Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Talskona Stígamóta segir meðferð heimilisofbeldismála allt of handahófskennda innan dómskerfis og því sé tiltrú brotaþola á kerfinu ekki mikil. Brotaþolar sækja sér því mögulega réttlæti með öðrum hætti, til dæmis með því að berskjalda sig opinberlega með birtingu sönnunargagna og frásögn. 26.3.2025 19:35
„Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Formaður Samtaka smærri útgerða segir fyrirhugaða hækkun á veiðigjaldi reiðarslag fyrir landsbyggðina. Fram undan séu kjarasamningsviðræður við sjómenn á smábátum en hækkunin muni hafa það með í för með sér að ekkert verði til skiptanna. Atvinnuvegaráðherra segir orðræðu um uppsagnir fráleitar. 26.3.2025 12:46
Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Kona sem varð fyrir grófu ofbeldi í nánu sambandi er sár og reið út í dómskerfið þar sem gerandi hennar gengur laus vegna skilorðsbundins dóms. Í fréttinni munum við birta myndefni úr öryggismyndavél sem fangaði ofbeldið og vörum um leið við því. Konan vill stíga fram og sýna umheiminum hvernig heimilisofbeldi getur litið út, það sé lífshættulegt. 25.3.2025 19:40
„Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Almannavarnir þurfa að vera undir það búnar að gosvirkni færist á milli eldstöðvakerfa á Reykjanesi. Þetta segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands. Hann telur líklegt að séum við í stödd í miðjum lokakaflanum í yfirstandandi eldgosahrinu við Svartsengi. 24.3.2025 22:47
Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp sem falið verður að yfirfara lög um nálgunarbann og nýtingu ökklabands til að auka öryggi brotaþola. Hún segir umsáturseinelti mun útbreiddara vandamál en fólk almennt geri sér grein fyrir og hún vill gefa kerfinu tæki og tól til að taka fast á þeim. Á síðasta ári voru 79 beiðnir um nálgunarbann lagðar fram. 24.3.2025 19:36
Gerendur nýti „allar mögulegar leiðir“ Rúmlega hundrað leituðu sér aðstoðar hjá Bjarkarhlíð á síðasta ári vegna umsáturseineltis og 159 vegna stafræns ofbeldis. Jenný Kristín Valberg, teymisstýra hjá Bjarkarhlíð, segir að með aukinni tæknivæðingu hafi fleiri möguleikar opnast til að meiða. Þetta sé veruleiki sem systursamtök úti í heimi segja að sé að stigmagnast. 19.3.2025 19:18
„Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Íbúi í Grindavík og formaður hollvinasamtaka um framtíðaruppbyggingu í bænum varð fyrir vonbrigðum með þær breytingar ríkisstjórnin mun gera á stuðningsaðgerðum við Grindvíkinga. Breytingarnar geri endurreisnarstarfið mun erfiðara og þyngra. 19.3.2025 13:15
Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Aðstandendur íbúa á hjúkrunarheimilinu Sóltúni hafa áhyggjur af því að heimilisfólkið verði fyrir óþægindum þegar farið verður í að stækka bygginguna. Forstjóri Sóltúns segir æpandi þörf eftir fleiri rýmum. 15.3.2025 23:24
Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Elísabet Ósk Maríusdóttir, lögreglumaður í samfélagslöggæslu, segir lögreglu síðustu ár hafa orðið vör við aukið ofbeldi meðal barna. Gerendur ráðist á jafnaldra sína oft án tilefnis. Foreldrar í Breiðholti hafa kallað eftir því að brugðist verði við ástandinu í hverfinu, en þó sagt jákvætt að lögregla hafi aukið samfélagslöggæslu í Breiðholti. 13.3.2025 21:00
Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Heilbrigðisráðherra segir brýnt að stytta bið fyrir börn og því hún ákveðið að styðja við Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins sem styður við börn með offitu. Hún hyggst skipa starfshóp sem er falið að kortleggja nýjar áskoranir í lýðheilsu barna. 13.3.2025 11:46