Ósáttur við skipulagið: Súrt að vera snúið við í heimreiðinni Oddur Ævar Gunnarsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 14. nóvember 2023 16:38 Feðginin voru svo gott sem komin heim að dyrum þegar þeim var snúið við vegna rýmingar. Vísir/Arnar Sigurður Kristinsson og Kristjana Bjarklind Sigurðardóttir voru mætt til Grindavíkur til að sækja verðmæti þegar rýming hófst. Þau voru mætt um eitt leytið í dag. Eins og fram hefur komið var bærinn rýmdur á þriðja tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var það vegna þess að lögreglu barst boð þess efnis frá samhæfingarstöð almannavarna. Boðið var svo afturkallað en lögregla hafði þá þegar hafið rýmingu og var talið of seint að hætta við. Ekki sáttur við skipulagið Sigurður og Kristjana lögðu af stað frá Keflavík klukkan 9:30 í morgun. Þau biðu frá klukkan eitt við lokunarpóst og voru í fylgd með björgunarsveitum og og komið að þeim að sækja verðmæti sín þegar boð um rýmingu bárust. „Ég missti af þessu í gær og ég var að vonast í dag að ég kæmist en það fór eins og það fór. Skipulagið var alveg hræðilegt fannst mér, á því hvernig þetta var gert. Það var byrjað efst í bænum og rennt niður allar götur í stað in fyrir að byrja og taka hættulegustu svæðin og á sama stað, vera búin að skipuleggja. Nei nei, það gekk ekki.“ Snúið við fyrir framan húsið Sigurður býr á Vesturbraut í Grindavík. Það er neðst í bænum. Þau voru í fylgd með björgunarsveitum þegar boð um rýmingu bárust. Það stóð til að þú færir í húsið í dag en hvað gerðist? „Ja, það var bara rekið úr bænum rétt áður en við gátum farið inn. Það var meira að segja verið að keyra framhjá húsinu okkar og það var snúið við fyrir framan húsið. Þá fór sírenan í gang.“ Þið voruð komin að húsinu? „Já. Voða gaman.“ Hvernig líður þér með þetta? „Það er víst að sætta sig bara við þetta,“ segir Sigurður og Kristjana skýtur því inn að hann sé voða stóískur. „Ég er svo gamall greyið. Ég er að verða 84 ára.“ Langaði að ná í gítarinn og dót eiginkonu sinnar Sigurður segir að þegar hann hafi yfirgefið húsið sitt hafi allt verið hrunið í stofunni. Hann hafi þurft að týna upp glerbrot úr forstofunni til að finna skóna sína og komast út. Kristjana segir að pabbi sinn hafi gleymt úlpu á leið út. Var eitthvað virkilega nauðsynlegt sem þú þurftir að sækja heim? „Ah, mig langaði að taka meðöl sem ég átti eftir og föt á mig og þvíumlíkt,“ segir Sigurður. Kristjana segir pabba sinn líka hafa viljað ná í gítarinn sinn. „Og svo dót frá mömmu, sem er farin,“ segir Kristjana. Sigurður segir hana hafa dáið fyrir átta árum. „Og átti akkúrat afmæli í gær,“ segir Kristjana. „Það er svona.“ Lóðsuðu viðbragðsaðila í gegnum bæinn Það hefur verið súrt að þurfa að snúa frá í dag og komast ekki inn? „Það er það. Það er ekkert hægt að segja annað.“ Kristjana segir þau feðgin hafa lóðsað viðbragðsaðila í gegnum bæinn í dag. Bílstjórinn hafi ekki þekkt hverfið. „Við erum að fá björgunarsveitir alls staðar að og það er ótrúlega gott að þau geti hjálpað okkur og allt þetta, en eins og hann sagði, það hefði mátt vera örlítið meira skipulagt.“ „Ja, pínulítið meira en örlítið,“ skýtur pabbi hennar inn í. Ertu vongóður um að þú getir kannski komið á morgun? „Ég hef bara ekki grænan grun. Það kemur bara í ljós hvað þeim dettur í hug,“ segir Sigurður. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Sjá meira
Eins og fram hefur komið var bærinn rýmdur á þriðja tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var það vegna þess að lögreglu barst boð þess efnis frá samhæfingarstöð almannavarna. Boðið var svo afturkallað en lögregla hafði þá þegar hafið rýmingu og var talið of seint að hætta við. Ekki sáttur við skipulagið Sigurður og Kristjana lögðu af stað frá Keflavík klukkan 9:30 í morgun. Þau biðu frá klukkan eitt við lokunarpóst og voru í fylgd með björgunarsveitum og og komið að þeim að sækja verðmæti sín þegar boð um rýmingu bárust. „Ég missti af þessu í gær og ég var að vonast í dag að ég kæmist en það fór eins og það fór. Skipulagið var alveg hræðilegt fannst mér, á því hvernig þetta var gert. Það var byrjað efst í bænum og rennt niður allar götur í stað in fyrir að byrja og taka hættulegustu svæðin og á sama stað, vera búin að skipuleggja. Nei nei, það gekk ekki.“ Snúið við fyrir framan húsið Sigurður býr á Vesturbraut í Grindavík. Það er neðst í bænum. Þau voru í fylgd með björgunarsveitum þegar boð um rýmingu bárust. Það stóð til að þú færir í húsið í dag en hvað gerðist? „Ja, það var bara rekið úr bænum rétt áður en við gátum farið inn. Það var meira að segja verið að keyra framhjá húsinu okkar og það var snúið við fyrir framan húsið. Þá fór sírenan í gang.“ Þið voruð komin að húsinu? „Já. Voða gaman.“ Hvernig líður þér með þetta? „Það er víst að sætta sig bara við þetta,“ segir Sigurður og Kristjana skýtur því inn að hann sé voða stóískur. „Ég er svo gamall greyið. Ég er að verða 84 ára.“ Langaði að ná í gítarinn og dót eiginkonu sinnar Sigurður segir að þegar hann hafi yfirgefið húsið sitt hafi allt verið hrunið í stofunni. Hann hafi þurft að týna upp glerbrot úr forstofunni til að finna skóna sína og komast út. Kristjana segir að pabbi sinn hafi gleymt úlpu á leið út. Var eitthvað virkilega nauðsynlegt sem þú þurftir að sækja heim? „Ah, mig langaði að taka meðöl sem ég átti eftir og föt á mig og þvíumlíkt,“ segir Sigurður. Kristjana segir pabba sinn líka hafa viljað ná í gítarinn sinn. „Og svo dót frá mömmu, sem er farin,“ segir Kristjana. Sigurður segir hana hafa dáið fyrir átta árum. „Og átti akkúrat afmæli í gær,“ segir Kristjana. „Það er svona.“ Lóðsuðu viðbragðsaðila í gegnum bæinn Það hefur verið súrt að þurfa að snúa frá í dag og komast ekki inn? „Það er það. Það er ekkert hægt að segja annað.“ Kristjana segir þau feðgin hafa lóðsað viðbragðsaðila í gegnum bæinn í dag. Bílstjórinn hafi ekki þekkt hverfið. „Við erum að fá björgunarsveitir alls staðar að og það er ótrúlega gott að þau geti hjálpað okkur og allt þetta, en eins og hann sagði, það hefði mátt vera örlítið meira skipulagt.“ „Ja, pínulítið meira en örlítið,“ skýtur pabbi hennar inn í. Ertu vongóður um að þú getir kannski komið á morgun? „Ég hef bara ekki grænan grun. Það kemur bara í ljós hvað þeim dettur í hug,“ segir Sigurður.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Sjá meira