Ósáttir við fullyrðingar um iPhone geislun Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. september 2023 15:18 Apple segir geislunarpróf franskra yfirvalda algjörlega sér á báti. iPhone 12 hafði verið til sölu í þrjú ár áður en frönsk stjórnvöld felldu hann á prófi. EPA-EFE/CHRISTOPHE PETIT TESSON Apple hefur heitið því að uppfæra hugbúnað í iPhone 12 snjallsímum sínum í Frakklandi eftir að frönsk stjórnvöld felldu vöruna á sérstöku geislunarprófi. Fyrirtækið segist hinsvegar ekki sættast á niðurstöður franskra yfirvalda. Í umfjöllun Reuters um málið kemur fram að frönsk stjórnvöld hafi meinað fyrirtækinu að selja símana í landinu, þar sem þeir hafi ekki staðist geislunarprófanir. Frönsk yfirvöld telja símana gefa frá sér of mikla geislun, en þó ekki að svo miklu marki að það sé skaðlegt mönnum. Vísindamenn hafa gert margskonar rannsóknir á geislun af völdum síma undanfarna áratugi til að meta áhrif hennar á heilsufar manna. Í umfjöllun bandaríska miðilsins kemur fram að ekki hafi tekist að sýna fram á áhrif geislunar úr farsímum á heilsu manna. Frakkar prófi símana á annan hátt en aðrir Forsvarsmenn Apple hafa dregið niðurstöðurnar í efa og bent á að síminn hafi áður staðist prófanir alþjóðastofnana víðsvegar um heim. Síminn kom fyrst út fyrir þremur árum síðan en Apple gefur út nýja týpu af snjallsímanum á árs fresti. Einungis örfáir dagar eru síðan fyrirtækið svipti hulunni af iPhone 15. Þrátt fyrir afstöðu sína hyggst Apple uppfæra stýrikerfi símans sem fyrirtækið segir að muni gera símanum kleyft að standast próf franskra stjórnvalda. Í umfjöllun Reuters segir að frönsk stjórnvöld prófi símana á annan hátt en stjórnvöld í öðrum löndum. Það hafi þó ekki komið í veg fyrir áhyggjur stjórnvalda í öðrum Evrópulöndum. Yfirvöld í Belgíu hyggjast gera sínar eigin prófanir, á meðan yfirvöld í Þýskalandi hafa sagst hafa sett sig í samband við frönsk stjórnvöld í því skyni að finna lausn á málinu á vettvangi Evrópusambandsins. Apple Frakkland Mest lesið Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Fleiri fréttir „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Í umfjöllun Reuters um málið kemur fram að frönsk stjórnvöld hafi meinað fyrirtækinu að selja símana í landinu, þar sem þeir hafi ekki staðist geislunarprófanir. Frönsk yfirvöld telja símana gefa frá sér of mikla geislun, en þó ekki að svo miklu marki að það sé skaðlegt mönnum. Vísindamenn hafa gert margskonar rannsóknir á geislun af völdum síma undanfarna áratugi til að meta áhrif hennar á heilsufar manna. Í umfjöllun bandaríska miðilsins kemur fram að ekki hafi tekist að sýna fram á áhrif geislunar úr farsímum á heilsu manna. Frakkar prófi símana á annan hátt en aðrir Forsvarsmenn Apple hafa dregið niðurstöðurnar í efa og bent á að síminn hafi áður staðist prófanir alþjóðastofnana víðsvegar um heim. Síminn kom fyrst út fyrir þremur árum síðan en Apple gefur út nýja týpu af snjallsímanum á árs fresti. Einungis örfáir dagar eru síðan fyrirtækið svipti hulunni af iPhone 15. Þrátt fyrir afstöðu sína hyggst Apple uppfæra stýrikerfi símans sem fyrirtækið segir að muni gera símanum kleyft að standast próf franskra stjórnvalda. Í umfjöllun Reuters segir að frönsk stjórnvöld prófi símana á annan hátt en stjórnvöld í öðrum löndum. Það hafi þó ekki komið í veg fyrir áhyggjur stjórnvalda í öðrum Evrópulöndum. Yfirvöld í Belgíu hyggjast gera sínar eigin prófanir, á meðan yfirvöld í Þýskalandi hafa sagst hafa sett sig í samband við frönsk stjórnvöld í því skyni að finna lausn á málinu á vettvangi Evrópusambandsins.
Apple Frakkland Mest lesið Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Fleiri fréttir „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira