Mikilvægast að tryggja Grindvíkingum festu næstu mánuði Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. nóvember 2023 09:08 Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Grindvíkingur, segir mikilvægast að íbúum bæjarins sé tryggð festa næstu mánuði og að hlúð sé að andlegri heilsu þeirra. Ótækt sé að íbúar þurfi að hafa fjárhagslegar áhyggjur á tímum sem þessum. Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem Vilhjálmur var gestur. Vilhjálmur segir stjórnvöld stunda virka hlustun, allt verði gert til þess að svara spurningum Grindvíkinga um framhaldið. Veit ekki hvernig sér líður „Maður eiginlega veit ekki hvernig manni líður. Maður finnur ekki mikið af tilfinningum. Maður er svona í einhverju losti eða áfalli bara, þannig að maður er ekki svangur, ekki þreyttur eða neitt slíkt. Helstu tilfinningarnar sem maður finnur kannski er öll þessi hugulsemi og aðstoð og allur þessi stuðningur sem við fáum. Hann skiptir miklu máli í þessum aðstæðum.“ Vilhjálmur segir Grindvíkinga eiga eftir að átta sig á því í hvaða aðstæður séu komnir. Þeir viti ekki ennþá endilega hvernig þær verða. „Þannig að við erum bara svona að breyta um það hvað við erum að hugsa klukkutíma fyrir klukkutíma. Einhvern tímann er maður að hugsa: Hvar er maður að fara að búa í vetur? og svo allt í einu er maður farinn að hugsa: Kemst ég heim til mín í dag að sækja dótið mitt og svo er maður að hugsa um er maður að fara að borga af húsinu sínu, allar áskriftirnar, er ég að borga af heita vatninu eða kalda vatninu sem er ekki einu sinni í húsinu mínu,“ segir Vilhjálmur. „Svo bara er maður farinn að hugsa eitthvað annað og hvernig verður með skólann hjá strákunum og íþróttirnar. Svo bara sefur maður laust og svo vaknar maður um nótt og þá er maður farinn að hugsa: Hvernig verður veturinn? Hver er nýja rútína fjölskyldunnar?“ Mikilvægast að tryggja vissu Vilhjálmur segir í Bítinu að strákarnir sínir þrír séu hjá afa sínum og ömmu í Skagafirði fyrir norðan. Þeir fylgist vel með stöðu mála í Grindavík og spyrji spurninga sem ekki öllum sé hægt að svara. „Þetta er það bara sem að allar fjölskyldur í Grindavík eru að glíma við núna. Það veit enginn hvað næsti klukkutími ber í skauti sér, hvað þá morgundagurinn. Og það er svolítið það sem ég tel mikilvægast núna að við getum farið að fá vissu nokkra mánuði fram í tímann og byggja okkur upp einhvern fastan punkt.“ Hann segist sjá fyrir sér að fjölskylda sín muni finna sér eitthvað varanlegt afdrep í höfuðborginni til að tryggja strákunum festu. „Þó að þetta stoppi allt fljótlega, þá held ég að maður fari ekki alveg strax með strákana. Við verðum að leyfa þeim að klár íþrótta-og skólaveturinn á einhverjum einum stað, af því að við verðum náttúrulega bara að horfast í augu við það að þó þetta stoppi núna, þá er þetta fimmti atburðurinn á fjórum árum, þannig að maður vill aðeins sjá, áður en maður fer að færa.“ Stjórnvöld eigi fullt í verkfærakistunni Hvað viltu sjá gert fyrir Grindvíkinga sem jafnvel standa frammi fyrir því að eiga verðlausar eignir með skuldir á? „Það þarf að bæta það með einhverjum hætti. Við höfum einhver fordæmi fyrir því og nú er í verkfærakistunni fullt frá Covid. Svo hafa komið hörmulegir atburðir hér á landi út af náttúruhamförum áður. Þannig að það þarf að læra af því og nýta þau tól. Af því að við þurfum að geta, aleiga okkar allra er þarna, þar sem fólk er búið að byggja upp. Fólk sá fyrir sér sinn lífeyrissjóð, eignir og annað,“ segir Vilhjálmur. „Þetta er náttúrulega mikið áfall að þurfa að koma svo inn á leigumarkaðinn á höfuðborgarsvæðinu og fasteignamarkaðinn. Lóðir í Grindavík kosta ekki krónu. Þú borgar nú eiginlega bara undirverð fyrir gatnagerðargjöld og búið. Þannig að við erum að koma svolítið úr öðruvísi umhverfi og maður sér þetta bara hrúgast inn núna, beiðnir frá fjölskyldum um leiguhúsnæði.