Ísland mun taka þátt í Eurovision Ísland mun taka þátt í Eurovision á næsta ári. Þetta kemur fram í svörum frá Ríkisútvarpinu til fréttastofu. Áður hafði ákvörðun um þátttöku í keppninni verið frestað. Fram kemur að fyrirkomulag á vali á framlagi Íslands verði kynnt síðar. 13.9.2024 15:18
„Myndin byggir á minni eigin lífsreynslu“ Norsk-íslenska kvikmyndagerðarkonan Lilja Ingólfsdóttir á heiðurinn að opnunarmynd Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík í ár, RIFF, en hún hefst í Háskólabíói 26. september næstkomandi og stendur til 6. október. Myndin ber heitið Elskulegur er frumraun Lilju á hvíta tjaldinu og byggir á hennar eigin hjónabandskrísu. 13.9.2024 14:30
Pottur eins og lítil sundlaug og ávextir í glerhúsi Hvað er það sem hefur alveg slegið í gegn í görðum landsins síðastliðin ár? Jú heitir pottar og einnig kaldir pottar og köld gróðurhús. Þar er hægt að rækta ótrúlegustu ávexti og fleira framandi sem er hreinlega eins og í útlöndum. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og skoðaði það heitasta í görðum landsins. 13.9.2024 13:31
Standandi lófaklapp fyrir Ljósbroti í Toronto Nýjasta kvikmynd Rúnars Rúnarssonar Ljósbrot var frumsýnd fyrir fullum sal á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto fyrr í vikunni. Um er að ræða eina stærstu kvikmyndahátíð Norður-Ameríku og hlaut myndin standandi lófaklapp, að því er fram kemur í tilkynningu. 13.9.2024 13:01
Frumsýning á Vísi: Átta ára ferðalag kúreka norðursins Kúreki norðursins, sagan af Johnny King verður frumsýnd næsta laugardag. Myndin fjallar um gamlan íslenskan kántrýsöngvara sem er á krossgötum í lífinu og þarf um leið að gera upp fortíðina. 13.9.2024 12:46
Frumsýning á Vísi: Landsliðsmaður gefur út lag með pabba sínum Knattspyrnu- og tónlistarmaðurinn Logi Tómasson, sem gengur undir listamannsnafninu Luigi á afmæli í dag og hefur sent frá sér nýtt lag og myndband þar sem höfundur smellsins Skína sýnir á sér glænýja hlið. Um er að ræða fallega ballöðu sem ber heitið Vinir en lagið samdi Logi með föður sínum Tómasi Hermannssyni. 13.9.2024 09:01
Svindlið verður að útvarpsleikriti með Sölva Tryggva Tvíhöfði snýr aftur í útvarpið á X-977 á morgun. Jón Gnarr segir þá Sigurjón Kjartansson aldrei hafa verið spenntari fyrir því að snúa aftur til leiks en í bígerð er meðal annars útvarpsleikrit með Sölva Tryggvasyni sem byggt er á Facebook auglýsingu óprúttinna svikahrappa. 12.9.2024 20:02
Mætti á nærfötunum einum klæða Geimfarar og fáklæddar stórstjörnur voru meðal þeirra sem létu sjá sig á verðlaunahátíð MTV sjónvarpsstöðvarinnar, Video Music Awards eða VMA sem fram fór í nótt. 12.9.2024 12:50
Taylor Swift jafnaði met Beyoncé á VMA Velgengni bandarísku söngkonunnar Taylor Swift virðist engan endi ætla að taka en í nótt sópaði hún til sín verðlaunum á verðlaunahátíð MTV sjónvarpsstöðvarinnar, Video Music Awards eða VMA. Hún gerði sér lítið fyrir og tók sjö verðlaun með sér heim. 12.9.2024 09:41
Finnst hann ekki vera að sparka í liggjandi mann Rithöfundurinn og athafnastjórinn Bragi Páll Sigurðarson hefur fengið sér nýtt húðflúr á hægri rasskinnina. Þar er Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í gervi Bjarnabófa úr myndasögunum um Andrés Önd og félaga. Bragi segist ekki upplifa sem svo að hann sé að sparka í liggjandi mann með húðflúrinu. 11.9.2024 15:05