Vilja hjúkrunarheimili í uppsveitir Árnessýslu Mikil þörf er að byggingu hjúkrunarheimilis í uppsveitum Árnessýslu og því hafa sveitarfélögin á svæðinu sett á laggirnar vinnuhóp til að koma málinu í gegn. Horft hefur verið til Laugarvatns hvað varðar staðsetningu heimilisins. 7.2.2021 12:24
Flúðir – „Nafli alheimsins,“ segir oddvitinn Framkvæmdir við nýtt íbúðahverfi á Flúðum eru nú að hefjast en mikill skortur er á leiguhúsnæði og minni íbúðum í þorpinu. Auk íbúða verða í nýja hverfinu söfn og ferðatengd þjónusta. 6.2.2021 19:33
Sunnlendingar með þorrablót í beinu streymi í kvöld Hákarl og brennivín, súrir hrútspungar, sviðasulta og harðfiskur verður eflaust á borðum margra Sunnlendinga í kvöld því þá fer Þorrablót Sunnlendinga fram í fyrsta sinn í beinu streymi. 6.2.2021 12:25
Yfirljósmóðir gagnrýnir lélegan tækjakost á landsbyggðinni Yfirljósmóðir á Suðurlandi gagnrýnir lélegan tækjakost á fæðingardeildum á landsbyggðinni, ekki síst þegar um rafræna vistun gagna er að ræða þegar leita þarf sérfræðiálits hjá læknum á Landsspítalanum. Þá hái léleg tæki starfsemi fæðingardeildarinnar á Selfossi á hverjum degi. 3.2.2021 20:27
Skautað á Stokkseyri á stóru og skemmtilegu svelli Börn og unglingar á Stokkseyri nutu þess um helgina að leika sér á skautum, auk þess sem eldri borgari á staðnum notar svellið til að hjóla á því enda á vel negldum dekkjum. 31.1.2021 20:04
Safnað fyrir nýjum líkbíl á Sauðárkróki Sóknarnefnd Sauðárkrókskirkju safnar nú peningum fyrir nýjum líkbíl en núverandi bíll, sem er rétt um fjörutíu ára er orðinn lúinn og lélegur. 31.1.2021 12:40
Allir út í garð að telja fugla um helgina Fuglavinir eru hvattir til að fylgjast með öllum fuglum sem koma í garðinn þeirra um helgina og skrá niður tegundir og fjölda því Garðfuglahelgi Fuglaverndar stendur nú yfir. Stari og snjótittlingar eru algengastir í görðum landsmanna á þessum tíma árs. 30.1.2021 12:18
Hundar með fjólubláa tungu vekja athygli Hundar með fjólublá tungu eru sjaldgæfir en þó eru nokkrir slíkir hundar hér á landi með þannig tungu, meðal annars Chow Chow hundar. Tegundin er með mjög loðin felld og líkist helst böngsum eða loðnum öpum. 25.1.2021 19:45
Íslendingar sofa allt of lítið „Allt of stór hluti Íslendinga sefur of lítið en þriðjungur þjóðarinnar er að sofa sex tíma á nóttu, sem er allt of lítill svefn,“ segir Erla Björnsdóttir, svefnráðgjafi. Þá sofi börn og unglingar líka allt of lítið. 24.1.2021 12:25
Selfossveitur fengu stóran lottóvinning Brosið af starfsmönnum Selfossveitna fer ekki af þeim þessa dagana því mikið af heitu vatni var að finnast eftir borun í Ósabotnum skammt frá Selfossi. Um er að ræða tuttugu lítra á sekúndu af níutíu og fimm gráðu heitu vatni. 23.1.2021 21:01