“ Stjórnvöld séu að hlusta Vilhjálmur segir stjórnvöld hlusta á Grindvíkinga. Hann bendir meðal annars á að Grindvíkingum bjóðist að mæta í Tollþjónustumiðstöðina sem opni í Tollhúsinu í dag. „Þar getur fólk komið og rætt einmitt allar þessar áhyggjur og fengið upplýsingar. Og ég veit það alveg að samtal er byrjað við fjármálafyrirtækin og svo erum við að vinna með Náttúruhamfarartryggingarsjóð og svo geta stjórnvöld alltaf komið með önnur úrræði sem eru í skoðun,“ segir þingmaðurinn. „Það er kominn húsnæðishópur sem HMS er í, meðal annars, þannig að kannski er hægt að búa til einhverskonar hlutdeildarlánarútfærslu, eða einhvern leigustyrk á meðan hitt er og fá einhverjar bætur fyrir verðfall á eignum og annað slíkt. Það er margt til í þessu en ég er ekki alveg inn í nýjustu útfærslunum.“ Grindvíkingar finni nýjan griðastað Vilhjálmur segir ljóst að flestir Grindvíkingar séu komnir í eitthvað skammtímahúsnæði. Hann vill sjá það gerast hratt að bæjarbúar fái svör um hvað gerist næst. „Það sem ég vill að gerist sem hraðast að við fáum einhver svör svo við getum skuldbundið okkur í leigu til nokkurra mánuða svo við fáum festu næstu mánuði. Það er held ég það mikilvægasta núna, svo við séum ekki að hafa áhyggjur af leigugreiðslum annars vegar og svo afborgununm af húsnæðinu og ef að afborgunum er frestað og það eru einhvers konar vextir á því þá étur það náttúrulega upp þetta eigið fé í húsinu okkar sem er nú þegar búið að rýrna. Það þarf enginn að segja mér það að fasteignaverðið í Grindavík sé það sama eftir þessa atburði.“ Vilhjálmur segir húsnæðismálin og öryggið haldast í hendur við andlega heilsu Grindvíkinga. Það sé stærsta verkefnið eftir atburði síðustu daga. „Ég segi það líka með þessi húsnæðismál og öryggi að stærsta tjónið sem við getum reynt að forðast í Grindavík núna er andlega hliðin. Með því að koma fólki á nýjan griðastað. Af því að það er búið að taka griðastaðinn af okkur, heimilið okkar. Þá verður að vinna sem fyrst þannig að við getum búið okkur til nýjan griðastað á meðan þetta gengur yfir, til þess að hlúa að sálinni. Örugglega fleiri en Vestmannaeyingar upplifa endurminningar af sínum nátturuhamförum. Þannig að ég held að það sé svolítið stóra verkefnið núna.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bítið Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem Vilhjálmur var gestur. Vilhjálmur segir stjórnvöld stunda virka hlustun, allt verði gert til þess að svara spurningum Grindvíkinga um framhaldið. Veit ekki hvernig sér líður „Maður eiginlega veit ekki hvernig manni líður. Maður finnur ekki mikið af tilfinningum. Maður er svona í einhverju losti eða áfalli bara, þannig að maður er ekki svangur, ekki þreyttur eða neitt slíkt. Helstu tilfinningarnar sem maður finnur kannski er öll þessi hugulsemi og aðstoð og allur þessi stuðningur sem við fáum. Hann skiptir miklu máli í þessum aðstæðum.“ Vilhjálmur segir Grindvíkinga eiga eftir að átta sig á því í hvaða aðstæður séu komnir. Þeir viti ekki ennþá endilega hvernig þær verða. „Þannig að við erum bara svona að breyta um það hvað við erum að hugsa klukkutíma fyrir klukkutíma. Einhvern tímann er maður að hugsa: Hvar er maður að fara að búa í vetur? og svo allt í einu er maður farinn að hugsa: Kemst ég heim til mín í dag að sækja dótið mitt og svo er maður að hugsa um er maður að fara að borga af húsinu sínu, allar áskriftirnar, er ég að borga af heita vatninu eða kalda vatninu sem er ekki einu sinni í húsinu mínu,“ segir Vilhjálmur. „Svo bara er maður farinn að hugsa eitthvað annað og hvernig verður með skólann hjá strákunum og íþróttirnar. Svo bara sefur maður laust og svo vaknar maður um nótt og þá er maður farinn að hugsa: Hvernig verður veturinn? Hver er nýja rútína fjölskyldunnar?“ Mikilvægast að tryggja vissu Vilhjálmur segir í Bítinu að strákarnir sínir þrír séu hjá afa sínum og ömmu í Skagafirði fyrir norðan. Þeir fylgist vel með stöðu mála í Grindavík og spyrji spurninga sem ekki öllum sé hægt að svara. „Þetta er það bara sem að allar fjölskyldur í Grindavík eru að glíma við núna. Það veit enginn hvað næsti klukkutími ber í skauti sér, hvað þá morgundagurinn. Og það er svolítið það sem ég tel mikilvægast núna að við getum farið að fá vissu nokkra mánuði fram í tímann og byggja okkur upp einhvern fastan punkt.