Birna með 56,6 milljónir króna í starfslokasamning Ráðningarsamningur Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, kvað á um tólf mánaða uppsagnarfrest og er gjaldfærsla vegna launa og hlunninda 56,6 milljónir króna. Þetta kemur fram í svörum stjórnar bankans til hluthafa vegna fyrirhugaðs hluthafafundar sem fer fram þann 28. júlí næstkomandi. 21.7.2023 18:12
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Grá slikja hefur legið yfir höfuðborginni í dag en gosmóða frá eldgosinu á Reykjanesi er suðvestanlands og á Suðurlandi með tilheyrandi mengun. Við ræðum við loftgæðasérfræðing í beinni útsendingu. 21.7.2023 18:05
Virða að vettugi allar tilraunir til samskipta Norður-kóresk yfirvöld hafa virt að vettugi allar tilraunir þeirra bandarísku til þess að eiga í samskiptum vegna bandaríska hermannsins sem nú er í haldi Norður-Kóreu. Spennan á Kóreuskaga er gríðarleg og samskiptin lítil sem engin. 20.7.2023 23:31
Ronaldo skýtur Kylie Jenner ref fyrir rass Knattspyrnugoðsögnin Christiano Ronaldo hefur skotist upp fyrir samfélagsmiðlastjörnuna Kylie Jenner og er nú sá sem rakar inn mestum pening á samfélagsmiðlinum Instagram. 20.7.2023 23:06
„Bílstjórarnir sjálfir orðið fyrir tekjumissi“ Framkvæmdastjóri Hopp Leigubíla fagnar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins sem telur Hreyfli hafa verið óheimilt að heimila ekki bílstjórum sínum að skrá sig hjá Hopp Leigubílum. Framkvæmdastjórinn segir bæði Hopp og leigubílstjóra hafa orðið fyrir tekjumissi vegna þessa. Framkvæmdastjóri Hreyfils vill ekki tjá sig um niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. 20.7.2023 21:00
Þóttist vera dáin Margot Robbie segist hafa verið mikill prakkari þegar hún var barn. Hún hafi ítrekað þóst vera dáin til þess að hefna sín á barnapíunni sinni þegar hún var lítil. 20.7.2023 20:54
Viaplay segir upp 25 prósents starfsfólks Sænska streymisveitan Viaplay hefur sagt upp 25 prósent af starfsfólki sínu. Er það gert til að bregðast við rekstrarörðugleikum en fyrirtækið sendi frá sér afkomuviðvörun í síðasta mánuði þar sem gert er ráð fyrir því að félagið verði rekið í tapi næstu árin. 20.7.2023 18:15
„Myndi ekki mæla með þessari leið við óvant göngufólk“ Tómas Guðbjartsson, göngugarpur og hjarta-og lungnaskurðlæknir, segist ekki mæla með því fyrir hvern sem er að fara Vigdísarvallaleið að gosstöðvunum við Litla-Hrút. Opnað var fyrir umferð um leiðina í dag. 20.7.2023 17:41
Brim gert að greiða dagsektir Samkeppniseftirlitið hefur tekið ákvörðun um að beita Brim hf. dagsektum þar sem fyrirtækið hefur ekki enn veitt mikilvægar upplýsingar og gögn sem óskað var eftir í tengslum við yfirstandandi athugun Samkeppniseftirlitsins á stjórnunar-og eignatengslum fyrirtækja í sjávarútvegi. 19.7.2023 16:33
Stór hraunpollur vestan við gíginn Stór hraunpollur hefur myndast vestan við gíg eldgossins við Litla Hrút. Rannsóknarstofa í eldfjallafræði og náttúruvá við Háskóla Íslands hefur birt nýjar myndir af hraunpollinum. 19.7.2023 15:35
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent