Bubbi um Baggalút: „Menn sjá hvað er í gangi en gera ekkert“ Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens gagnrýnir viðburðarhaldara sem geta ekki virt sóttvarnatakmarkanir í færslu sinni á Facebook og óttast að þetta kunni að verða til þess að þær verði hertar enn frekar. 19.12.2021 21:09
Útilokar ekki lagasetningu til að greiða leið línunnar Innviðaráðherra útilokar ekki að gripið verði til lagasetningar svo hægt verði að leggja Suðurnesjalínu 2. Vogar stendur eitt sveitarfélaga á Suðurnesjum í vegi fyrir því að framkvæmdir geti hafist. 19.12.2021 20:21
Í beinni: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum heyrum við í Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra sem segir ótækt að sveitarfélagið Vogar ætli eitt sveitarfélaga á Reykjanesi að rjúfa þá samstöðu sem loks hafi náðst um lagningu Suðurnesjalínu tvö. 19.12.2021 18:09
Einn fluttur með þyrlu eftir alvarlegt umferðarslys Einn var fluttur á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir að hafa slasast í alvarlegu umferðarslysi á Snæfellsnesi. Slysið varð skammt frá Vatnsholtsvötnum í Staðarsveit. 19.12.2021 18:05
Lýst eftir Almari Yngva Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lýst eftir Almari Yngva Garðarssyni. Síðast er vitað um ferðir hans í Hafnarfirði milli klukkan 2 og 3 í nótt. 19.12.2021 17:53
Vindlarnir snúa aftur í Björkina: „Gömul hefð sem fólk vill geta gengið að“ Tóbaksverslunin Björkin er aftur farin að selja vindla eftir rúmlega hálfs árs hlé. Margir hafa velt fyrir sér hvort verslunin sé að loka dyrum sínum endanlega eftir 94 ára rekstur en eigandinn segir að svo sé ekki þó breytingar á rekstrinum séu væntanlegar á næsta ári. 19.12.2021 17:42
Brexitmálaráðherra segir af sér og staða Johnson sögð veik David Frost Brexitmálaráðherra hefur sagt af sér embætti. Brotthvarf hans úr ríkisstjórn er talið veikja stöðu Borisar Johnson forsætisráðherra enn meira en nokkurrar óánægju hefur gætt með hann innan Íhaldsflokksins upp á síðkastið. 18.12.2021 23:37
Móeiður og Hörður eiga von á öðru barni Stjörnuparið Móeiður Lárusdóttir, bloggari og áhrifavaldur, og Hörður Björgvin Magnússon, landsliðsmaður í knattspyrnu, eiga von á sínu öðru barni. Þetta tilkynntu þau um á Instagram í dag. 18.12.2021 22:23
Sannarlega ekki slæmt að gera tilraunir á börnum Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfja- og eiturefnafræði við Læknadeild Háskóla Íslands, biðlar til foreldra að láta sér ekki niðurstöður úr tilraunum sem hafa verið gerðar á börnum með bóluefni sem vind um eyru þjóta. „Við erum svo heppin að hópur barna hefur nú þegar tekið að sér að taka þátt í tilraun og sýnt fram á gagnsemi,“ segir hann í færslu á Facebook. 18.12.2021 21:23
Ár frá hamförunum á Seyðisfirði: „Þetta var erfiður dagur í dag“ Í dag er ár liðið frá því að aurskriðurnar féllu á Seyðisfirði, sem rifu með tíu hús og skemmdu þrjú til viðbótar. Seyðfirðingar minntust atburðarins með fallegri athöfn í dag þar sem listaverk var afhjúpað sem sýnir húsin sem fóru með skriðunum máluð á litlar upplýstar glerkrukkur. 18.12.2021 21:16