Kelis hristir mjólkurhristingana ei meir fyrir Murray Ástarsambandi Hollywood-leikarans Bill Murray og söngkonunnar Kelis er lokið eftir aðeins tvo mánuði. 25.8.2023 23:52
Hitinn farið yfir 25 stig í júní, júlí og ágúst Hitinn náði 26 stigum á Torfum í Eyjafirði í dag sem þýðir að hiti hefur farið yfir 25 stig alla sumarmánuðina þrjá. Það hefur ekki gerst oft. 25.8.2023 23:00
Pósthúsafgreiðslu í Bolungarvík lokað Pósthúsafgreiðsla í Bolungarvík lokar frá og með 1. september næstkomandi. Þjónustupósthús Bolungarvíkur verður Pósthúsið á Ísafirði. Þá verður áfram póstþjónusta en hún verður með breyttu sniði. 25.8.2023 22:20
Sparnaðartillögur ríkisstjórnarinnar séu í raun gjaldahækkanir Formaður Miðflokksins segir lítið að frétta í sautján milljarða sparnaðaraðgerðum ríkisstjórnarinnar sem sé nýbúin að auka útgjöld um 193 milljarða. Hann furðar sig á afstöðu fjármálaráðherra til verðbólgu og segir enga ríkisstjórn hafa aukið útgjöld jafn mikið. 25.8.2023 21:17
Flugriti flugvélar Prígósjíns fundinn Flugriti flugvélarinnar sem fórst nærri Moskvu á miðvikudag hefur verið fundinn auk líkamsleifa þeirra tíu sem voru um borð. Jevgení Prígosjín, leiðtogi Wagner-hópsins, var á farþegalista flugvélarinnar auk undirmanna sinna og áhafnarmeðlima flugvélarinnar. 25.8.2023 19:42
Félagasamstæða Bláa lónsins endurskipulögð og stefnt á markað Á fundi hluthafa í Bláa lóninu hf. í dag var samþykkt að stofna sérstakt eignarhaldsfélag utan um samstæðu félagsins. Nýja eignarhaldsfélagið mun bera nafnið Bláa Lónið hf. og er stefnt að skráningu félagsins á markað vorið 2024. 25.8.2023 18:40
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fjöllum við um hagræðingaraðgerðir í ríkisrekstri sem fjármálaráðherra kynnti í dag, en meðal þeirra eru uppsagnir hjá hinu opinbera. Við heyrum frá ráðherra og leitum viðbragða í beinni útsendingu. 25.8.2023 18:20
Guðbjörg Sveinsdóttir sæmd orðu Florence Nightingale Geðhjúkrunarfræðingurinn Guðbjörg Sveinsdóttir hefur verið sæmd Florence Nightingale-heiðursorðinni, æðsta alþjóðlega heiðri sem hjúkrunarfræðingi getur hlotnast. 25.8.2023 17:35
Leggja til sameiningu Reykjavíkur og Malmö Heimdellingar leggja til að Reykjavík verði færð undir Malmö í sameinuðu sveitarfélagi Malmövíkur. Þannig megi bæta fjárhag borgarinnar. 22.8.2023 14:42
Á ferð með mömmu tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Kvikmyndin Á ferð með mömmu sem kom út í fyrra í leikstjórn Hilmars Oddssonar hefur verið tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2023. 22.8.2023 11:24