Sleppur við að reyta arfa í Hveragerði í sumar Hann þarf ekki að reyta arfa í Hveragerði sumar, ekki að kantskera, ekki að stinga upp njóla og ekki að sópa gangstéttar. Hér eru við að tala um Pétur Nóa Stefánsson, 16 ára Hvergerðing sem ætlar að spila á launum á orgel og píanó í sumar í Hveragerðiskirkju fyrir gesti og gangandi í stað þess að vera í unglingavinnunni. 20.6.2020 20:26
Flottustu fornbílar landsins á Selfossi í dag „Bíladella 2020“ er sýning á vegum Bifreiðaklúbbs Suðurlands, sem verður haldin í dag en þar verða sýndir um tvö hundruð fornbílar frá klukkan 13:00 til 17:00. 20.6.2020 12:00
Tálgar fugla og rúntar um á rafmagnshlaupahjóli sínu 80 ára gamall „Ég hætti ekkert að tálga fugla á meðan maður vaknar á morgnanna brosandi“, segir Úlfar Sveinbjörnsson, áttræður útskurðarmeistari, sem skera út fugla úr íslensku birki alla daga á Selfossi. Þegar hann er ekki að skera út skellir hann sér á rafmagnshlaupahjólið sitt. 14.6.2020 21:44
Þakkar Íslendingum fyrir að kaupa svona mikið af blómum Sala á afskornum íslenskum blómum hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikil eftir að kórónuveiran kom upp og kom blómabændum skemmtilega á óvart. Rauðar rósir eru alltaf vinsælastar. 14.6.2020 13:03
Íslenskir ferðamenn út um allt í uppsveitum Árnessýslu Mikill hugur er í þeim sem stunda ferðaþjónustu í uppsveitum Árnessýslu við að taka á móti þeim Íslendingum sem ætla að ferðast um svæðið í sumar. 13.6.2020 13:20
„Hver á alla þessa Salem pakka af sígarettum?“ Kvenfélagskonur í Kvenfélaginu Einingu í Holtum í Rangárþingi ytra hafa gengið um 75 kílómetra og tínt rusl. 7.6.2020 20:30
Syngja saman á sautján einbreiðum brúm Laugardaginn 13. júní 2020 verður merkilegur í starfi Kvennakórs Hornafjarðar en þá ætla konurnar í kórnum að syngja á sautján einbreiðum brúm í Austur Skaftafellssýslu, eða frá morgni til kvölds. 7.6.2020 12:11
„Þetta verður bylting fyrir Selfoss“ Framkvæmdir við byggingu nýs miðbæjar á Selfossi ganga vel en þar verða 35 hús á sex hektara svæði. 6.6.2020 19:23
Bændur á Suðurlandi eru byrjaðir að slá Sláttur er hafin hjá bændum á Suðurlandi og lítur vel út með grasspretti og heyfeng í sumar. 5.6.2020 23:34
Reynir Pétur gefur út munnhörpudisk Reynir Pétur á Sólheimum í Grímsnes og Grafningshreppi fagnar því þessa dagana að 35 ár eru liðin frá því að hann gekk hringinn í kringum landið. Reynir stoppar aldrei, því nú er hann að gefa út geisladisk, með munnhörpulögum, sem hann hefur spilað inn á diskinn. 31.5.2020 20:00