Fréttamaður

Magnús Hlynur Hreiðarsson

Magnús Hlynur er fréttamaður á fréttastofu Sýnar. Hann er staðsettur á Selfossi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Nýtt skipulag vegna samfélagsraskana í Árborg

Sveitarfélagið Árborg hefur tekið í gagnið nýtt skipulag vegna samfélagsraskana, sem gætu orðið, t.d. af völdum jarðskjálfta, eldgosa, flóði í Ölfusá, stórra bruna eða hryðjuverkaárásar.

Fjóla Signý er sú eina sem ræktar rófufræ á Íslandi

Íslendingar eru sjálfbærir í rófurækt og munu því alltaf eiga þessa góðu matjurt sama hvað gengur á. Sandvíkur rófufræið er undirstaða ræktunarinnar, sem grænmetisbændur eru nú í óða önn að setja niður.

Styrkleikar Krabbameinsfélagsins í sólarhring á Selfossi

Það fæst engin hvíld frá krabbameini og sá eða sú sem tekst á við krabbamein gerir það allan sólarhringinn. Í ljósi þessa þá verða Styrkleikarnir haldnir í fyrsta skipti á Íslandi í heilan sólarhring um helgina til að styðja við, heiðra eða minnast þeirra, sem hafa fengið krabbamein.

Vilja mislit, sæt og krúttleg lömb

Sauðburður eru nú að hefjast hjá sauðfjárbændum um land allt. Bændur í Ölfusi segja lang skemmtilegast að fá mislit lömb. Af þeim sjö kindum, sem eru bornar hjá þeim erum fimm þrílembdar.

Lilli klifurmús og Mikki refur á Sólheimum

Lilli klifurmús og Mikki refur eru allt í öllu á Sólheimum í Grímsnesi þessa dagana, ásamt öðrum dýrum úr Dýrunum í Hálsaskógi. Mikil stemming er á leikritinu enda standa leikararnir sig eins og hetjur á sviðinu.

Skólameistari í skógrækt – Garðyrkjuskólinn flyst á Selfoss

Skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands er fullur tilhlökkunar að taka við starfsemi eina Garðyrkjuskólana landsins, sem flyst frá Landbúnaðarháskóla Íslands á Selfoss í haust. Hér erum við að tala um Garðyrkjuskólann á Reykjum í Ölfusi.

Farþegaflutningar með Smyril Line til Þorlákshafnar?

Því er nú fagnað í Þorlákshöfn að fimm ár eru nú frá því að fyrsta flutningaskipið á vegum Smyril Line byrjaði að sigla þangað. Síðan þá hafa tvö önnur flutningaskip bæst við og ekki er ólíklegt að farþegaflutningaskip fari að sigla til Þorlákshafnar á vegum Smyril Line, líkt og Norræna gerir til Seyðisfjarðar.

Nýi miðbærinn á Selfossi Svansvottaður

Nýi miðbærinn á Selfossi er fyrsti miðbærinn á Norðurlöndunum, sem fær Svansvottun og er það mjög mikil viðurkenning fyrir þá starfsemi, sem fer þar fram í dag. Miðbærinn er í dag á fimm þúsund og fimm hundruð fermetra svæði en nú fara framkvæmdir að hefjast við annan áfanga, sem verður um átján þúsund fermetrar.

Sjá meira