Fréttamaður

Oddur Ævar Gunnarsson

Oddur Ævar er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hvetja neyt­endur til að vera á varð­bergi eftir ára­mót

Viðbrögð olíufélaganna við breytingum á bifreiðagjöldum um áramótin eru prófsteinn á samkeppni á eldsneytismarkaðnum. Þetta segir Samkeppniseftirlitið sem segir það algera lágmarkskröfu að lækkun eldsneytis samsvari að fullu lækkun hinna opinberu gjalda og hvetur viðskiptavini til að vera á varðbergi.

Kimmel á­varpar bresku þjóðina: Frá­bært ár fyrir fas­isma

Bandaríski spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel mun ávarpa bresku þjóðina í árlegu hátíðarávarpi sem sýnt er á Channel 4 sjónvarpsstöðinni. Þar mun hann rifja upp árið sem er að líða og þegar þáttur hans var tekinn af dagskrá um stund.

Frosti og Arn­þrúður fá styrki

Úthlutunarnefnd um úthlutun rekstrarstuðnings til einkarekinna fjölmiðla hefur lokið störfum í ár. Fá alls 28 fjölmiðlar 550 milljónir króna sem deilt er þeirra á milli en líkt og á síðasta ári hljóta Árvakur og Sýn hæstu styrkina, um 104 milljónir króna hvort fyrirtækið en Sameinaða útgáfufyrirtækið sem gefur út Heimildina og Mannlíf er í þriðja sæti, fær tæpar 78 milljónir.

Þriðja stigs krabba­meinið það besta sem kom fyrir hann

Bandaríska Dawson's Creek stjarnan James Van Der Beek segist vera einkar þakklátur fyrir lífið þrátt fyrir að árið hafi leikið hann grátt. Hann greindist árið 2023 með þriðja stigs ristilkrabbamein og segir það í raun hafa verið það besta sem kom fyrir hann.

Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðar­lega

Heilsu norsku krónprinsessunnar Mette-Marit hefur hrakað gríðarlega vegna lungnasjúkdóms hennar. Ástandið er nú svo alvarlegt að hún mun líklega þurfa á lungnaígræðslu að halda, sem er stór og hættuleg aðgerð að sögn lækna hennar.

Nemandi réðst á kennara á jóla­skemmtun í Ingunnarskóla

Tveir kennarar við Ingunnarskóla í Grafarholti í Reykjavík urðu fyrir árás nemanda á miðstigi á jólaskemmtun í íþróttahúsi skólans í gær. Foreldrar hafa verið upplýstir um málið en hluti nemenda í fimmta til sjöunda bekk varð vitni að árásinni og var brugðið.

Fjögur vilja stöðu ríkis­lög­reglu­stjóra

Alls bárust fjórar umsóknir um embætti ríkislögreglustjóra sem auglýst var þann 3. desember síðastliðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu en meðal þeirra sem sækja um er settur ríkislögreglustjóri og settur fangelsismálastjóri.

Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfir­manninn í fyrsta sinn þetta kvöld

Kristin Cabot konan sem varð heimsfræg eftir að verið gripin glóðvolg í faðmlögum með Andy Byron yfirmanni sínum segist aldrei hafa kysst yfirmann sinn fyrr en þetta örlagaríka kvöld þegar hún hafi verið í glasi. Eiginmaður hennar hafi auk þess verið á tónleikunum. Hún opnar sig um málið í fyrsta sinn í viðtali við New York Times og segir þau bæði hafa gengið í gengum skilnaðarferli á þessum tíma.

Sjá meira