Fréttamaður

Margrét Björk Jónsdóttir

Margrét Björk er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Eignaðist barn 14 ára: „Ég hafði misst röddina og hugrekkið til að tjá mig“

Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, var aðeins fjórtán ára gömul þegar hún eignaðist sitt fyrsta barn. Hún hélt óléttunni leyndri í tæpa sjö mánuði og segist ekki hafa haft neinn þroska til að ráða við aðstæðurnar. Í dag sé hún þakklát fyrir að hún og sonur hennar hafi komist í gegnum þetta lifandi. 

Kerfi liggja niðri og kvöld­fréttir fara ekki í loftið

Kvöldfréttatími Stöðvar 2 fer ekki í loftið þetta þriðjudagskvöld vegna afleiðinga rafmagnsleysis. Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur varð háspennubilun sem olli rafmagnsleysi á Suðurlandsbraut og Faxafeni. Rafmagninu sló út um klukkan 18 og var rafmagnslaust í um það bil einn og hálfan tíma. Rafmagnsleysið olli bilunum í tæknikerfum hjá Sýn sem valda því að ekki er hægt að senda fréttatímann út.

Slegin eftir um­fjöllun Kompáss og kallar eftir reglu­gerð ráð­herra

 Formaður velferðarnefndar Alþingis hefur sent Willum Þór Þórssyni, heilbrigðisráðherra, skriflega fyrirspurn um hvort hann hyggist skrifa reglugerð um notkun fylliefna og efna til að leysa upp fylliefnin. Hún segist slegin vegna þess sem fram kom í umfjöllun Kompáss í gær. 

Mis­munandi við­brögð við raf­magns­leysinu

Starfsfólk veitingastaða og hótela á Suðurlandsbraut þurfti að hugsa hratt nú um kvöldmatarleytið vegna rafmagnsleysis í kjölfar bilunar á háspennustreng. Þannig fengu gestir eins hótels við götuna fría drykki vegna ástandsins.

Tafir á Kvöldfréttum Stöðvar 2 vegna rafmagnsleysis

Fréttatími Stöðvar 2 fer ekki í loftið á réttum tíma vegna rafmagnsleysis, eftir bilun í háspennustreng. Rafmagnsleysið hefur áhrif á útsendingar Stöðvar 2, Bylgjunnar og útvarpsstöðva sem hafa starfsemi á Suðurlandsbraut. 

Hættu­­legasti staðurinn á Litla Hrauni brátt úr sögunni

Alræmt torg á Litla Hrauni þar sem fangar úr öllum áttum geta rekist á hvorn annan, heyrir brátt sögunni til. Fangelsismálastjóri segir um að ræða hættulegasta staðinn innan fangelsissvæðins þar sem mjög oft komi til átaka. 

Aug­ljóst að ætlunin hafi verið að varpa sprengju í sam­fé­laginu

Eva Hauksdóttir lögmaður og Alexandra Briem borgarfulltrúi, ræddu umdeilda kynfræðslu í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þær voru sammála um að ákveðið menningarstríð væri í gangi. Alexandra sagði augljóst að þeir sem væru á móti fræðslunni hefðu viljandi farið í stórar aðgerðir sem myndu varpa sprengju í samfélaginu.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar er rætt við Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóra Voga. Hann segir sveitarfélagið ekki útiloka mögulega sameiningu við neinn.

Sjá meira