„Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Ragnar Þór Ingólfsson, frambjóðandi Flokks fólksins, segir ríkisstjórnarflokkana ekki bera höfuðábyrgð á stöðu verðbólgunnar heldur þá sem hafa verið við stjórn í Reykjavíkurborg. Húsnæðisskortur sé rót verðbólguvandans og verði ekki leystur nema með því að brjóta nýtt land. 2.11.2024 17:22
„Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Jón Gnarr segir „útlendingavandann“ minna um margt á gamla „unglingavandann“. Hvort tveggja byggist á fordómum og ranghugmyndum frekar en staðreyndum. Ekki eigi að kenna ákveðnum hópum um úrræðaleysi stjórnvalda og endurtaka þannig gömul mistök. 2.11.2024 13:50
Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins Kemi Badenoch var kjörin nýr leiðtogi Íhaldsflokksins í dag. Hún er fyrsta hörundsdökka konan til að gegna þessu hlutverki. 2.11.2024 12:10
Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Formaður hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk segir Framsóknarflokkinn hafa innleitt mannfjandsamlegustu stefnu í málefnum flóttafólks frá seinni heimsstyrjöld. Ekkert við framferði flokksins síðustu ár gefi til kynna að hann standi fyrir mannúð þrátt fyrir orð formannsins um annað. 2.11.2024 10:57
Faðir Dags gagnrýnir Kristrúnu: „Dagur veginn og metinn og léttvægur fundinn“ Eggert Gunnarsson, dýralæknir og faðir Dags B. Eggertssonar, hefur látið í ljós óánægju sína með orð Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, þess efnis að Dagur sé aukaleikari og ekki ráðherraefni flokksins. 30.10.2024 23:25
Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Ástralski slúðurmiðillinn Now to Love segir Friðrik Danakonung hafa daðrað við Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, utanríkisráðherra Íslands, á kvöldverði til heiðurs Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, í byrjun mánaðar 30.10.2024 22:25
„Flokkarnir urðu skíthræddir“ Græningjar eru hættir við að bjóða fram í alþingiskosningum 30. nóvember næstkomandi. Formaður flokksins segir innkomu Græningja hafa hrætt hina flokkana og haft áhrif á lista þeirra. Flokkurinn muni bjóða fram í næstu alþingiskosningum. 30.10.2024 19:56
Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðræðum Samkaupa og Skeljar fasteignarfélags um samruna Samkaupa og dótturfélaga Skeljar, Heimkaupa og Orkunnar, hefur verið slitið. Áhyggjur af yfirstandandi rannsókn ESA á Skel hafi haft áhrif á slitin. 30.10.2024 18:24
Þjónusturof hjá fötluðum börnum og hamfaraflóð á Spáni Fjögurra ára drengir með fötlun fá ekki lögbundna þjónustu meðan verkfall kennara stendur yfir. Mæður þeirra segja rof á þjónustu hafa áhrif á þroska barnanna. Rætt verður við þær í kvöldfréttum Stöðvar 2. 30.10.2024 18:02
„Þau hlæja að þessum fíflagangi en mér er dauðans alvara“ Græna jólatertan frá Myllunni kann að virðast ósköp venjuleg brún lagkaka með hvítu kremi en fyrir stórum hópi Íslendinga er hún svo miklu meira en það. Stærsti aðdáandi jólatertunnar frystir hana í tugatali til að geta borðað hana árið um kring og hefur jafnvel ferðast með hana til útlanda. 28.10.2024 08:32