Auddi skýtur á Nökkva Fjalar fyrir að vilja ekki bólusetningu Fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal virðist ekki sáttur með skilaboð athafnamannsins Nökkva Fjalars Orrasonar til fylgjenda sinna þar sem hann segist hafa talið það best fyrir sína heilsu að sleppa því að fara í bólusetningu. 27.7.2021 16:50
Varsla Hannesar á víti Messi borgar sig í kínverskum stórauglýsingum Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður og leikstjóri, fékk heilan helling af tilboðum um að leikstýra auglýsingum og fleiri verkefnum frá Kína eftir að auglýsing hans fyrir Coca-Cola var sýnd á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu árið 2018. 27.7.2021 16:01
Rakningarappið er algjör bylting sem hefur ekki enn náð fram að ganga Hið uppfærða rakningarapp er „algjör bylting“ að sögn Jóhanns B. Skúlasonar, yfirmanns smitrakningarteymis almannavarna. Vandamálið er bara að flestir eiga eftir að uppfæra forritið í símunum sínum og ganga um með gamla og óvirka útgáfu í vasanum. 27.7.2021 12:45
Listi Miðflokksins fær blendnar viðtökur: „Þar skaut flokkurinn sig í fótinn, ef ekki hausinn“ Nýsamþykktur framboðslisti Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur vakið nokkra athygli og vafalaust komið mörgum talsvert á óvart. Enginn annar listi frá flokknum hefur fengið eins mikil viðbrögð á Facebook-síðu hans, þar sem listarnir eru kynntir, og er hann jafnframt sá eini sem hefur hlotið neikvæðar viðtökur meðal stuðningsmanna flokksins á þeim miðli. 27.7.2021 10:56
Leikmaður Everton til rannsóknar í lögreglumáli Enska fótboltaliðið Everton hefur staðfest að leikmaður þeirra sé til rannsóknar í lögreglumáli. Breskir miðlar greindu frá því í dag að leikmaðurinn hafi verið handtekinn grunaður um kynferðisbrot gegn barni. 19.7.2021 23:51
Sá fyrsti til að vera dæmdur fyrir árásina á þinghúsið Karlmaður frá Flórídafylki var í dag dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að hafa rutt sér leið inn í sal öldungadeildar Bandaríkjaþings þegar staðfesta átti niðurstöður forsetakosninganna í byrjun þessa árs. Hann er sá fyrsti til að hljóta dóm fyrir glæp í tengslum við árásina á þinghúsið. 19.7.2021 23:32
Hertar aðgerðir í ósamræmi við traust á bólusetningum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra óttast að aðgerðir innanlands verði hertar á ný þegar tilefni til þess sé ekki endilega til staðar. Hún virðist ekki sannfærð um réttmæti þeirra aðgerða á landamærunum sem kynntar voru í dag. 19.7.2021 22:00
Leikmaður ensku deildarinnar grunaður um kynferðisbrot gegn barni Leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar hefur verið handtekinn grunaður um kynferðisbrot gegn barni. Enskir fjölmiðlar hafa ekki nafngreint manninn en segja hann 31 árs gamlan og giftan. 19.7.2021 21:51
Langar raðir og gestir tjaldsvæðisins í vandræðum með að finna sér mat Tjaldsvæðið á Kirkjubæjarklaustri er alveg að fyllast og virðist kominn upp hálfgerður vöruskortur á svæðinu vegna fjölda gesta þar. Mjög langar raðir mynduðust í verslunum svæðisins í dag þar sem lítið er eftir af fýsilegum matvælum. 19.7.2021 20:17
Smittölurnar voru rangar í morgun Ellefu greindust með Covid-19 innanlands í gær en ekki sextán eins og sagði í fréttum í morgun. Almannavarnir sendu rangar tölur á fjölmiðla fyrir hádegi en hafa nú leiðrétt þær. 19.7.2021 17:33