Hlýtt og bjart á Vesturlandi en skýjað annars staðar Norðaustlæg eða breytileg átt í dag, víða gola eða kaldi en strekkingur við suðausturströndina. Skýjað að mestu og sums staðar dálítil væta, en bjartara veður á Vesturlandi. Hiti á bilinu átta til sautján stig. 29.7.2023 08:32
Tilkynnt um grunsamlega menn með hnífa Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í nótt. Tilkynningar bárust um grunsamlegar mannaferðir víða um bæinn, þar á meðal tilkynning um grunsamlega menn með hnífa. Þá var mikið af ölvunartengdum málum og nokkur slagsmál. 29.7.2023 08:09
Tveir kröftugir skjálftar í Bárðarbungu Tveir kröftugir skjálftar mældust í Bárðarbungu skömmu fyrir miðnætti í gær. 29.7.2023 07:29
Týndur áhrifavaldur fannst sundurlimaður í ferðatösku Líkamsleifar manns fundust sundurlimaðar í rauðri ferðatösku í bænum Ingeniero Budge í Buenos Aires-héraði um helgina. Argentínska lögreglan hefur hafið morðrannsókn í málinu. 28.7.2023 12:26
Nicki Minaj og Snoop Dogg mögulegar drápsvélar í skotleik Rappararnir Snoop Dogg og Nicki Minaj bætast við sem karakterar í nýjustu seríu tölvuleikjanna Call of Duty: Modern Warfare II og Call of Duty: Warzone 2. 28.7.2023 09:35
Fyrsta konan tekin af lífi í Singapúr í nítján ár Kona sem hlaut dauðarefsingu og var hengd í Singapúr í dag er fyrsta konan sem er tekin af lífi þar í landi í næstum tuttugu ár. Landið er með eina hörðustu vímuefnalöggjöf í heimi og beitir dauðarefsingunni óspart. 28.7.2023 08:07
Áfram sumar og sól í dag Það verður áfram bjart og hlýtt í suðvesturfjórðungi landsins, en norðan- og austanlands verður áfram skýjað og lítilsháttar væta. Það verður norðaustlæg átt og strekkingur á norðvestanverðu landinu og með suðausturströndinni. 28.7.2023 07:19
Starfaði ekki með börnum innan Samtakanna ’78 Stjórn Samtakanna ’78 áréttar að einstaklingur sem er til rannsóknar hjá lögreglu vegna kynferðislegrar misnotkunar á börnum hefur aldrei unnið sjálfboðaliðastörf með börnum eða ungmennum innan samtakanna. Þá er viðkomandi ekki lengur á sjálfboðaliðskrá þeirra. 28.7.2023 06:50
Óvæntur brimbrettakappi og úrræðagóður lyklalaus íbúi Nokkuð var um ölvaða einstaklinga sem voru til vandræða í miðborginni í gær samkvæmt dagbók lögreglu. Þá voru nokkrir ökumenn handteknir fyrir að aka undir áhrifum áfengis og fíkniefna. En lögreglan stóð líka í nokkrum óvenjulegum málum. 28.7.2023 06:33
Kveikti í sér til að mótmæla ofríki kvikmyndarisa Áhættuleikarinn Mike Massa kveikti í sér á fjöldafundi SAG-AFTRA, verkalýðsfélagi starfsfólks í bandarísku sjónvarpi og útvarpi, til að mótmæla ofríki kvikmyndastúdíóa. Umfangsmestu verkföll í Hollywood í áratugi standa nú yfir. 27.7.2023 11:10