Ekki klefar heldur snagar: „Þetta er bara fyrsti áfangi framkvæmda“ Framkvæmdir sem hafnar eru í Landmannalaugum eru fyrsti áfangi í heildar endurbótum á Landmannalaugasvæðinu, byggja á verðlaunatillögu VA arkitekta og Landmótunar frá 2014 og munu að endingu falla einstaklega vel að umhverfinu. 19.7.2023 14:14
Sérfræðingur gáttaður á „Barbenheimer“ Paul Dergarabedian, sérfræðingur á sviði miðlagreiningar, sem sérhæft hefur sig í að greina miðasölutekjur kvikmyndahúsa vestanhafs, segist vera hvumsa yfir eftirvæntingunni sem ríkir fyrir „Barbenheimer,“ sameiginlegum frumsýningardegi stórmyndanna Barbie og Oppenheimer. 19.7.2023 11:28
Stúlka örmagnaðist á gosstöðvum Töluverður erill var hjá lögreglunni á Suðurnesjum á gossvæðinu í gær og í gærkvöldi. Aðstoða þurfti nokkra göngugarpa og þá voru einhverjir sem ekki hlýddu fyrirmælum. Ekki gengur vel í öllum tilvikum að biðja fólk að halda sig utan hættusvæðis. 19.7.2023 10:16
Ferðamaðurinn sem hneig niður á gosstöðvum látinn Ferðamaður sem hneig niður við gosstöðvarnar við Litla Hrút í gærkvöldi og var sóttur af þyrlu landhelgisgæslunnar er látinn. 19.7.2023 09:07
Birgitta ætlar aldrei aftur af landi brott: „Fólk þarf að fara að vakna“ Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, er hætt að fljúga og segir það vera sitt framlag í baráttunni gegn loftlagsbreytingum. Hún segir fáa vilja horfast í augu við að massatúrismi sé vandamál og segist ekki eiga eftir að sakna þess að fara til útlanda, íslensk náttúra komi þar til bjargar. 19.7.2023 06:45
Húsleit vegna morðsins á Tupac Shakur Lögreglan í Las Vegas fór fram á og fékk leitarheimild vegna rannsóknar á morðinu á rapparanum Tupac Shakur. 26 ár eru síðan rapparinn var myrtur þann 7. september árið 1996 í Las Vegas og hefur morðinginn aldrei fundist. 18.7.2023 23:28
Fluttur með þyrlu af gosstöðvunum Einn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar frá gosstöðvunum nú í kvöld til aðhlynningar á Landspítalanum. 18.7.2023 22:17
„Það er allt heimskulegt við þetta“ Nýir búningsklefar sem verið er að smíða í Landmannalaugum hafa vakið töluverða athygli. Karen Kjartansdóttir almannatengill segir klefana gera fátt annað en að skyggja á útsýnið til fjalla og þar að auki veita spéhræddum lítið skjól. 18.7.2023 21:22
Pilturinn fundinn Piltur sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir síðdegis í dag er kominn í leitirnar. 18.7.2023 19:36
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum verðum við í beinni útsendingu frá eldgosinu á Reykjanesi. Þúsundir manna hafa streymt að gosstöðvunum eftir að þær voru aftur opnaðar almenningi eftir hádegi í gær, eftir fjögurra daga lokun vegna mikillar mengunar frá gróðureldum. Slökkviliðsmenn berjast þó enn við eld í mosa og sinu. 18.7.2023 18:00
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent