndi ná yfir sextán prósent af flatarmáli landsins

„Trén hafa virkilega miklar tilfinningar“

Bæjarfulltrúi minni hlutans í Árborg undrast mjög aðgerðir bæjaryfirvalda í gærkvöldi þegar níu aspir við þjóðveg eitt, á Austurvegi á Selfossi, voru felldar. Bæjarstjórinn segir málið snúast fyrst og fremst um umferðaröryggi og um ósk Vegagerðarinnar að trén yrðu felld.

Skrautlegar ruslatunnur í Vestmannaeyjum

Vestmanneyingar dóu ekki ráðalausir í byrjun sumars þegar þeir fóru að skoða ruslaföturnar í bænum og fannst eitthvað vanta upp útlit þeirra á ljósastaurunum. Þeir brugðu því á það ráð að myndskreyta allar ruslatunnur bæjarins í sumar.

Starfsmenn Marels „ganga“ í kringum jörðina

Tæplega sjö þúsund starfsmenn Marels í þrjátíu löndum eru nú að „ganga“, sem svarar hringnum í kringum jörðina í þeim tilgangi að safna áheitum fyrir alþjóðaverkefni Rauða krossins. Sviðsstjóri hjá Rauða krossinum segir verkefnið stórkostlegt.

Um 100 húsbílar í Þorlákshöfn um helgina

Um eitt hundrað húsbílar og eigendur þeirra eru nú staddir í Þorlákshöfn þar sem síðasta sumar útilega Félags húsbílaeigenda fer fram. Elsti félaginn, sem er að verða 99 ára fór á húsbílnum sínum í tíu daga ferð um Norðurland í sumar með félaginu.

Katrín á Selfossi vissi ekki að hún væri listamaður

Það kom Katrínu Þorsteinsdóttur á Selfossi í opna skjöldu fyrir ári síðan þegar hún uppgötvaði að hún gæti málað málverk eins og alvöru listamaður. Hún segist losa alla streitu úr líkamanum þegar hún gleymir sér með málningarpenslana.

Um 104 þúsund fjár slátrað hjá SS á Selfossi

Sauðfjárslátrun hófst hjá Sláturfélagi Suðurland á Selfossi í morgun en um 104 þúsund fjár verður slátrað þar næstu vikurnar. Illa hefur gengið að fá fólk til starfa í sláturtíðinni.

Rituungi í Eyjum sem neitar að fara að heiman

Fjölskylda í Vestmannaeyjum hefur tekið að sér rituunga, sem neitar að fara að heiman. Unganum finnst allra best að fá loðnu í matinn. Kötturinn og hundurinn á heimilinu eru bestu vinir ungans.

Sauðfé fækkar og fækkar í landinu

Sauðfé hefur ekki verið jafnfátt og nú í 160 ár. Stofninn telur aðeins um fjögur hundruð þúsund vetrarfóðraðar kindur. Ástæða fækkunarinnar er fyrst og fremst hrun á afurðaverði.

Sjá meira