Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar Íbúar í Langholtshverfi í Laugardal í Reykjavík hafa áhyggjur af fyrirhuguðum framkvæmdum vegna Sundabrautar og tengingu við Holtaveg. Formaður íbúaráðs segir Vegagerðina hafa hlaupið á sig með yfirlýsingu um að brú væri fýsilegri kostur en göng, hún hafi tekið sér vald sem hún hafi ekki. Íbúar í hverfinu hafi oft upplifað sig hornreka vegna framkvæmdanna. 12.10.2025 16:01
Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Bílaeigandi sem lét skipta um rúðu í bíl sínum segir verkstæðið hafa okrað á sér og hækkað verð að tilefnislausu. Framkvæmdastjóri segir það af og frá, farið sé eftir föstum verðlista sem ákveðinn sé í samráði við tryggingafyrirtæki. Formaður Neytendasamtakanna segir um skrítnar eftiráskýringar að ræða, fyrirtækið eigi að bera hallann af því ef um mistök sé að ræða. 11.10.2025 14:00
Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Eigandi ferðaþjónustufyrirtækjanna Glacier Ventures og Glacier Heli vill að nýtt flugfélag Glacier Airlines hefji flug til og frá Íslandi næsta sumar. Hann segir um að ræða rekstrarmódel þar sem einblínt verður á erlenda ferðamenn og pakkaferðir en ekki að selja Íslendingum flugferðir. 10.10.2025 15:01
Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Nóbelsnefndin sannaði með vali sínu á friðarverðlaunahafa Nóbels að hún setur pólitík ofar friði. Þetta segir samskiptastjóri Hvíta hússins í yfirlýsingu vegna vals á friðarverðlaunahafa Nóbels en Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur horft hýru auga til verðlaunanna í þó nokkurn tíma. 10.10.2025 11:26
Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi segist hafa fengið líflátshótun átján mínútum eftir að hafa grínast með það á samfélagsmiðlum að Magga Stína væri búin að tryggja frið á Gasa. Hann segir dæmið sýna að móðgunargirni hafi orðið að dyggð í því sem hann kallar „vókíska menningu vinstrimanna.“ 10.10.2025 11:01
Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Vegagerðin telur að markmið um bættar samgöngur fyrir alla ferðamáta með lagningu Sundabrautar náist að mestu með því að byggja brú yfir Kleppsvík, jarðgöng nái síður að uppfylla þau markmið, þau útiloki samgöngumöguleika hjólandi og gangandi. Í undirbúningi séu opnir kynningarfundir vegna væntanlegrar umhverfismatsskýrslu um brautina, sem von er á í samráðsgátt Skipulagsstofnunar í næstu viku. 9.10.2025 15:48
Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Hvort vörubílstjóri Samskipa hafi dottað við akstur í gegnum Selfoss aðfaranótt þriðjudags er meðal þess sem lögregla hefur til skoðunar við rannsókn sína. Upplýsingafulltrúi Samskipa segir óhappið mjög slæmt en sem betur fer ekki algengt og verði tekið til skoðunar. 9.10.2025 15:32
Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Dagur landbúnaðarins er málþing sem Bændasamtökin og Samtök fyrirtækja í landbúnaði (SAFL) halda árlega. Markmið málþingsins er að vekja athygli á landbúnaðarmálum og skapa vettvang fyrir uppbyggilegar umræður milli fólks, framleiðenda og hagaðila í landbúnaði. Hægt er að fylgjast með því í beinni á Vísi. 9.10.2025 14:31
Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Tilfinningar báru íbúa ofurliði og víða mátti sjá tár á hvarmi á Gasa þar sem margir trúðu ekki eigin eyrum þegar fregnir bárust af því að friðarsamkomulag á milli Hamas og Ísrael væri í höfn. Hið sama var uppi á teningnum í Ísrael þar sem margir ættingjar hafa óttast um örlög gísla sem hafa verið í haldi Hamas síðustu tvö ár. Myndir má sjá neðst í fréttinni. 9.10.2025 11:07
Leit að meintum brennuvargi engu skilað Leit lögreglu á Suðurlandi að meintum brennuvargi á Selfossi hefur engu skilað. Rannsókn lögreglunnar á endurteknum eldsvoða í fjölbýlishúsi á Selfossi í lok september er í fullum gangi og rannsakað sem íkveikjur. Íbúar hafa sagst dauðhræddir um líf sitt og heilsu. 9.10.2025 10:26