Innlent

Hafa mestar á­hyggjur af vatns­tjóni í borginni

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Í miklum vindi og úrkomu leysir snjóinn fyrr.
Í miklum vindi og úrkomu leysir snjóinn fyrr. vísir/vilhelm

Al­manna­varnir biðla til fólks, sér­stak­lega þeirra sem búa á suð­vestur­horninu, að huga vel að niður­föllum við hús sín og í næsta ná­grenni fyrir kvöldið. Rauð við­vörun hefur verið gefin út vegna ó­veðurs í kvöld þar sem spáð er mikilli úr­komu.

„Það verður mikill vindur og rigning og þá bráðnar snjórinn sem hefur safnast upp síðustu daga mjög hratt. Þannig að það er þetta vatns­tjón sem er oft svo erfitt að eiga við og við höfum á­hyggjur af,“ segir Víðir Reynis­son hjá al­manna­vörnum.

Fólk ætti að reyna að huga að niður­föllum í kring um sig þar sem ó­víst sé að sveitar­fé­lögin nái að hreinsa þau öll fyrir kvöldið.

„Það geta myndast stórir pollar og flætt að húsum ef vatn kemst ekki að niður­föllum,“ segir Víðir.

For­eldrar fylgist vel með fréttum um skóla­hald

Einnig er hætta á að lausa­munir fjúki og þá gæti orðið meira foktjón enda gert ráð fyrir miklum vindi. Hviðurnar gætu náð þrjá­tíu metrum á sekúndu á suð­vestur­horninu í kvöld.

„Svona veðri geta líka fylgt raf­magns­truflanir. Þetta byrjar í kvöld og verður eitt­hvað inn í nóttina en svo er þeitta eigin­lega tví­skipt því að það kemur aftur vont veður í fyrra­málið. Það er ekki alveg ljóst í hvaða formi úr­koman verður þá og við bíðum bara eftir að sjá nýjustu spárnar frá Veður­stofunni sem koma síðar í dag,“ segir Víðir.

Því sé of snemmt að ætla að mæla með lokun skóla eins og gert var fyrir tveimur vikum þegar rauð við­vörun var síðast gefin út á höfuð­borgar­svæðinu. „En for­eldrar þurfa alla­vega að gera ráð fyrir því að þurfa að fylgja börnunum í skólann á morgun og bara að fylgjast vel með fréttum í kvöld og í fyrra­málið og sjá hver staðan verður.“

Engar ferðir milli lands­hluta

Hann segir þá ljóst að ekkert ferða­veður sé milli lands­hluta á Suð­vestur­horninu og víðar um land í kvöld og í nótt.

Sam­kvæmt upp­lýsingum frá Strætó hefur ekki verið tekin á­kvörðun um að fresta ferðum strætis­vagna enn sem komið er en aksturs­þjónusta fyrir aldraða og fatlaða mun ekki vera með ferðir í kvöld.

Jóhannes Rúnars­son, fram­kvæmda­stjóri Strætó, segir þó ljóst að það verði ein­hverjar raskanir á ferðum úti á landi. Það verði þó að koma betur í ljós þegar líður á daginn hvaða vegir verða opnir og hvar vindur verður mestur.

Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó.Mynd/Strætó

Tengdar fréttir

And­hverfur í veðrinu gætu leikið lands­menn grátt

Óveðrið sem skellur á landsmönnum í dag og í nótt er tvíþætt. Suðaustan illviðri sem byrjar að herja á landið síðdegis nær hámarki í kvöld. Í nótt mætir hins vegar andhverfa þess á svæðið, skyndilegur suðvestan hvellur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×