Í umfjöllun BBC kemur fram að forsvarsmönnum keðjunnar hafi ekki tekist að verða henni út um viðbótarfjármagn eftir erfiðan rekstur undanfarin ár. Keðjan rekur 400 verslanir í Bretlandi og er líklega þekktust hér á landi fyrir vöfflujárnin.
Breska ríkisútvarpið hefur eftir Mark Jackson, forstjóra fyrirtækisins, að stjórn þess hafi velt öllum steinum í leit að viðbótarfjármagni. Það hafi hins vegar ekki tekist fyrir fyrirtækið sem verið hefur í rekstri í 93 ár, eða síðan árið 1930.
„Við höfum því miður engra kosta völ en að taka félagið til gjaldþrotaskipta,“ hefur BBC eftir Jackson. Forsvarsmenn GMB, verkalýðsfélags verslunarstarfsmanna í Bretlandi, gagnrýna áformin harðlega og segja að stjórn fyrirtækisins hefði getað gripið í taumana í rekstri þess mun fyrr.