Fréttamaður

Magnús Hlynur Hreiðarsson

Magnús Hlynur er fréttamaður á fréttastofu Sýnar. Hann er staðsettur á Selfossi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ánamaðkaverksmiðja í Árborg

Ein milljón ánamaðka frá Austurríki verða fluttir inn til landsins á nýju ári en ánamaðkarnir munu fara til starfa í Árborg við framleiðslu á áburði úr lífrænum úrgangi á bænum Borg.

25 nýir hrútar að störfum – Guðni og Sammi eru þar á meðal

Tuttugu og fimm nýir hrútar hafa tekið til starfa á Sauðfjársæðingastöðvunum á Suðurlandi og Vesturlandi og verða þeir að gefa sæði fram að jólum. Af þeim eru þrettán hyrndir, níu kollóttir, einn feldhrútur, einn forystu hrútur og svo ferhyrndur hrútur.

Sex milljóna króna akstursstyrkjum sagt upp hjá Rangárþingi ytra og Ásahreppi

Byggðasamlagið Oddi, sem rekur grunn- og leikskóla í Rangárþingi ytra, þ.e. á Hellu og á Laugalandi í Holtum hefur sagt upp akstursstyrkjum nokkurra starfsmanna og ætlar sér að spara þannig sex milljónir króna. Um er að ræða tímabundna styrki sem tóku gildi 1 ágúst 2019 og áttu að falla út í lok júlí á næsta ári en falla út fyrr.

Kjaftshögg á Kirkjubæjarklaustri

Sandra Brá Jóhannesdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps segir það kjaftshögg fyrir íbúa sveitarfélagsins að Krónan ætli að loka Kjarvalsverslun sinni á Kirkjubæjarklaustri um áramótin.

Sprenging í útflutningi á íslenskum hestum

Sjaldan eða aldrei hafa eins margir íslenskir hestar verið seldir úr landi eins og það sem af er árinu 2020. Vinsælir stóðhestar eru meðal hesta, sem hafa verið seldir eins og Kveikur frá Stangarlæk og Styrkur frá Leysingjastöðum.

Kvenfélagskonur nýttu nóttina í að baka

Hópur kvenfélagskvenna stendur nú fyrir áheitabakstri eftir að hafa fengið grænt ljós hjá almannavörnum og heilbrigðiseftirlitinu. Bakað er í deilieldhúsinu Eldstæðið í Kópavogi, sem er fullvottað eldhús. Baksturinn hófst klukkan 18:00 í gær og stendur til klukkan 18.:00 í dag. Í takt við tíðarfarið munu Kvenfélagskonur víða um land taka þátt með fjarbakstri heimavið.

Sjá meira