Telur rétt að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort lögbrot hafi verið framið Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata telur einboðið að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort þingmenn hafi brotið gegn 128. gr. almennra hegningarlaga, sem fjalla um brot í opinberu starfi, með meintum hrossakaupum þingmanna með sendiherraembætti en fullyrðingar þess efnis náðust á "Klaustursupptökunum“ svokölluðu. 2.12.2018 12:27
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins: „Þetta er einhver lágkúrulegasta tilraun til yfirklórs sem ég hef orðið vitni að“ Gunnar Gíslason þykir ekki mikið til orðræðu sexmenninganna í Klaustursupptökunum koma. 2.12.2018 11:41
Gefið að sök að hafa mútað blaðamönnum til að fjalla um sig í jákvæðu ljósi Lögregluyfirvöld í Ísrael fara fram á að forsætisráðherrahjónin Benjamin og Sara Netanyahu verði ákærð fyrir spillingu. 2.12.2018 10:52
Þjóðarleiðtogar Bandaríkjanna og Kína semja um „vopnahlé“ í tollastríði Skömmu fyrir leiðtogafundinn hafði Bandaríkjaforseti í frammi miklar yfirlýsingar um innleiðingu nýrra verndartolla en leiðtogarnir sömdu um "vopnahlé“ í tollastríðinu. 2.12.2018 09:44
Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2018 voru tilkynntar í dag við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum. Verðlaun eru veitt í þremur flokkum; Fræðibækur og rit almenns eðlis, barna-og ungmennabókmenntir og fagurbókmenntir. 1.12.2018 17:30
„Ömurlegt að horfa upp á tilraunir þeirra til réttlætingar“ Albertína Friðbjörg þingkona Samfylkingarinnar opnar sig um Klaustursupptökurnar svokölluðu. 1.12.2018 17:04
Áslaug Arna: „Öllum leið illa“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi komið henni á óvart hversu gróft og persónulegt baktal þingmannahópsins var. 1.12.2018 15:26
Ólafur: „Ég óttast að ákvörðun stjórnarinnar muni eftir á að hyggja þykja illa ígrunduð“ Ólafur Ísleifsson hyggst starfa áfram sem óháður þingmaður á Alþingi. 1.12.2018 14:39
„Svo kom þessi bjarti dagur sem sýndi að fólk var stórhuga þrátt fyrir erfiðar ytri aðstæður“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að hundrað ára fullveldi Íslands gefi Íslendingum tækifæri til að velta því fyrir sér hver þeir vilji vera. 1.12.2018 13:07
Bæjarstjóranum ekki borist nein afsökunarbeiðni Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum hefur ekki fengið neina afsökunarbeiðni vegna hinna svokölluðu Klaustursupptaka. 1.12.2018 12:14