„Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. nóvember 2025 15:42 Hlédís Maren segir Diljá Mist telja að konur eigi ekki að tjá sig um frjósemi nema þær eigi börn. Aðsend/Vísir/Vilhelm Hledís Maren Guðmundsdóttir segir Diljá Mist Einarsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins, sjálfa vera með forneskjuleg viðhorf til kvenna í kjölfar þess að Diljá gagnrýndi Hlédísi fyrir tal um frjósemisár kvenna og afneitun kveneðlis. Hlédís segir Diljá vera öfgafulla, „dáldið vók“ og hún skilyrði skoðanafrelsi kvenna við frjósemi. Diljá Mist var nýjasti gestur Þórarins Hjartarsonar í hlaðvarpinu Ein pæling en þau ræddu þar um ýmislegt, þar á meðal viðhorf fyrri gestar Þórarins, Hlédísar Marenar, sem sagði að konur ættu ekki að afneita kveneðli sín og nýta sín bestu frjósemisár. Diljá undraðist þessi forneskjulegu viðhorf ungra kvenna í Miðflokknum og hvatti þær til að víkka sjóndeildarhringinn. Þá skammaðist hún Þórarin fyrir að sitja þegjandi undir slíkum yfirlýsingum. „Konur eigi ekki að tjá sig um frjósemi nema þær eigi börn“ Hlédís Maren deildi frétt Vísis um málið á Facebook fyrr í dag og svaraði Diljá þar fullum hálsi. Hún segir þingmanninn stílísera sannleikann. „Ekki hlusta á frjósemiskukkuna. Ekki eignast börn. Ekki tjá ykkur um frjósemi,“ skrifar Hlédís í færslunni. Hlédís Maren svarar Diljá á Facebook. „Látið Diljá Mist um að tjá sig fyrir ykkur. Því Diljá telur að konur eigi ekki að tjá sig um frjósemi nema þær eigi börn. Eins og frjósemismál barnlausra kvenna snerti þær ekki persónulega og samfélagslega. Diljá er alveg sama um það, enda sagði hún þetta í miðri Vitundarvakningarviku Tilveru um ófrjósemi á Íslandi.“ „Á meðan Diljá kallar sjálfa sig unga íhaldskonu svona 50 sinnum í þessum þætti, kallar hún mig Halim Al. Það er heldur skopleg stílisering á sannleikanum,“ segir hún. Konur séu bundnar líffræðilegum þáttum Hlédís segist vilja að konur hafi aukið valfrelsi í lífi sínu og séu meðvitaðar um frjósemismál fyrr en síðar. „Það er fólk eins og Diljá sem taldi mér trú um að það skipti engu máli. Svo fær maður að greiða Livio margar milljónir. Fyndið hvernig það virkar,“ skrifar hún. „Því það er Diljá Mist sem er með forneskjuleg viðhorf til kvenna. Orðræða hennar er jafn regressív og hún er röklaus. Konur eru bundnar líffræðilegum þáttum sem skilyrða kveneðli. Meðal annars frjósemi. Það er ekki félagsfræði.“ „Langar Sjálfstæðisflokkinn ekkert að hætta því?“ Hledís segir það ansi skakka hugmyndafræði að ætla að skilyrða skoðanafrelsi kvenna við frjósemi þeirra. „Slík sjálfsmyndarpólitík er auðvitað grunnurinn af vók-hugmyndafræðinni sem ég hef gagnrýnt undanfarið. Eflaust hefur það farið illa í Diljá Mist sem er gjarnan dáldið vók. Langar Sjálfstæðisflokkinn ekkert að hætta því?“ spyr Hlédís. „Diljá reynir hvað hún getur að mála mig upp sem öfgafulla. Það er hún sem er öfgafull og afvegaleidd. Hún segir þáttastjórnanda að konan hans ætti að lemja hann fyrir það eitt að hlusta á mig tala. Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka. Við gerum æðri kröfur til hennar stéttar,“ skrifar hún að lokum. Sjálfstæðisflokkurinn Samfélagsmiðlar Jafnréttismál Frjósemi Börn og uppeldi Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Sjá meira
Diljá Mist var nýjasti gestur Þórarins Hjartarsonar í hlaðvarpinu Ein pæling en þau ræddu þar um ýmislegt, þar á meðal viðhorf fyrri gestar Þórarins, Hlédísar Marenar, sem sagði að konur ættu ekki að afneita kveneðli sín og nýta sín bestu frjósemisár. Diljá undraðist þessi forneskjulegu viðhorf ungra kvenna í Miðflokknum og hvatti þær til að víkka sjóndeildarhringinn. Þá skammaðist hún Þórarin fyrir að sitja þegjandi undir slíkum yfirlýsingum. „Konur eigi ekki að tjá sig um frjósemi nema þær eigi börn“ Hlédís Maren deildi frétt Vísis um málið á Facebook fyrr í dag og svaraði Diljá þar fullum hálsi. Hún segir þingmanninn stílísera sannleikann. „Ekki hlusta á frjósemiskukkuna. Ekki eignast börn. Ekki tjá ykkur um frjósemi,“ skrifar Hlédís í færslunni. Hlédís Maren svarar Diljá á Facebook. „Látið Diljá Mist um að tjá sig fyrir ykkur. Því Diljá telur að konur eigi ekki að tjá sig um frjósemi nema þær eigi börn. Eins og frjósemismál barnlausra kvenna snerti þær ekki persónulega og samfélagslega. Diljá er alveg sama um það, enda sagði hún þetta í miðri Vitundarvakningarviku Tilveru um ófrjósemi á Íslandi.“ „Á meðan Diljá kallar sjálfa sig unga íhaldskonu svona 50 sinnum í þessum þætti, kallar hún mig Halim Al. Það er heldur skopleg stílisering á sannleikanum,“ segir hún. Konur séu bundnar líffræðilegum þáttum Hlédís segist vilja að konur hafi aukið valfrelsi í lífi sínu og séu meðvitaðar um frjósemismál fyrr en síðar. „Það er fólk eins og Diljá sem taldi mér trú um að það skipti engu máli. Svo fær maður að greiða Livio margar milljónir. Fyndið hvernig það virkar,“ skrifar hún. „Því það er Diljá Mist sem er með forneskjuleg viðhorf til kvenna. Orðræða hennar er jafn regressív og hún er röklaus. Konur eru bundnar líffræðilegum þáttum sem skilyrða kveneðli. Meðal annars frjósemi. Það er ekki félagsfræði.“ „Langar Sjálfstæðisflokkinn ekkert að hætta því?“ Hledís segir það ansi skakka hugmyndafræði að ætla að skilyrða skoðanafrelsi kvenna við frjósemi þeirra. „Slík sjálfsmyndarpólitík er auðvitað grunnurinn af vók-hugmyndafræðinni sem ég hef gagnrýnt undanfarið. Eflaust hefur það farið illa í Diljá Mist sem er gjarnan dáldið vók. Langar Sjálfstæðisflokkinn ekkert að hætta því?“ spyr Hlédís. „Diljá reynir hvað hún getur að mála mig upp sem öfgafulla. Það er hún sem er öfgafull og afvegaleidd. Hún segir þáttastjórnanda að konan hans ætti að lemja hann fyrir það eitt að hlusta á mig tala. Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka. Við gerum æðri kröfur til hennar stéttar,“ skrifar hún að lokum.
Sjálfstæðisflokkurinn Samfélagsmiðlar Jafnréttismál Frjósemi Börn og uppeldi Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Sjá meira