Ósáttir við fullyrðingar um iPhone geislun Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. september 2023 15:18 Apple segir geislunarpróf franskra yfirvalda algjörlega sér á báti. iPhone 12 hafði verið til sölu í þrjú ár áður en frönsk stjórnvöld felldu hann á prófi. EPA-EFE/CHRISTOPHE PETIT TESSON Apple hefur heitið því að uppfæra hugbúnað í iPhone 12 snjallsímum sínum í Frakklandi eftir að frönsk stjórnvöld felldu vöruna á sérstöku geislunarprófi. Fyrirtækið segist hinsvegar ekki sættast á niðurstöður franskra yfirvalda. Í umfjöllun Reuters um málið kemur fram að frönsk stjórnvöld hafi meinað fyrirtækinu að selja símana í landinu, þar sem þeir hafi ekki staðist geislunarprófanir. Frönsk yfirvöld telja símana gefa frá sér of mikla geislun, en þó ekki að svo miklu marki að það sé skaðlegt mönnum. Vísindamenn hafa gert margskonar rannsóknir á geislun af völdum síma undanfarna áratugi til að meta áhrif hennar á heilsufar manna. Í umfjöllun bandaríska miðilsins kemur fram að ekki hafi tekist að sýna fram á áhrif geislunar úr farsímum á heilsu manna. Frakkar prófi símana á annan hátt en aðrir Forsvarsmenn Apple hafa dregið niðurstöðurnar í efa og bent á að síminn hafi áður staðist prófanir alþjóðastofnana víðsvegar um heim. Síminn kom fyrst út fyrir þremur árum síðan en Apple gefur út nýja týpu af snjallsímanum á árs fresti. Einungis örfáir dagar eru síðan fyrirtækið svipti hulunni af iPhone 15. Þrátt fyrir afstöðu sína hyggst Apple uppfæra stýrikerfi símans sem fyrirtækið segir að muni gera símanum kleyft að standast próf franskra stjórnvalda. Í umfjöllun Reuters segir að frönsk stjórnvöld prófi símana á annan hátt en stjórnvöld í öðrum löndum. Það hafi þó ekki komið í veg fyrir áhyggjur stjórnvalda í öðrum Evrópulöndum. Yfirvöld í Belgíu hyggjast gera sínar eigin prófanir, á meðan yfirvöld í Þýskalandi hafa sagst hafa sett sig í samband við frönsk stjórnvöld í því skyni að finna lausn á málinu á vettvangi Evrópusambandsins. Apple Frakkland Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Í umfjöllun Reuters um málið kemur fram að frönsk stjórnvöld hafi meinað fyrirtækinu að selja símana í landinu, þar sem þeir hafi ekki staðist geislunarprófanir. Frönsk yfirvöld telja símana gefa frá sér of mikla geislun, en þó ekki að svo miklu marki að það sé skaðlegt mönnum. Vísindamenn hafa gert margskonar rannsóknir á geislun af völdum síma undanfarna áratugi til að meta áhrif hennar á heilsufar manna. Í umfjöllun bandaríska miðilsins kemur fram að ekki hafi tekist að sýna fram á áhrif geislunar úr farsímum á heilsu manna. Frakkar prófi símana á annan hátt en aðrir Forsvarsmenn Apple hafa dregið niðurstöðurnar í efa og bent á að síminn hafi áður staðist prófanir alþjóðastofnana víðsvegar um heim. Síminn kom fyrst út fyrir þremur árum síðan en Apple gefur út nýja týpu af snjallsímanum á árs fresti. Einungis örfáir dagar eru síðan fyrirtækið svipti hulunni af iPhone 15. Þrátt fyrir afstöðu sína hyggst Apple uppfæra stýrikerfi símans sem fyrirtækið segir að muni gera símanum kleyft að standast próf franskra stjórnvalda. Í umfjöllun Reuters segir að frönsk stjórnvöld prófi símana á annan hátt en stjórnvöld í öðrum löndum. Það hafi þó ekki komið í veg fyrir áhyggjur stjórnvalda í öðrum Evrópulöndum. Yfirvöld í Belgíu hyggjast gera sínar eigin prófanir, á meðan yfirvöld í Þýskalandi hafa sagst hafa sett sig í samband við frönsk stjórnvöld í því skyni að finna lausn á málinu á vettvangi Evrópusambandsins.
Apple Frakkland Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira