„Við lítum þetta mál grafalvarlegum augum“ Framkvæmdastjóri rútufyrirtækisins SBA - Norðurleið segir eftirlit með því hverjir mega aka rútum hér á landi ekki vera ábótavant. Hann segir mál rútubílstjóra sem ók rútu á þann hátt um helgina að farþegar þurftu áfallahjálp hafa verið afgreitt. Framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands segir mikilvægt að lærdómur sé dreginn af málinu, það sé litið alvarlegum augum, þó ferðafélagið sjálft beri ekki ábyrgð á akstrinum. 27.9.2023 23:01
Hljóðfæraleikarar landa kjarasamningi við ríkið Samningar hafa náðst í kjaradeilu hljóðfæraleikara Sinfoníuhljómsveitar Íslands við ríkið. Skrifað var undir samninga hjá ríkissáttasemjara á sjöunda tímanum í kvöld. 27.9.2023 20:48
Sérsveit að störfum í Grafarvogi Sérsveit ríkislögreglustjóra var að störfum við Móaveg í Grafarvogshverfi í Reykjavík á sjöunda tímanum í kvöld. Ekki hafa fengist upplýsingar um aðgerðirnar frá lögreglu en töluverður viðbúnaður var á staðnum. 27.9.2023 18:32
33 starfsmönnum Grundarheimila verði sagt upp Allt stefnir í að 33 starfsmönnum Grundarheimilanna verði sagt upp, þar með talið öllu starfsfólki á Þvottahúsi Grundarheimilanna, sem eru átta talsins. Þá verður nítján sagt upp í ræstingadeild í Ási, hjúkrunar-og dvalarheimili í Hveragerði. Þá verða breytingar á sex störfum til viðbótar, ýmist með uppsögnum eða þau lögð niður. 27.9.2023 17:37
Fjögurra bíla árekstur á Hafnarfjarðarvegi Fjögurra bíla árekstur varð á Hafnarfjarðarvegi við N1 bensínstöðina í Kópavogi. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði var slysið minniháttar. 27.9.2023 17:06
Samskip krefja Eimskip um bætur Samskip hafa falið Mörkinni lögmannsstofu að sækja bætur á hendur Eimskipi vegna þess sem félagið kallar ólögmætar og saknæmar athafnir félagsins gagnvart Samskipum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 27.9.2023 15:49
„Fólk var farið að öskra“ Aðstandandi farþega um borð í rútu á vegum SBA sem keyrði á milli Landmannalauga og Reykjavíkur með farþega frá Ferðafélagi Íslands, vill að stjórnvöld skoði hverjir fái að keyra slíkar rútur. Farþegar hafi verið í áfalli vegna slæms aksturslags rútubílstjórans. Hann segir farþegum hafa verið boðin áfallahjálp þar sem margir hafi haldið að þetta yrði þeirra síðasta. 26.9.2023 23:20
Chris Hemsworth á Íslandi Ástralski stórleikarinn Chris Hemsworth er staddur á klakanum. Hann kom hingað til lands síðdegis í dag og er hér ásamt dóttur sinni, hinni 11 ára gömlu India Rose. 26.9.2023 20:13
Útilokar ekki að byrja aftur á OnlyFans: „Ég myndi aldrei taka þetta til baka“ Edda Lovísa Björgvinsdóttir segist ekki útiloka að hún muni byrja aftur að selja klám á OnlyFans á einhverjum tímapunkti. Hún segir þó að það þyrfti að vera á allt öðrum forsendum. Henni finnst markaleysi ekki innbyggt í vefsíðuna og segist ekki myndu gera neitt öðruvísi. 26.9.2023 20:01
Mismunandi viðbrögð við rafmagnsleysinu Starfsfólk veitingastaða og hótela á Suðurlandsbraut þurfti að hugsa hratt nú um kvöldmatarleytið vegna rafmagnsleysis í kjölfar bilunar á háspennustreng. Þannig fengu gestir eins hótels við götuna fría drykki vegna ástandsins. 26.9.2023 19:02