Segir almannavarnir fara offari og opna eigi Grindavík á ný Stefán Kristjánsson, eigandi fiskvinnslunnar Einhamar Seafood, segir aðgerðastjórn almannavarna fara offari í lokunum í Grindavík og að opna eigi bæinn á ný. 21.1.2024 18:59
Pískrað milli þingmanna að hvalveiðar verði færðar milli ráðuneyta Þingmaður Viðreisnar segir pískrað inni í Alþingi um að hvalveiðar verði færðar úr matvælaráðuneytinu yfir í umhverfisráðuneytið. Svandísi verði þannig forðað frá vantrausti í nafni náttúruverndar og um leið fái Sjálfstæðisflokkurinn stjórn á málaflokknum. 21.1.2024 18:17
Aukin átök og hækkandi spennustig í Mið-Austurlöndum Minnst fjórir meðlimir byltingarvarða íranska hersins voru drepnir í loftárás Ísraels á Damaskus, höfuðborgar Sýrlands í morgun. Nokkrir sýrlenskir hermenn voru einnig drepnir í árásinni að sögn íranskra yfirvalda. 20.1.2024 23:43
Kærir mbl til siðanefndar blaðamanna vegna skrifa um flóttamenn María Lilja Þrastardóttir hefur kært mbl til siðanefndar blaðamanna vegna fréttar um kæru á hendur palestínskum mótmælenda fyrir hatursorðræðu. María segir fréttina ekki setta fram af heiðarleika eða hlutleysi og gera saklausum mönnum upp alvarlegar sakir. 20.1.2024 22:43
„Ég er mest feginn að hafa keyrt yfir sprunguna en ekki labbað yfir hana“ Dekkið á vinnubíl Benedikts G. Jónssonar, pípulagningameistara, pompaði niður í holu þegar jörð gaf sig í Grindavík í dag. Benedikt var fljótur að aka upp úr holunni og sakaði engan í atvikinu. 20.1.2024 21:01
Kærir mótmælendur fyrir hatursorðræðu Lögð hefur verið fram kæra á hendur palestínskum mótmælendum á Austurvelli fyrir hatursorðræðu og hótanir í garð gyðinga á samfélagsmiðlum. 20.1.2024 19:40
Fólk aðframkomið af siðferðisþreki haldi sig heima Leikskáldið Tyrfingur Tyrfingsson segist skilja gagnrýni sem leikritið Lúna hefur fengið en er ósammála því að það eigi að taka verkið af dagskrá þó fólk sé ósátt. Syndaselirnir verði líka að eiga sitt leikhús í friði. 20.1.2024 18:44
Leggja fram vantrauststillögu á hendur Svandísi á mánudag Inga Sæland ætlar að leggja fram vantrauststillögu á hendur Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, á mánudag þegar þing kemur aftur saman. 20.1.2024 17:23
Stal fjórum greiðslukortum og tók út 760 þúsund úr hraðbanka Kona var sakfelld í Héraðsdómi Vesturlands í vikunni fyrir að hafa stolið greiðslukortum fjögurra einstaklinga og tekið af kortunum fjárhæðir sem námu um 760 þúsund krónum. 20.1.2024 00:04
Margir Grindvíkingar í óviðunandi húsnæði eða búi við óvissu Innviðaráðherra segir alltof marga Grindvíkinga enn í óviðunandi húsnæði eða búa við óvissu. Stjórnvöld skoði hvernig hægt sé að koma til móts við kröfur um að ríkið kaupi upp húsnæði bæjarbúa þó hann sé ekki tilbúinn að slá af byggð í Grindavík til framtíðar. 19.1.2024 23:12