Fréttamaður

Óttar Kolbeinsson Proppé

Nýjustu greinar eftir höfund

Þröngt á ­­deildinni eins og annars staðar á spítalanum

Blóð- og krabba­meins­lækninga­deild Land­spítalans við Hring­braut hefur verið lokað tíma­bundið fyrir inn­lögnum á meðan allir sjúk­lingar og starfs­fólk deildarinnar bíða eftir niður­stöðum skimunar. Þrír hafa greinst smitaðir á deildinni, einn sjúk­lingur og tveir starfs­menn.

Sjúk­lingur á krabba­meins­deild er smitaður

Sjúk­lingur sem er inni­liggjandi á blóð- og krabba­meins­lækninga­deild 11EG á Land­spítalanum greindist ó­vænt með Co­vid-19 smit í gær. Tveir starfs­menn deildarinnar eru einnig smitaðir.

Ný bólu­efni gegn delta eru okkar helsta von

Kamilla Sig­ríður Jósefs­dóttir, stað­gengill sótt­varna­læknis, segir ó­víst hvort og þá hve­nær hægt verði að líta kórónu­veiruna sömu augum og venju­lega inflúensu­veiru, eins og menn höfðu vonast eftir að yrði staðan eftir að bólusetningum hjá meirihluta þjóðarinnar væri lokið.

Klappað og fagnað þegar sex ára stúlka fann móður sína aftur

Inni­legir og fal­legir fagnaðar­fundir urðu hjá móður og sex ára dóttur hennar á Óðinstorgi í Þingholtunum í gær eftir að stúlkan hafði týnst í um klukku­stund. Hún var í heim­sókn í hverfinu, ókunnug því og villtist því þegar hún ráfaði í burtu.

Drekka brjósta­mjólk á Sumri hinna heitu mæðra

Mæður eru kynþokkafullar, allavega í sumar, að mati Reykjavíkurdætra. Rapphópurinn sendi frá sér glænýtt myndband í dag við nýjasta lag sitt sem kom út um miðjan mánuðinn í samvinnu við rapparann STEPMOM.

Vill upp­­­lýsingar beint af kúnni

Helga Vala Helga­dóttir, þing­maður Sam­fylkingarinnar og for­maður vel­ferðar­nefndar, hefur farið fram á það að nefndin komi saman í miðju sumarfríi þingmanna til að fara yfir stöðu mála í nýrri bylgju far­aldursins. Hún segir mikil­vægt að nefndar­menn fái tæki­færi til að bera spurningar undir helstu sér­fræðinga landsins.

Staðan í Banda­­­ríkjunum varpar nýju ljósi á delta-af­brigðið

Banda­ríkja­menn standa nú frammi fyrir svipaðri stöðu og við Ís­lendingar; smituðum einstaklingum fjölgar ört og bíða menn í of­væni eftir að sjá hversu alvarlegum veikindum delta-afbrigðið getur valdið hjá þeim sem eru bólusettir. Það ætti að koma í ljós á næstu dögum eða viku. Sérstaða Bandaríkjanna sýnir þó ágætlega hversu virk bóluefnin eru gegn afbrigðinu. 

Kindar­­legt barn í fyrstu stiklu Dýrsins

Fyrsta stikla Dýrsins, kvik­myndar Valdimars Jóhanns­sonar, kom út í gær og má segja að hún sé ekkert lamb að leika sér við. Og þó - þar bregður ó­freskju myndarinnar fyrir, sem virðist einhvers konar undarlegt bland af barni og lambi.

Telja John Snorra hafa náð toppi K2

Leitar­menn sem fundu lík John Snorra Sigur­jóns­sonar og Ali Sadpara fyrir ofan fjórðu búðir á K2 á mánu­dag telja að þeir fé­lagar hafi náð toppi fjallsins áður en þeir létust. Frá þessu er greint á minningar­reikningi Sadpara á Twitter.

Sjá meira