„Stíga inn í nútímann“ og streyma helgihaldi Helgihald skipar eðli málsins samkvæmt stóran sess í hátíðarhöldum almennings yfir jólin. Tvísýnt hefur verið um fjölmenna viðburði vegna kórónuveirufaraldursins og trúarathafnir eru þar engin undantekning. Messum í dag, aðfangadag, verður streymt en einnig verður unnt taka á móti kirkjugestum með notkun hraðprófa. 24.12.2021 07:26
Magnaðar myndir RAX af gosstöðvunum í dag Allt er með kyrrum kjörum við Geldingadali, það er að segja ef litið er á þá úr flugvél. Þar er þó jarðskjálftahrina enn í fullum gangi og gæti eldgos hafist á ný fyrirvaralaust. Ragnar Axelsson, RAX, flaug yfir Geldingadali í dag. 23.12.2021 14:33
Atburðarásinni svipar til aðdraganda gossins Jarðskjálftahrinan á Reykjanesi er enn í fullum gangi þó stórum skjálftum hafi farið fækkandi með deginum. Skjálftavirknin á Reykjanesi er að færast til suðvesturs og er núna á nákvæmlega sama stað og kvikugangurinn sem myndaðist í vor áður en gos hófst í Geldingadölum. 22.12.2021 20:09
Skjálftarnir líkjast undanfara eldgoss Jarðskjálftahrinan á Reykjanesi er mjög svipuð undanfara eldgossins sem hófst í Geldingadölum í vor. Prófessor í jarðeðlisfræði telur líklegt að kvika sé að brjóta sér leið upp að jarðskorpunni en segir alls ekki víst að hún muni skila sér á yfirborðið í eldgosi. 22.12.2021 11:51
Óþægilegt að fá skjálftahrinu rétt fyrir jól Grindvíkingar taka skjálftahrinunni sem nú gengur yfir á Reykjanesinu með ró og reyna að halda sinni rútínu fyrir hátíðirnar. Hún vekur þó upp óþægilegar minningar frá stóru hrinunni í byrjun árs og vöknuðu margir upp við vondan draum í nótt að sögn bæjarstjórans. 22.12.2021 10:25
„Lestarslys í slow motion“ Kosningaklúðrið sem heltók líf okkar í lok septembermánaðar var „lestarslys í slow motion“ eins og einn þingmannanna sem datt út af þingi við endurtalninguna komst að orði. Hér rifjum við upp þetta líka skemmtilega mál, sem má kannski kalla helsta fréttamál ársins? 21.12.2021 07:01
„Það er ekki bannað að hafa gaman“ Baggalútur harmar mjög ef að sóttvarnabrot voru framin á tónleikum þeirra í gær eins og lögreglan greindi frá í dag. Hljómsveitin hafi látið almannavarnir taka út fyrirkomulag viðburðarins í síðustu viku til að passa að allt væri í samræmi við gildandi reglur og eina brotið sem meðlimir hljómsveitarinnar hafi tekið eftir í gær hafi verið grímuleysi margra gesta, sem er eflaust vandamál við flesta viðburði í dag. 20.12.2021 00:00
Fangar fengu kartöflu í skóinn Fangar á Litla-Hrauni urðu „undrandi og örlítið miður sín“ í morgun þegar þeir kíktu í skó sína sem þeir höfðu komið fyrir fyrir utan klefa sína í von um að fá gjöf frá jólasveininum. Við þeim öllum blasti nefnilega kartafla, þrátt fyrir fullyrðingar Afstöðu, félags fanga um góða hegðun þeirra í mánuðinum. 19.12.2021 22:53
Meðlimur Il Divo látinn eftir baráttu við Covid Carlos Marin, meðlimur sönghópsins Il Divo, er látinn 53 ára að aldri eftir baráttu við Covid-19. Hann veiktist mjög af veirunni fyrir tveimur vikum og þurfti að leggjast inn á gjörgæslu í öndunarvél þar sem hann lést síðan. 19.12.2021 22:19
Koma upp eftirlitsmyndavélum hjá blóðbændum Framkvæmdastjóri Ísteka segir að líftæknifyrirtækið hafi nú hrint af stað umbótaáætlun vegna frétta sem komu fram í síðasta mánuði um illa meðferð á blóðmerum. Framvegis verði tekið upp myndavélaeftirlit hjá blóðbændum sem fyrirtækið skiptir við og þá ætli Ísteka sér að auka fræðslu til bænda. 19.12.2021 21:10