“ Hann segist sjá fyrir sér að fjölskylda sín muni finna sér eitthvað varanlegt afdrep í höfuðborginni til að tryggja strákunum festu. „Þó að þetta stoppi allt fljótlega, þá held ég að maður fari ekki alveg strax með strákana. Við verðum að leyfa þeim að klár íþrótta-og skólaveturinn á einhverjum einum stað, af því að við verðum náttúrulega bara að horfast í augu við það að þó þetta stoppi núna, þá er þetta fimmti atburðurinn á fjórum árum, þannig að maður vill aðeins sjá, áður en maður fer að færa.“ Stjórnvöld eigi fullt í verkfærakistunni Hvað viltu sjá gert fyrir Grindvíkinga sem jafnvel standa frammi fyrir því að eiga verðlausar eignir með skuldir á? „Það þarf að bæta það með einhverjum hætti. Við höfum einhver fordæmi fyrir því og nú er í verkfærakistunni fullt frá Covid. Svo hafa komið hörmulegir atburðir hér á landi út af náttúruhamförum áður. Þannig að það þarf að læra af því og nýta þau tól. Af því að við þurfum að geta, aleiga okkar allra er þarna, þar sem fólk er búið að byggja upp. Fólk sá fyrir sér sinn lífeyrissjóð, eignir og annað,“ segir Vilhjálmur. „Þetta er náttúrulega mikið áfall að þurfa að koma svo inn á leigumarkaðinn á höfuðborgarsvæðinu og fasteignamarkaðinn. Lóðir í Grindavík kosta ekki krónu. Þú borgar nú eiginlega bara undirverð fyrir gatnagerðargjöld og búið. Þannig að við erum að koma svolítið úr öðruvísi umhverfi og maður sér þetta bara hrúgast inn núna, beiðnir frá fjölskyldum um leiguhúsnæði.“ Stjórnvöld séu að hlusta Vilhjálmur segir stjórnvöld hlusta á Grindvíkinga. Hann bendir meðal annars á að Grindvíkingum bjóðist að mæta í Tollþjónustumiðstöðina sem opni í Tollhúsinu í dag. „Þar getur fólk komið og rætt einmitt allar þessar áhyggjur og fengið upplýsingar. Og ég veit það alveg að samtal er byrjað við fjármálafyrirtækin og svo erum við að vinna með Náttúruhamfarartryggingarsjóð og svo geta stjórnvöld alltaf komið með önnur úrræði sem eru í skoðun,“ segir þingmaðurinn. „Það er kominn húsnæðishópur sem HMS er í, meðal annars, þannig að kannski er hægt að búa til einhverskonar hlutdeildarlánarútfærslu, eða einhvern leigustyrk á meðan hitt er og fá einhverjar bætur fyrir verðfall á eignum og annað slíkt. Það er margt til í þessu en ég er ekki alveg inn í nýjustu útfærslunum.“ Grindvíkingar finni nýjan griðastað Vilhjálmur segir ljóst að flestir Grindvíkingar séu komnir í eitthvað skammtímahúsnæði. Hann vill sjá það gerast hratt að bæjarbúar fái svör um hvað gerist næst. „Það sem ég vill að gerist sem hraðast að við fáum einhver svör svo við getum skuldbundið okkur í leigu til nokkurra mánuða svo við fáum festu næstu mánuði. Það er held ég það mikilvægasta núna, svo við séum ekki að hafa áhyggjur af leigugreiðslum annars vegar og svo afborgununm af húsnæðinu og ef að afborgunum er frestað og það eru einhvers konar vextir á því þá étur það náttúrulega upp þetta eigið fé í húsinu okkar sem er nú þegar búið að rýrna. Það þarf enginn að segja mér það að fasteignaverðið í Grindavík sé það sama eftir þessa atburði.“ Vilhjálmur segir húsnæðismálin og öryggið haldast í hendur við andlega heilsu Grindvíkinga. Það sé stærsta verkefnið eftir atburði síðustu daga. „Ég segi það líka með þessi húsnæðismál og öryggi að stærsta tjónið sem við getum reynt að forðast í Grindavík núna er andlega hliðin. Með því að koma fólki á nýjan griðastað. Af því að það er búið að taka griðastaðinn af okkur, heimilið okkar. Þá verður að vinna sem fyrst þannig að við getum búið okkur til nýjan griðastað á meðan þetta gengur yfir, til þess að hlúa að sálinni. Örugglega fleiri en Vestmannaeyingar upplifa endurminningar af sínum nátturuhamförum. Þannig að ég held að það sé svolítið stóra verkefnið núna.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bítið Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira