Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. janúar 2026 11:16 Callum Turner og Dua Lipa eru sannkallað ofurpar og myndu líklega sóma sér vel í nýrri Bond mynd. NDZ/Star Max/GC Images Breski hjartaknúsarinn og leikarinn Callum Turner er sagður hafa blaðrað því út úr sér á fjölmörgum stöðum að hann hafi verið ráðinn til þess að leika breska njósnara hans hátignar, James Bond. Hann muni taka við keflinu af Daniel Craig sem lék njósnarann í síðustu mynd sem kom út 2021. Það er breska götublaðið Daily Mail sem greinir frá því að 35 ára gamli leikarinn hafi „blaðrað um það út um allan bæ“ að hann hafi verið ráðinn sem næsti 007. Þá segir miðillinn að allir sem þekki til Turner viti af því og um sé að ræða verst geymda leyndarmálið í breskum bíóbransa um þessar mundir. Þá fullyrðir miðillinn að unnusta hjartaknúsarans, hin hæfileikaríka söngkona Dua Lipa muni sjá um að gera næsta Bond-lag. Hún muni þar með feta í fótspor tónlistarmanna á borð við Adele og Billie Eilish. Er fullyrt í miðlinum að forsvarsmönnum Amazon sem eiga MGM-stúdíóið þyki tilhugsunin um tvíeykið saman í einni og sömu myndinni einfaldlega of góð til þess að láta hana ekki verða að veruleika. Þau hafa verið að hittast síðan í janúar 2024. Turner sprakk út á sjónarsviðið þegar hann lék stórt hlutverk sem Theseus Scamander í Harry Potter myndinni Fantastic Beasts: The Crimes of Grindelwald og síðar í framhaldinu The Secrets of Dumbledore. Hann hefur síðar leikið í myndinni The Boys in the Boat sem leikstýrt var af George Clooney og kom út árið 2023 og einnig í sjónvarpsþáttunum Masters of the Air úr smiðju Apple TV sem fjölluðu um flugmenn í seinni heimsstyrjöldinni og voru í anda Band of Brothers. Næsta mynd um njósnarann heimsfræga verður 26. myndin um kappann. Barbara Broccoli og Michael G. Wilson sem áttu kvikmyndaréttinn í gegnum Eon Productions framleiðslufyrirtækið seldu réttinn að Bond til Amazon fyrir einn milljarð bandaríkjadollara í febrúar á síðasta ári. Síðan þá hafa aðdáendur beðið með öndina í hálsinum eftir því hvað verður um Bond í höndum nýrra framleiðenda en ítrekað hafa borist fréttir af því að Jeff Bezos forstjóri Amazon sé mikill aðdáandi njósnarans og fylgist persónulega með ferlinu að baki þróun næstu myndar. Turner bætist á lista yfir aðra leikara sem hafa verið orðaðir við hlutverkið. Þar má nefna Aaron Taylor Johnson, Paul Mescal, Harris Dickinson og Jacob Elordi. Bíó og sjónvarp Bretland Hollywood James Bond Tengdar fréttir Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Kanadíski leikstjórinn Denis Villeneuve mun leikstýra næstu mynd um breska spæjarann James Bond fyrir Amazon MGM Studios sem keyptu réttinn að seríunni í febrúar. 26. júní 2025 08:56 Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Næsta mynd um James Bond er byrjuð í framleiðslu og Jeff Bezos, forstjóri Amazon sem er rétthafinn að spæjaranum, er sagður vilja leikkonuna Sydney Sweeney sem næstu Bond-stúlku. Sweeney vafðist tunga um tönn þegar hún var spurð út í orðróminn og sagðist mundu skemmta sér betur sem Bond sjálfur. 28. október 2025 14:28 Mest lesið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Það er breska götublaðið Daily Mail sem greinir frá því að 35 ára gamli leikarinn hafi „blaðrað um það út um allan bæ“ að hann hafi verið ráðinn sem næsti 007. Þá segir miðillinn að allir sem þekki til Turner viti af því og um sé að ræða verst geymda leyndarmálið í breskum bíóbransa um þessar mundir. Þá fullyrðir miðillinn að unnusta hjartaknúsarans, hin hæfileikaríka söngkona Dua Lipa muni sjá um að gera næsta Bond-lag. Hún muni þar með feta í fótspor tónlistarmanna á borð við Adele og Billie Eilish. Er fullyrt í miðlinum að forsvarsmönnum Amazon sem eiga MGM-stúdíóið þyki tilhugsunin um tvíeykið saman í einni og sömu myndinni einfaldlega of góð til þess að láta hana ekki verða að veruleika. Þau hafa verið að hittast síðan í janúar 2024. Turner sprakk út á sjónarsviðið þegar hann lék stórt hlutverk sem Theseus Scamander í Harry Potter myndinni Fantastic Beasts: The Crimes of Grindelwald og síðar í framhaldinu The Secrets of Dumbledore. Hann hefur síðar leikið í myndinni The Boys in the Boat sem leikstýrt var af George Clooney og kom út árið 2023 og einnig í sjónvarpsþáttunum Masters of the Air úr smiðju Apple TV sem fjölluðu um flugmenn í seinni heimsstyrjöldinni og voru í anda Band of Brothers. Næsta mynd um njósnarann heimsfræga verður 26. myndin um kappann. Barbara Broccoli og Michael G. Wilson sem áttu kvikmyndaréttinn í gegnum Eon Productions framleiðslufyrirtækið seldu réttinn að Bond til Amazon fyrir einn milljarð bandaríkjadollara í febrúar á síðasta ári. Síðan þá hafa aðdáendur beðið með öndina í hálsinum eftir því hvað verður um Bond í höndum nýrra framleiðenda en ítrekað hafa borist fréttir af því að Jeff Bezos forstjóri Amazon sé mikill aðdáandi njósnarans og fylgist persónulega með ferlinu að baki þróun næstu myndar. Turner bætist á lista yfir aðra leikara sem hafa verið orðaðir við hlutverkið. Þar má nefna Aaron Taylor Johnson, Paul Mescal, Harris Dickinson og Jacob Elordi.
Bíó og sjónvarp Bretland Hollywood James Bond Tengdar fréttir Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Kanadíski leikstjórinn Denis Villeneuve mun leikstýra næstu mynd um breska spæjarann James Bond fyrir Amazon MGM Studios sem keyptu réttinn að seríunni í febrúar. 26. júní 2025 08:56 Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Næsta mynd um James Bond er byrjuð í framleiðslu og Jeff Bezos, forstjóri Amazon sem er rétthafinn að spæjaranum, er sagður vilja leikkonuna Sydney Sweeney sem næstu Bond-stúlku. Sweeney vafðist tunga um tönn þegar hún var spurð út í orðróminn og sagðist mundu skemmta sér betur sem Bond sjálfur. 28. október 2025 14:28 Mest lesið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Kanadíski leikstjórinn Denis Villeneuve mun leikstýra næstu mynd um breska spæjarann James Bond fyrir Amazon MGM Studios sem keyptu réttinn að seríunni í febrúar. 26. júní 2025 08:56
Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Næsta mynd um James Bond er byrjuð í framleiðslu og Jeff Bezos, forstjóri Amazon sem er rétthafinn að spæjaranum, er sagður vilja leikkonuna Sydney Sweeney sem næstu Bond-stúlku. Sweeney vafðist tunga um tönn þegar hún var spurð út í orðróminn og sagðist mundu skemmta sér betur sem Bond sjálfur. 28. október 2025 14:28