Ók á meira en 100 í íbúðargötu á flótta undan lögreglu og klessti svo á Þrír bílar skemmdust mikið þegar ökumaður sem lögregla veitti eftirför missti stjórn á bíl sínum og klessti á þá seint í gærkvöldi. Lögregla segir mildi að enginn hafi orðið fyrir bílnum sem er talinn hafa verið á yfir 100 kílómetra hraða á klukkustund. 10.3.2022 19:00
Engin stemmning fyrir takmörkunum þó spítalinn sé að þrotum kominn Landspítalinn stendur ráðalaus frammi fyrir fjölgun innlagna vegna Covid-19. Aldrei hafa fleiri legið inni á spítalanum með veiruna en stjórnendur hans efast þó um að stjórnvöld grípi til samkomutakmarkana á ný til að hefta útbreiðslu faraldursins. 10.3.2022 12:01
Óbólusettir gætu áfram sætt takmörkunum við landamærin Langtímafyrirkomulag sóttvarna á landamærum verður til umræðu á ríkisstjórnarfundi á morgun. Þar má vænta mikilla tilslakana og jafnvel algerra afléttinga fyrir bólusetta. Nokkrar útfærslur eru til skoðunar en samkvæmt heimildum fréttastofu er stærsta spurning hvort halda eigi strangari reglum fyrir óbólusetta sem koma inn í landið. 21.2.2022 17:52
Öllu flugi í fyrramálið frestað eða aflýst Öllu flugi íslensku flugfélaganna til og frá Keflavíkurflugvelli í nótt og í fyrramálið hefur verið frestað eða aflýst vegna óveðursins. Allar flugferðir Icelandair frá Bandaríkjunum til landsins í kvöld hefur einnig verið frestað um sólarhring. 21.2.2022 16:23
Fyrsta andlát vegna Covid á Sjúkrahúsinu á Akureyri Karlmaður á tíræðisaldri, sem var smitaður af Covid, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri um helgina. Hann lá inni vegna annarra veikinda en Covid en samkvæmt framkvæmdastjóra lækninga sjúkrahússins er talið næsta víst að Covid-sýkingin hafi verið helsta dánarorsökin. 21.2.2022 15:57
Hafa mestar áhyggjur af vatnstjóni í borginni Almannavarnir biðla til fólks, sérstaklega þeirra sem búa á suðvesturhorninu, að huga vel að niðurföllum við hús sín og í næsta nágrenni fyrir kvöldið. Rauð viðvörun hefur verið gefin út vegna óveðurs í kvöld þar sem spáð er mikilli úrkomu. 21.2.2022 14:59
Létta á reglum um einangrun og smitgát fyrir starfsmenn Landspítalinn hefur nú tekið fyrsta skref í átt að því að reyna að leysa mönnunarvanda vegna fjölda smitaðra starfsmanna. Framvegis mega þríbólusettir og einkennalausir starfsmenn spítalans mæta til vinnu beint eftir fimm daga einangrun. 21.2.2022 14:27
Íbúar himinlifandi með að búið sé að bjarga húsunum Íbúar við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði fagna því að bærinn hafi fallið frá því að veita heimild til að fjarlægja 19 hús við vesturhlið vegarins til að rýmka til fyrir borgarlínu. Formaður skipulags- og byggingarráðs segir málið hafa verið byggt á misskilningi; aldrei hafi staðið til að fjarlægja húsin, sem verði nú færð inn á verndarsvæði svo íbúum líði enn öruggari. 21.2.2022 11:36
Miskunnarlaus klámherferð herjar á Íslendinga Erlendar klámsíður virðast nú vera í miðri auglýsingaherferð sem angrar marga Íslendinga. Óumbeðin og óviðeigandi skilaboð hrúgast nú inn á Facebook. Við sýnum ykkur hér í myndbandi sem fylgir fréttinni hvernig hægt er að losna við þetta hvimleiða vandamál á einfaldan máta. 20.2.2022 23:01
Útilokar ekki að rauð viðvörun verði gefin út í fyrramálið Búist er við aftakaveðri á landinu öllu annað kvöld og aðfaranótt þriðjudags. Búið er að gefa út appelsínugula viðvörun fyrir landið allt en veðurfræðingur útilokar ekki að viðvörunargildi verði hækkað upp í rautt fyrir Suðurland. 20.2.2022 22:55