Fréttamaður

Oddur Ævar Gunnarsson

Oddur Ævar er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Stundin runnin upp til að berjast fyrir móður­málinu

Bubbi Morthens segir Ís­lendinga vera komna á þann stað að þeir þurfi að spyrja sig hvort þeir vilji tala ís­lensku á­fram, tungu­málið sé að verða horn­reka í orðsins fyllstu merkingu. Hann segir stundina hafa runnið upp þar sem berjast þurfi fyrir móður­málinu.

Óttast að ung­lingar sniffi gas í strætis­vögnum

Rekstrar­aðili strætó í Reykja­nes­bær verður í sí­auknum mæli var við að tóm gas­hylki séu skilin eftir í strætis­vögnum bæjarins. Hann segist óttast að ung­lingar noti hylkin til að sprauta gasi með rjóma­sprautu í blöðru og komast þannig í vímu.

Verkið hófst ekki nógu snemma til að tíma­lína stæðist

Átta mánaða tafir á fram­kvæmdum við Hlemm skýrast af því að verkið hófst ekki nógu snemma til þess að tíma­lína stæðist og þá var ekkert gert í fjóra mánuði í vetur vegna frosts í jörðu. Rauðar­ár­stígur frá Bríetar­túni að Hlemmi verður opnaður í lok ágúst. Þetta kemur fram í svari Reykja­víkur­borgar við fyrir­spurn Vísis.

Bíl­velta á Suður­lands­braut

Bíl­velta varð á Suður­lands­braut á fjórða tímanum í dag. Einn var í bílnum. Sjúkrabíll, lögregla og slökkvilið mættu á vettvang. 

„Ég fann ekki nokkurn skapaðan hlut fyrir þessu“

Eldri borgari í Hveragerði segir að sér hafi ekki orðið meint af eftir að hún smakkaði ber á dularfullri plöntu í gróðurhúsi sonar síns í Biskupstungum. Hún kveðst þakklát fyrir að hafa einungis smakkað eitt ber, en hefði hún smakkað fleiri hefði hún getað upplifað ofskynjanir, ógleði, iðraverki og í miklu magni geta berin valdið andnauð og jafnvel hjartastoppi. Hún hyggst fjarlæga plöntuna barnabarnanna vegna.

Stutt á milli feigs og ó­feigs í um­ferðinni á Sel­tjarnar­nesi

Litlu mátti muna að ekið hefði verið á fimm ára gamlan strák þar sem hann hjólaði yfir götuna við einu ljósa­gatna­mót Sel­tjarnar­ness á föstu­dag þar sem Suður­strönd og Nes­vegur mætast. Íbúi sem varð vitni að at­vikinu segir of al­gengt að öku­menn keyri hraðar en tak­markanir leyfi á svæðinu.

Orðin vön því að fá hestana í heim­sókn

Ná­grannar í Furu­hlíð í Set­bergi í Hafnar­firði sneru bökum saman síð­degis í dag þegar hópur hesta gerði sig heima­kominn í götunni og króuðu þá af á bak­við girðingu. Íbúi segir hesta í hverfinu ekki sjald­séða sjón, enda hest­húsa­hverfi í ná­grenninu.

Hægt að mynda „hvaða stjórn sem er“ með „bögg­les“

Mikill meiri­hluti lands­manna ber nafn snakksins Bugles fram sem „Bögg­les.“ Minni­hluti notar enskan fram­burð og kallar það „Bjúgels“ á meðan enn minni hluti lands­manna kallar það „Bugles.“ Þetta eru niðurstöður nýlegrar könnunar. Stjórn­mála­fræðingur segir stuðningsmenn allra flokka á Íslandi sammála um framburðinn.

Sjá meira