Dæmi um að fólk hafi hætt við sýnatöku á Suðurlandsbrautinni vegna sóttkvíða Dæmi eru um að fólk sem hugði á sýnatöku hefði skyndilega hætt við vegna sóttkvíða og ekki litist á aðstæður á Suðurlandsbrautinni. Rúmlega þrjú þúsund manns fóru í sýnatöku þar í fyrradag. 24.9.2020 10:36
Biðlar til fólks sem er einkennalaust í sóttkví að hætta að „hamast við að komast í sýnatöku“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að fólk með einkenni séu í algjörum forgangi, mikilvægt sé að finna sýkta einstaklinga sem allra fyrst og koma þeim í einangrun. Það sé lykilatriði til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar. 23.9.2020 15:14
Grípa til aðgerða vegna fjölda smita í Stykkishólmi Sjö eru nú í einangrun með kórónuveiruna í Stykkishólmi en á Vesturlandi öllu eru ellefu með veiruna. Alls voru 18 í sóttkví í Stykkishólmi í gær en búist er við töluverðri fjölgun fólks í sóttkví eftir því sem störfum smitrakningarteymis vindur fram í dag. Umfangsmeiri skimun er í nú í undirbúningi í Stykkishólmi. 23.9.2020 12:23
Biðlar til fólks að takmarka eins og mögulegt er hverja það hittir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir fjölda kórónuveirusmita innanlands í gær á pari við það sem hann bjóst við. 23.9.2020 11:54
Alls 320 grunnskólanemar í sóttkví á höfuðborgarsvæðinu Skóla- og frístundasvið hefur ekki farið varhluta af kórónuveirufaraldrinum sem geisar en í skriflegu svari frá Helga Grímssyni, formanni skóla- og frístundasviðs kemur fram að 320 nemendur og 43 starfsmenn í alls fimm grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu hafi verið í sóttkví í gær vegna kórónuveirusmits sem kom upp í skólunum. 23.9.2020 11:01
Afkastamiklir bókaþjófar stálu bókum að andvirði hálfs milljarðs króna Lögreglan í Lundúnum greindi frá því í yfirlýsingu í dag að um tvö hundruð afar verðmætar bækur, sem hafði verið stolið í Bretlandi árið 2017, hefðu fundist í verksmiðju í Rúmeníu á miðvikudag við húsleit lögreglu. Þjófarnir höfðu komið þeim fyrir undir gólffjölum verksmiðjunnar. 18.9.2020 18:07
Stefnir í stálheiðarlegt slagviðri á sunnudag og snjókomu í kjölfarið Síðla sunnudags snýst í suðvestan eða vestan 15-25 m/s með vindhviðum yfir 40 m/s. Mikilli rigningu er spáð á öllu vestan-og sunnanverðu landinu. 18.9.2020 15:54
Allir sem fóru í ræktina á Akranesi þurfa að fara í sóttkví Einstaklingur sem greindist með kórónuveiruna á Akranesi hafði stundað líkamsrækt í líkamsræktarsalnum á Jaðarbökkum þriðjudaginn 15. september. Af þeim sökum þurfa allir þeir sem fóru í ræktina sama dag að fara í sóttkví. 18.9.2020 14:54
„Mikil stuðningsyfirlýsing við félagið frá þjóðinni“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist útboð félagsins hafa gengið vonum framar. 18.9.2020 10:51
Fluttur með sjúkraflugi suður eftir alvarlegt slys í Önundarfirði Alvarlegt slys varð í spennistöð Orkubús Vestfjarða á fjórða tímanum í dag. Einn var fluttur slasaður með sjúkrabíl til Ísafjarðar en var skömmu síðar fluttur með sjúkraflugi Mýflugs suður til Reykjavíkur. Straumleysi varð í Önundarfirði eftir að slysið varð og er verið að skoða aðstæður. 17.9.2020 17:33