Fréttamaður

Oddur Ævar Gunnarsson

Oddur Ævar er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Baldoni birtir mynd­band af tökum á um­deildu at­riði

Lögmenn bandaríska leikarans og leikstjórans Justin Baldoni hafa birt myndband af setti kvikmyndarinnar It Ends With Us þar sem þau Blake Lively leika saman í rómantísku atriði. Að sögn lögmanna hans sýnir myndbandið fram á að hann hafi ekki kynferðislega áreitt leikkonuna líkt og hún hefur sakað hann um. Lögmenn leikkonunnar segja að myndbandið styðji ásakanir hennar.

Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin

Baltasar Kormákur leikstjóri segir að gróðureldar í Los Angeles hafi sett strik í reikninginn vegna kynningarstarfs á kvikmyndinni Snertingu fyrir Óskarsakademíuna. Tilkynnt verður á fimmtudag hvort myndin verði á lista erlendra kvikmynda sem tilnefndar eru til verðlaunanna en Baltasar fær ekkert að vita fyrr en á sama tíma og allir aðrir. Sérstök hátíðarsýning á myndinni fer fram í Kringlunni á fimmtudag.

Kennir ó­prúttnum aðila um Instagram að­förina að eigin­konunni

Kanadíska poppstjarnan Justin Bieber hætti um stund að fylgja eiginkonu sinni Hailey Baldwin á samfélagsmiðlinum Instagram. Þá fylgir hann tengdaföður sínum ekki lengur á miðlinum, Hollywood stjörnunni Stephen Baldwin. Hann segir að einhver hafi brotist inn á aðganginn og hætt að fylgja eiginkonunni.

Meintur stuldur á borð RÚV

Líkindi framlags VÆB bræðra í Söngvakeppninni við ísraelskt popplag eru til skoðunar hjá stjórn Söngvakeppninnar. Þetta staðfestir Rúnar Freyr Gíslason framkvæmdastjóri keppninnar. Reglur keppninnar kveði á um að lög megi ekki hafa verið flutt áður. Bræðurnir koma af fjöllum og segjast ekki leggja í vana sinn að hlusta á ísraelska popptónlist.

Létu sig ekki vanta á frum­sýningu Ung­frú Ís­lands

Það var hátíðarandi í lofti á föstudagskvöld þegar Borgarleikhúsið frumsýndi leikritið Ungfrú Ísland. Þangað mættu öll helstu fyrirmenni landsins hvort sem var um að ræða Albert Eiríksson, Bergþór Pálsson eða Berglindi Festival og Joey Christ.

Kú­rekarnir tóku völdin í Grafar­vogi

Kúrekarnir tóku völdin í Fjölnishöll á laugardagskvöld þegar Þorrablót Grafarvogs var haldið með pompi og prakt. Grafarvogsbúar drógu fram kúrekastígvélin og hattana og var ótrúleg stemning í loftinu.

Þetta hafði fólk að segja eftir loka­þáttinn af Vig­dísi

Fjórði og síðasti þáttur af Vigdísi, sjónvarpsþáttum Vesturports um líf og störf Vigdísar Finnbogadóttur fór í loftið í gær. Það fór líklega ekki framhjá neinum enda lögðu margir orð í belg á samfélagsmiðlum og kepptist fólk við að lýsa skoðunum sínum á þáttunum og rifja upp minningar frá þessum tíma. 

Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meiri­hlutinn jafn sekur og há­væri minni­hlutinn

Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona og Eurovision fari segist hafa mátt þola ótrúlegan skít frá stórum hópi af fólki eftir að hún ákvað að hætta ekki við að keppa í Eurovision í fyrra. Hera, sem er gestur í podcasti Sölva Tryggvasonar, segist hafa þroskað mikið af því ferli að hafa farið í gegnum þennan storm og hún skilji marga hluti betur á eftir.

Heill hljóðheimur Hildar fer aftur­á­bak

Tónlistarkonan Hildur Kristín Stefánsdóttir hefur sent frá sér sína fyrstu breiðskífu, Afturábak. Þetta er stórmerkilegt í ljósi þess að Hildur hefur um margra ára skeið verið ein þekktasta tónlistarkona landsins, sent frá sér hvern smellinn á fætur öðrum og samið fjölda laga fyrir sjálfa sig sem og aðra tónlistarmenn. Hún segist vera orðin þreytt á að vera oft titluð „söngkonan Hildur“ enda er hún miklu meira en bara það.

Mót­mæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár

Nokkrir keppendur í Söngvakeppninni árið 2025 eru á lista þeirra tónlistarmanna sem skoruðu á Ríkisútvarpið í fyrra að draga Ísland úr Eurovision vegna hernaðar Ísraela á Gasa. Tilkynnt var hvaða tíu lög munu keppa í undanúrslitum Söngvakeppninnar í ár fyrr í kvöld.

Sjá meira