Þröngt á deildinni eins og annars staðar á spítalanum Blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans við Hringbraut hefur verið lokað tímabundið fyrir innlögnum á meðan allir sjúklingar og starfsfólk deildarinnar bíða eftir niðurstöðum skimunar. Þrír hafa greinst smitaðir á deildinni, einn sjúklingur og tveir starfsmenn. 29.7.2021 15:32
Sjúklingur á krabbameinsdeild er smitaður Sjúklingur sem er inniliggjandi á blóð- og krabbameinslækningadeild 11EG á Landspítalanum greindist óvænt með Covid-19 smit í gær. Tveir starfsmenn deildarinnar eru einnig smitaðir. 29.7.2021 14:16
Ný bóluefni gegn delta eru okkar helsta von Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, segir óvíst hvort og þá hvenær hægt verði að líta kórónuveiruna sömu augum og venjulega inflúensuveiru, eins og menn höfðu vonast eftir að yrði staðan eftir að bólusetningum hjá meirihluta þjóðarinnar væri lokið. 29.7.2021 12:27
Klappað og fagnað þegar sex ára stúlka fann móður sína aftur Innilegir og fallegir fagnaðarfundir urðu hjá móður og sex ára dóttur hennar á Óðinstorgi í Þingholtunum í gær eftir að stúlkan hafði týnst í um klukkustund. Hún var í heimsókn í hverfinu, ókunnug því og villtist því þegar hún ráfaði í burtu. 29.7.2021 11:31
Drekka brjóstamjólk á Sumri hinna heitu mæðra Mæður eru kynþokkafullar, allavega í sumar, að mati Reykjavíkurdætra. Rapphópurinn sendi frá sér glænýtt myndband í dag við nýjasta lag sitt sem kom út um miðjan mánuðinn í samvinnu við rapparann STEPMOM. 28.7.2021 16:17
Vill upplýsingar beint af kúnni Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar, hefur farið fram á það að nefndin komi saman í miðju sumarfríi þingmanna til að fara yfir stöðu mála í nýrri bylgju faraldursins. Hún segir mikilvægt að nefndarmenn fái tækifæri til að bera spurningar undir helstu sérfræðinga landsins. 28.7.2021 15:23
Staðan í Bandaríkjunum varpar nýju ljósi á delta-afbrigðið Bandaríkjamenn standa nú frammi fyrir svipaðri stöðu og við Íslendingar; smituðum einstaklingum fjölgar ört og bíða menn í ofvæni eftir að sjá hversu alvarlegum veikindum delta-afbrigðið getur valdið hjá þeim sem eru bólusettir. Það ætti að koma í ljós á næstu dögum eða viku. Sérstaða Bandaríkjanna sýnir þó ágætlega hversu virk bóluefnin eru gegn afbrigðinu. 28.7.2021 14:21
Kindarlegt barn í fyrstu stiklu Dýrsins Fyrsta stikla Dýrsins, kvikmyndar Valdimars Jóhannssonar, kom út í gær og má segja að hún sé ekkert lamb að leika sér við. Og þó - þar bregður ófreskju myndarinnar fyrir, sem virðist einhvers konar undarlegt bland af barni og lambi. 28.7.2021 11:59
Fluttur á spítala eftir að hafa hnigið niður í tökum Leikarinn Bob Odenkirk hefur verið fluttur á spítala eftir að hann hneig niður á setti við tökur á þáttunum vinsælu Better Call Saul. 28.7.2021 11:08
Telja John Snorra hafa náð toppi K2 Leitarmenn sem fundu lík John Snorra Sigurjónssonar og Ali Sadpara fyrir ofan fjórðu búðir á K2 á mánudag telja að þeir félagar hafi náð toppi fjallsins áður en þeir létust. Frá þessu er greint á minningarreikningi Sadpara á Twitter. 28.7.2021 09:50