Fréttamaður

Magnús Hlynur Hreiðarsson

Magnús Hlynur er fréttamaður á fréttastofu Sýnar. Hann er staðsettur á Selfossi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Vel heppnað skuldabréfaútboð Sveitarfélagsins Árborgar

Sveitarfélagið Árborg lauk við að bjóða út skuldabréf á lánamarkaði þann 3. mars síðastliðinn. Skemmst er frá því að segja að vaxtakjörin sem buðust voru 0,9% og eru það betri kjör en sveitarfélögum bjóðast nú hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Á þessum kjörum buðust Árborg nú þrír milljarðar króna, en um var að ræða stækkun skuldabréfaflokksins ARBO 31 GSB.

Ísland verður rampað upp með þúsund römpum

Átaksverkefnið „Römpum upp Ísland“ hófst formlega í dag en tilgangur verkefnisins er að setja upp þúsund rampa um land allt til að auðvelda hreyfihömluðum að komast ferða sinna. Verkefnið kostar um fjögur hundruð milljónir króna og mun taka fjögur ár.

Bjarki prjónar og prjónar í Hveragerði

Prjónaskapur hefur bjargað Bjarka Jónassyni í eirðarleysi sínu í Hveragerði eftir að hann veiktist. Bjarki prjónar sokka, vettlinga, eyrnabönd og lopapeysur eins og engin sé morgundagurinn.

Brákarey í Borgarnesi fær nýtt skipulag

Brákarey í Borgarnesi mun fá nýtt líf með nýju skipulagi en nú er leitað af áhugasömum aðilum til samvinnu við Borgarbyggð um heildarskipulagningu og uppbyggingu eyjunnar. Brákarey er náttúruperla með sterka menningarlega skírskotun til Íslendingasagna og þykir því vel við hæfi að henni verði gert hátt undir höfði.

450 ungmenni á Hvolsvelli á landsmóti Samfés

Um 450 unglingar af öllu landinu eru nú saman komnir á Hvolsvelli á landsmóti Samfés, sem er haldið þar um helgina. Unnið verður í fjölbreyttum smiðjum þar sem markmiðið er að ungmennin taki það sem þau læra með sér heim og miðli reynslu sinni og þekkingu í sinni félagsmiðstöð.

Hefur safnað 20 milljónum með söfnun dósa við vegi

Áttatíu og átta ára bóndi í Rangárvallasýslu hefur safnað 20 milljónum króna á síðustu sautján árum með því að safna dósum með fram vegum. Peningana hefur hann gefið til íþróttafélagsins í sveitinni, svo börnin geti æft íþróttir frítt.

Verktökum gengur illa að skila verkum á réttum tíma

Það gengur verra og verr fyrir verktaka að skila verkum á réttum tíma, sem veldur miklum vandræðum eins og í Sveitarfélaginu Árborg. Bæjarstjórinn segir að gríðarlegur vöxtur verði á Árborgarsvæðinu og víðar á Suðurlandi næstu tuttugu til þrjátíu árin.

Sjá meira