Íþróttafréttamaður

Runólfur Trausti Þórhallsson

Runólfur er íþróttafréttamaður á Vísi og Stöð 2 Sport.

Nýjustu greinar eftir höfund

Reese bætti met þegar hún sökkti Clark í upp­gjöri ný­liðanna

Angel Reese hafði betur gegn Caitlin Clark í því sem kalla mætti uppgjöri nýliða WNBA-deildarinnar í körfubolta. Þær tvær vöktu gríðarlega athygli í bandaríska háskólaboltanum á síðustu leiktíð og hafa haldið því áfram í upphafi leiktíðar.

Mörkin: Úkraína og Austur­ríki leyfa sér að dreyma

Alls fóru þrír leikir fram á EM karla í knattspyrnu í gær, föstudag. Úkraína og Austurríki lifa í draumi um sæti í 16-liða úrslitum á meðan Holland og Frakkland gerðu markalaust jafntefli í leiðinlegum leik.

Segir Rice of­metinn

Írski landsliðsmaðurinn James McClean er ekki hrifinn af enska landsliðinu og þá einkum fyrrverandi liðsfélaga sínum Declan Rice. Hann lét miðjumann Arsenal fá það óþvegið fyrir frammistöðu sína gegn Danmörku á EM 2024 á dögunum.

Sara Sif til Hauka

Markvörðurinn Sara Sif Helgadóttir hefur gert tveggja ára samning við Hauka. Hún gengur í raðir félagsins frá Íslandsmeisturum Vals.

Skotinn Tier­n­ey ekki meira með á EM

Skoski varnarmaðurinn Kieran Tierney er miður sín eftir að í ljós kom að hann verður ekki meira með á EM karla í knattspyrnu sem nú fer fram í Þýskalandi. Skotland er með eitt stig að loknum tveimur leikjum.

Stór­meistara­jafn­tefli í Leipzig

Holland og Frakkland gerðu markalaust jafntefli í síðasta leik dagsins á EM karla í fótbolta. Stig á bæði lið þýðir að þau eru jöfn í efstu tveimur sætum D-riðils að loknum tveimur leikjum.

Sjá meira