Fréttamaður

Magnús Jochum Pálsson

Magnús er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Takk Hreyfill frá Vorsa­bæ“

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fagnar því að ástarfundur þeirra Gleði og Hreyfils hafi borið árangur og bíður spenntur eftir afkvæminu sem verður kastað í vor, hvort sem það verður hryssa eða foli.

Djöfullinn klæðist Prada á ný

Meryl Streep mun bregða sér aftur í hlutverk tískuritstjórans Miröndu Priestly í framhaldi rómantísku-gamanmyndarinnar frá 2006 um djöfulinn sem klæðist Prada. Framhaldið kemur í maí 2026 og munu allar aðalpersónurnar snúa aftur auk nýrra andlita.

Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug

Þrettán hugmyndaríkir unglingar taka yfir Laugardalslaug í vikunni til að sýna leiksýninguna Pöddupanik sem fjallar um tvær óvinafjölskyldur sem koma saman í skordýrabrúðkaupi Blængs Vængssonar og Fjútífjú Skröltnes.

„Þetta kom mér jafn­mikið á ó­vart eins og öðrum“

Konráð Eggertsson lærði að prjóna í fyrrasumar, þá 81 árs gamall, og hefur ekki hætt síðan. Fyrst prjónaði hann peysu á sig, síðan á syni sína tvo og næst eru það dæturnar. Prjónaskapurinn hafi komið honum sjálfum og allri fjölskyldunni á óvart.

Á­rásar­maðurinn ölvaður Ís­lendingur

Maður sem réðist á rútubílstjóra í miðborg Reykjavíkur um miðnætti í nótt er Íslendingur og var farþegi rútunnar. Aðrir farþegar héldu manninum, sem var orðinn ölvaður, niðri þar til lögregla kom á vettvang og handtók hann. Rútubílstjórinn var fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar.

Skýjað og skúrir en ekki of kalt

Lægðin sem stýrði veðrinu við Ísland í gær er komin til Norður-Noregs en drag frá henni hafi þó enn áhrif. Von er á fremur hægri breytilegri átt og það verður skýjað að mestu með skúrum eða rigningu. Fyrir vestan verður þurrt og jafnvel sól.

Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði

Formaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) segir Írani hafa bolmagn til að hefja auðgun úrans að nýju, fyrir mögulega kjarnorkusprengju, á „nokkrum mánuðum“ og að kjarnorkuinnviðir landsins séu ekki eins eyðilagðir og Bandaríkjamenn hafa haldið fram.

Sjá meira